Erlent

Aðhafast ekkert varðandi kynlíf Zuma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakob Zuma er ekki við eina fjölina felldur. Mynd/ AFP.
Jakob Zuma er ekki við eina fjölina felldur. Mynd/ AFP.
Afríska þjóðarráðið, flokkur Jakobs Zuma forseta Suður Afríku, ætlar ekki að bregðast við ásökunum þess efnis að Zuma hafi getið barn utan hjónabands.

Afríska þjóðarráðið telur að Zuma, sem á fjórar eiginkonur og 20 börn, hafi ekki brotið nein lög með hátterni sínu og að það sé ekkert athugavert við að tveir einstaklingar laðist hvor að örðum. Stjórnarandstæðingar og fjölmiðlar í Suður Afriku segja að Zuma setji þjóð sinni slæmt fordæmi, en HIV veiran hefur verið skæð í landinu.

Einn stjórnarandstöðuþingmaður hvatti forsetann til þess að leita sér hjálpar vegna kynlifsfíknar, líkt og Tiger Woods er að gera.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×