Fleiri fréttir

Brátt tilbúin á Japansmarkað

Hrognavinnsla úr loðnu hófst á fimmtudag hjá Ísfélagi Vestmannaeyja þegar Álsey, skip Ísfélagsins, landaði um 1.000 tonnum af loðnu, og var vinnslan í fullum gangi í gær þegar ljósmyndari Fréttablaðsins leit við.

Sjötta moskan skemmd á árinu

Spellvirkjar unnu skemmdarverk á mosku í bænum Sorgues í Frakklandi um helgina. Þeir skrifuðu rasískar svívirðingar á veggi moskunnar. Þetta er sjötta moskan í Frakklandi sem skemmdarverk hafa verið unnin á það sem af er ári.

Nýja stjórnin lofar lýðræði

Bráðabirgðastjórn herforingja í Níger, sem tóku völdin í landinu á fimmtudag, lofar því að koma á lýðræði og frjálsum kosningum.

Bensínþurrð í Grikklandi

Bensínstöðvar á Grikklandi eru óðum að tæmast af bensíni og olíu vegna verkfalls tollvarða, sem hefur nú verið framlengt fram á miðvikudag þegar helstu verkalýðsfélög landsins efna til allsherjarverkfalls.

Hamas ásakar Fatah og öfugt

Hamashreyfing Palestínumanna á Gasasvæðinu fullyrti í gær að tveir Palestínumenn, sem tóku þátt í morðinu á háttsettum Hamasliða í Dúbaí í síðasta mánuði, hafi verið fyrrverandi yfirmenn í Fatah-samtökunum. Talsmaður Fatah sagði ekkert hæft í þessu, en gaf í skyn að Palestínumennirnir tveir hafi hugsanlega verið liðsmenn Hamas.

Átta fengu að fara heim

Átta bandarískir trúboðar voru látnir lausir úr fangelsi á Haíti í vikunni og komu heim til Bandaríkjanna á fimmtudag. Tveir aðrir eru þó enn í haldi á Haítí og fyrrverandi lögmaður hópsins er eftirlýstur í Bandaríkjunum og víðar.

Vændiskonum kennt að nota hjartastuðtæki

Hóruhús í Sviss eru byrjuð að kenna vændiskonum sem þar starfa að nota hjartastuðtæki til þess að koma í veg fyrir ótímabær andlát viðskiptavina sinna.

Lögmaður gagnrýnir harðlega gæsluvarðhald yfir flúorsmyglara

Lögmaður karlmanns, sem var handtekinn á Leifsstöð í desember með 3,7 kíló af 4-flúoróamfetamíni, gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir að hafa ekki upplýst Héraðsdóm Reykjaness um eðli efnanna þegar ákvörðun var tekin um gæsluvarðhald yfir manninum þann 19. janúar síðastliðin.

Geislavarnir og Brunamálastofnun mæla rafmengun

Geislavarnir ríkisins og Brunamálastofnun hafa byrjað mælingar á rafsegulsviði af völdum rafmagnstenginga og stendur til að mæla um nokkur hundruð íbúðarhús um land allt. Athugunin er tilkomin vegna fjölda ábendinga fólks um mögulega skaðsemi rafsegulsviðs frá slíkum tengingum.

Vill lengri tíma til þess að ná eignum upp í skuldir

Formaður efnahags- og skattanefndar, Helgi Hjörvar, ætlar að leggja fram frumvarp um lengingu fyrningar á fjármálagjörningum í líkingu við þá sem margir eignamenn gripu til í kringum hrunið. Það þýðir að stjórnvöld hafa lengri tíma til ógilda þá.

Eldri borgari með kókaín var burðadýr

Tæplega sjötugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið tekin með tæpt kíló af kókaíni. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð í síðustu viku við komuna frá Kaupmannahöfn.

Íslendingum boðið vaxtalækkun á Icesave

Bretar og Hollendingar munu bjóða Íslendingum verulega vaxtalækkun á Icesave skuldbindingunum samkvæmt heimildum fréttastofu, en gagntilboð berst íslenskum stjórnvöldum væntanlega á morgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir vaxtahugmyndir þeirra hafa verið fáránlegar hingað til.

