Innlent

Tveir stórir skjálftar í Vatnajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir skjálftar mældust klukkan þrjú. Mynd/ Veðurstofan.
Tveir skjálftar mældust klukkan þrjú. Mynd/ Veðurstofan.
Tveir nokkuð snarpir jarðskjálftar mældust við Bárðarbungu í Vatnajökli klukkan þrjú í dag.

Annar mældist 4,3 á Richter en hinn 3,5. Upptök stærri skjálftans voru 9,6 kílómetrum nor-norðaustur af Bárðarbungu en minni skjálftinn átti upptök sín 9,2 km aust-norðustur af Bárðarbungu.

Jarðskjálftasérfræðingur hjá Veðurstofunni telur ekki að merki séu um gosóróa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×