Erlent

Kínverjar vilja ekki að Obama hitti Dalai Lama

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama áformar að hitta Dalai Lama. Mynd/ AFP.
Barack Obama áformar að hitta Dalai Lama. Mynd/ AFP.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hyggst funda með Dalai Lama, andlegum leiðtoga Tíbeta.

Kínverjar leggjast hins vegar alfarið gegn slíkum fundi. Æðstu menn kínverska Kommúnistaflokksins segja að fundur á milli þeirra tveggja myndi hafa skaðleg áhrif á samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna.

Samskipti Kínverja og Bandaríkjamanna fara stirðnandi þessa dagana en einungis örfáir dagar eru síðan að Kínverjar gerðu athugasemd við sölu Bandaríkjamanna á hergögnum til Tævan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×