Erlent

Danskir læknar sækja í há laun í Noregi

Óli Tynes skrifar

Danir hafa nokkrar áhyggjur af því hversu margir læknar þeirra fara til vinnu í Noregi vegna hinna háu launa sem þar bjóðast. Læknaskortur er í Danmörku.

Dönskum læknum sem fara til afleysinga í Noregi bjóðast upp í 55 þúsund norskar krónur á viku, sem er um ein komma tvær milljónir íslenskra króna.

Norðmenn sækjast eftir læknum allt upp að sjötugu. Skilyrði er að þeir séu danskir ríkisborgarar og hafi fengið menntun sína í Danmörku.

Læknarnir eru ráðnir til vinnu í héruðum vítt og breitt um Noreg. Norska læknafélagið segir að það hafi nú á skrá 420 danska lækna í Noregi.

Þeim til viðbótar séu svo læknar sem ráði sig í skammtíma afleysingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×