Innlent

Rík ástæða til að fara yfir gagntilboðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur segir gagntilboð Breta og Hollendinga fela í sér þann samningsvilja að ástæða sé til að fara yfir gagntilboðið frá þeim. Mynd/ Anton.
Steingrímur segir gagntilboð Breta og Hollendinga fela í sér þann samningsvilja að ástæða sé til að fara yfir gagntilboðið frá þeim. Mynd/ Anton.
„Við áttum ágætan fund. Við fengum samninganefndina inn á fundinn með okkur og ræddum þetta, innihaldið og okkar viðbrögð," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Hollendingar og Bretar sendu Íslendingum gagntilboð í morgun vegna Icesave reikninganna. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðu hittust á fundi í dag með samninganefnd Íslendinga og Bucheit, formaður samninganefndarinnar, var í símasambandi.

Steingrimur segir að ekki verið uppljóstrað nákvæmlega hvað tilboðið feli í sér en það feli í sér slíkan samningsvilja af hálfu viðsemjenda að rík ástæða sé til þess að fara yfir málin. Tilboðið feli í sér minni greiðslubyrði.

Stjórn og stjórnarandstaða mun funda áfram vegna málsins á morgun og vinna að því þangað til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×