Jóhanna Sigurðardóttir forsetisráðherra segir að skynsamlegt hefði verið að fá vanan alþjóðlegan samningamann til þess að taka þátt í Icesave-samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en rætt er við Jóhönnu í Kastljósi kvöldsins.
Í viðtalinu er hún spurð hvort það hefðu verið mistök að fá Svavar Gestsson til þess að leiða nefndina. Hún vildi ekki taka undir það en sagði að í ljósi reynslunnar mætti segja að skynsamlegt hefði verið að fá vanan samningamann til þess að taka þátt í viðræðunum.