Tekur ekki þátt í skítkasti

„Við tökum ekki þátt í svona skítkasti,“ segir Gunnar I. Birgisson, fyrrum bæjarstjóri Kópavogs um bréf sem var stílað á iðkendur íþróttafélagsins í HK í Kópavogi og Vísir greindi frá í gær.

Tiger bað um frið fyrir fjölskylduna

Tiger Woods bað fjölmiðla um að láta eiginkonu sína og börn í friði þrátt fyrir þá fjölmiðlaumræðu sem hann hafi kallað yfir sig með hegðun sinni. Öll augu hafa beinst að Tiger Woods undanfarnar vikur, eða eftir að upp komst að hann hafi verið eiginkonu sinni ótrúr. Hann átti vingott við fjölda kvenna um skeið.

Stjórnvöld eyði óvissu vegna úreltra prentlaga

Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að eyða réttaróvissu vegna úreltra prentlaga. Stjórnin vekur athygli á að Hæstiréttur Íslands þyngdi í gær dóm yfir Erlu Hlynsdóttur, blaðamanni DV, vegna ummæla sem höfð eru eftir viðmælanda í frétt blaðsins.

Flúoró-amfetamínsmyglari úr gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir þrítugum íslenskum karlmanni sem flutti með sér flúoró-amfetamín til landsins fyrir tveimur mánuðum.

BSRB styrkir íbúa Haítí

Stjórn BSRB hefur ákveðið að leggja fram 300 þúsund krónur í söfnun ITUC, Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga, til fórnarlamba jarðskjálftans á Haítí í síðasta mánuði Fjármunum söfnunarinnar verður varið í neyðarhjálp til að byrja með.

Vísir sýnir beint frá opinberun Tigers

Vísir ætlar að sýna í beinni frá því þegar Tiger Woods tjáir sig í fyrsta sinn opinberlega um einkalíf sitt. Meðal annars ætlar hann að biðjast opinberlega afsökunar á kvennamálum sínum, þar sem hann hafi brugðist bæði fjölskyldu sinni og aðdáendum. Tiger ætlar að ræða þar sín mál við góða vini í áheyrn blaðamanna. Útsendingin hefst klukkan fjögur.

Framboðslisti sjálfstæðismanna í Mosó samþykktur

Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ var samþykktur á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í gærkvöldi. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri leiðir listann. Í næstu sætum eru, Herdís Sigurjónsdóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Hafsteinn Pálsson og Kolbrún G. Þorsteinsdóttir.

Listi VG á Akureyri skipaður

Tillaga uppstillingarnefndar um skipan framboðslista Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs fyrir bæjarstjórnarkosningar á Akureyri var samþykktur einróma á félagsfundi flokksins í gærkvöldi.

Barinn á bílastæði

Karlmaður á þrítugsaldri varð fyrir líkamsárás á bílastæði í Breiðholti um hádegisbil í gær. Maðurinn var fluttur á slysadeild en hann var bæði handleggsbrotinn og með áverka í andliti.

Veskjaþjófur handtekinn í Skeifunni

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn fyrir þjófnað í Skeifunni í hádeginu í gær. Sá stal peningaveski úr verslun og reyndi síðan að komast undan á hlaupum. Maðurinn komst hinsvegar ekki langt og var gripinn skammt frá. Veskinu var komið aftur í réttar hendur en þjófurinn, sem var í annarlegu ástandi, var fluttur í fangageymslu.

Nítján óku of hratt í Gullengi

Brot 19 ökumanna voru mynduð í Gullengi í Reykjavík á miðvikudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Gullengi í vesturátt, við Laufengi. Eftirlit lögreglunnar var tilkomið vegna ábendinga frá íbúum í hverfinu en þeir hafa kvartað undan hraðakstri á þessum stað.

