Þyrla Landhelgisgæslunnar er að flytja mann á slysadeild Landspítalans eftir að eldur kom upp í íbúðarhúsi í Stykkishólmi í morgun. Óttast er að hann hafi hlotið alvarleg brunasár.
Mynd/ Bjarni.Hjá Brunavörnum Stykkishólms og nágrennis fengust þær upplýsingar að búið væri að slökkva eldinn. Slökkviliðið er þó enn á staðnum.
Landhelgisgæslan er í tveimur útköllum eins og stendur. Hitt er vegna aflvanabáts norður af Viðey. Ekki fást meiri upplýsingar um málin eins og stendur.