Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 09:30 Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira