Erlent

Ísbrjótar á Oslóarfirði

Óli Tynes skrifar
Norskur ísbrjótur á ferð.
Norskur ísbrjótur á ferð. Mynd/Norski sjóherinn

Í Oslóarfirði er nú búið að senda út ísbrjóta til þess að ryðja minni bátum leið. Miðað við Ísland hefur verið fimbulvetur annarsstaðar á Norðurlöndunum.

Dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð hefur verið mikil snjókoma og gaddur. Norðanvert í Noregi og Svíþjóð hafa mínusgráðurnar skipt tugum.

Þetta hefur valdið samgöngutruflunum en engri neyð eins og orðið hefur sunnar í Evrópu. Það vill til að frændur okkar eru vanari að takast á við þetta en til dæmis Bretar.

Þótt hjá þeim hafi snjóað miklu meira en í Bretlandi hefur því ekki komið upp sama neyðarástand og ríkt hefur víða í ríki hennar hátignar Elísabetar annarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×