Innlent

Borgarfulltrúar þurfa að greiða fyrir borgarráðsbústaðinn

Bústaðurinn sem um ræðir.
Bústaðurinn sem um ræðir.

Skrifstofustjóri borgarstjórnar, Ólafur Kr. Hjörleifsson, lagði fram bréf að beiðni Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa VG, hjá forsætisnefnd fyrir helgi þar sem lagt var til að gjald yrði tekið af svokölluðum borgarráðsbústaði við Úlfljótsvatn í lok janúar. Tillagan var samþykkt.

Bústaðurinn hefur hingað til staðið borgarfulltrúum til boða án gjalds en það var Fréttablaðið sem skýrði frá málinu í janúar.

Borgarfulltrúi VG, Þorleifur, gerðu athugasemd við þetta kerfi. Fannst honum eðlilegt að gjald væri tekið af borgarfulltrúum vegna afnota af bústaðnum eins og öðrum óbreyttum starfsmönnum Reykjavíkurborgar.

Forsætisnefnd samþykkir málið fyrir sitt leyti en gjaldtakan hófst frá og með 1. febrúar. Gjaldið mun fylgja gjaldskrá orlofshúsa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×