Mótmæla lágum fjárveitingum til hjúkrunarfræðideildar

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tekur undir áskorun deildarfundar hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands til menntamálaráðherra. Í áskoruninni var lágum fjárveitingum til deildarinnar harðlega mótmælt.

Meintir fíkniefnasalar ákærðir

Tveir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir fyrir vörslu á hassi, amfetamíni og maríhúana sem ætlað var til sölu.

Formaður VG á Akureyri segir sig úr flokknum

Guðbergur Egill Eyjólfsson hefur ákveðið að segja af sér formennsku í svæðisfélagi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri og nágrenni og um leið að segja sig úr flokknum. Ástæðan er afstaða VG til ýmissa mála, þar á meðal stuðningur þingmanna við aðildarumsókn að ESB, og þeir starfshættir sem tíðkast innan flokksins. Þá gagnrýnir Guðbergur hvernig stillt var upp í fjórða sæti á lista VG fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar á Akureyri.

Eldri borgari stöðvaður með kíló af kókaíni

Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði tæplega sjötugan Íslending við komu frá Kaupmannahöfn í síðustu viku. Við leit í ferðatöskum hans fannst tæpt kíló af kókaíni, að fram kemur á vef lögreglunnar. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.

Bretar og Hollendingar tóku fálega í tillögur Íslendinga

Bretar og Hollendingar tóku fálega í tillögur Íslendinga í Icesave viðræðunum í vikunni. Búist er við svörum frá þeim við tillögum Íslendinga á næstu dögum. Stjórnarandstaðan er sátt við gang viðræðnanna.

Blóðug spor Mossad

Þótt Ísraelar hvorki játi né neiti aðild er talið nokkuð víst að það var leyniþjónustan Mossad sem myrti háttsettan Hamas foringja í Dubai í síðasta mánuði.

Óttaðist um líf ríkisstjórnarinnar

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að hann hafi verið að óska eftir því á fundi með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í janúar, að Bandaríkjamenn slægju á puttana á fulltrúum Breta og Hollendinga í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Á þeim tíma hafi hann óttast um líf ríkisstjórnarinnar.

Braut nálgunarbann gagnvart dóttur sinni

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir húsbrot að brjóta nálgunarbann gagnvart dóttur sinni. Maðurinn var ákærður fyrir að ryðjast að kvöldi sunnudagsins 28. júní 2009 í heimildarleysi inn í íbúðarhúsnæði barnsmóður hans og slá til hennar þegar hún reyndi að varna því þegar hann reyndi að hafa dóttur þeirra á brott með sér.

Ögmundur hvetur til sátta

„Nú reynir á að við fylkjum liði. Höldum áfram að vinna einsog gert hefur verið,“ segir þingmaðurinn Ögmundur Jónasson um leið og hann hvetur til sátta vegna deilna innan VG sem spruttu upp eftir forval flokksins í Reykjavík í byrjun mánaðarins.

Bjarni: Mjög ánægður með samninganefndina

„Ég er afar sáttur við störf samninganefndarinnar. Ég tel að við höfum komist að skynsamlegri niðurstöðu hér heima fyrir um þau skilaboð sem átti að færa Bretum og Hollendingum. Nefndin hefur staðið sig sérstaklega vil í því að útskýra okkar málstað,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Ölvaður maður olli ótta hjá börnum

Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyrir að hafa valdið óspektum og hneyksli á almannafæri með því að angra gesti á tjaldstæði við Gaddstaðaflatir þann 15. ágúst í fyrra.

Hraðakstursbrotum fjölgar um 92%

Alls óku 3072 of hratt í janúar síðastliðnum, samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra. Þetta er fjölgun um 92% brot ef miðað er við síðustu tvö ár, en þá óku um 1600 of hratt í þessum sama mánuði. Að meðaltali voru 99 hraðakstursbrot á dag í janúar síðastliðnum.

Blaðamenn hunsa Tiger Woods

Samtök bandarískra golfblaðamanna hafa ákveðið að mæta ekki á fund sem Tiger Woods hefur boðað til í dag til þess að ræða sín mál.

Sjá næstu 50 fréttir