Erlent

Blekkt og sniðgengin vegna Íraks

Óli Tynes skrifar
Clare Short
Clare Short

Fyrrverandi ráðherra í bresku ríkisstjórninni segir að hún hafi verið blekkt og sniðgengin í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Clare Short var ráðherra alþjóðlegra þróunarmála.

Hún sagði af sér tveim mánuðum eftir innrásina og hefur síðan gagnrýnt ríkisstjórn Tonys Blairs harkalega fyrir hvernig hún hélt á málum.

Short kom fyrir rannsóknarnefnd um Íraksstríðið í dag. Stjórnmálafréttaritari Sky fréttastofunnar segir að framburður hennar hafi verið einstæður, eitraður og persónulegur.

Hún hafi sparkað í alla ríkisstjórnina frá Tony Blair og niðurúr.

Short sagði að vegna andstöðu sinnar við innrásina hafi ráðuneyti hennar verið sniðgengið með upplýsingar.

Hún sagði einnig að Goldsmith lávarður fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi upphaflega talið innrás brjóta í bága við alþjóðalög.

Hann hafi breytt afstöðu sinni vegna mikils þrýstings bæði frá bresku ríkisstjórninni og hinni bandarísku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×