Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 09:30 Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira