Fleiri fréttir

Hálka á Hellisheiði

Hálkublettir eru á Sandskeiði og í Þrengslum, hálka er á Hellisheiði samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Íslendingunum var aldrei ógnað, fengu bara þakklæti

Íslenska rústabjörgunarsveitin mætti aðeins þakklæti og vinsemd frá íbúum Haiti og var aldrei ógnað þá viku sem hún var að störfum á hamfarasvæðinu. Meðlimir hennar fengu innilegar mótttökur við komuna til Íslands í nótt.

Nafn mannsins sem lést í rörasprengjuslysinu

Maðurinn sem slasaðist í rörasprengjuslysi að kvöldi þriðjudagsins 19. janúar í Hveragerði lést á gjörgæslu Landspítala Háskólasjúkrahúss í nótt. Hann hét Örn Norðdahl Magnússon og var fæddur 3. október 1986, búsettur í foreldrahúsum að Borgarhrauni 33 í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnlaus.

Áfram í varðhaldi

Tveir karlmenn um fertugt voru í gær að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. febrúar, en þeir eru grunaðir um að hafa staðið að innflutning á fjórum kílóum af amfetamíni.

Forgangsatriði að koma börnum í öruggt skjól

Forgangsatriði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, er að ná til barna á Haítí og tryggja þeim fæðu, heilsugæslu, öruggt skjól og umönnun. UNICEF og samstarfsaðilar vinna hörðum höndum að því að tryggja að fyrir vikulok njóti öll börn undir fimm ára aldri sem hafa misst eða orðið viðskila við fjölskyldur sínar umönnunar og næringar í öruggu umhverfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.

Veikindi starfsmanna Landspítalans minnkuðu

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að þegar tölur úr rekstri spítalans fyrir árið 2009 séu skoðaðar komi meðal annars í ljós að veikindi starfsmanna minnkuðu á síðasta ári. Hann vonar að það sé merki um að spítalinn sé á réttri leið og þrátt fyrir kreppu, inflúensufaraldur og álag á spítalanum líði starfsmönnum betur. Þetta kemur fram í vikulegum pistli hans sem birtist á vef spítalans.

Yemen snýst til varnar gegn al-Kaida

Yfirvöld í Yemen hafa þrengt verulega vegabréfsáritanir til þess að reyna að stemma stigu við því að islamistar laumi sér inn í landið til þess að komast í þjálfunarbúðir al-Kaida þar.

Mannréttindaráð styður Orator í ráðgjafastörfum

Mannréttindaráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gærdag að styðja Orator félag laganema til að veita lögfræðilega ráðgjöf en hún mun fara fram m.a. á bókasöfnum og þjónustumiðstöðvum borgarinnar.

Útvarpsstjóri skilar bílnum

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, mun skila bifreið sem Ríkisútvarpið hefur greitt fyrir og hann hefur haft til umráða undanfarin ár. Bifreiðin sem er af gerðinni Audi Q7 hefur verið umdeild og gagnrýndi til að mynda flokksráð Vinstri grænna hlunnindi Páls á fundi sínum um síðustu helgi.

Ungir sadistar dæmdir

Tveir bræður á Bretlandi, ellefu og tólf ára gamlir hafa verið dæmdir í minnst fimm ára betrunarvist fyrir fólskulega árás á tvo aðra drengi, níu og ellefu ára.

Styrkja hjálparstarfið á Haítí

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að leggja fram 35 milljónir króna vegna ferðar Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haítí. Ennfremur ákvað ríkisstjórnin að veita af ráðstöfunarfé sínu 15 milljónir króna til hjálpar- og uppbyggingarstarfs íslenskra félagasamtaka á Haítí og verður þeim úthlutað í samstarfi við félagasamtök. Auk þess hefur utanríkisráðuneytið veitt rúmum 22 milljónum króna til verkefna vegna björgunaraðgerðanna. Heildarframlag ríkissjóðs vegna jarðskjálftanna á Haítí er því orðið 81 milljón króna, en reiknað er með að 8,7 milljónir króna endurgreiðist úr almannavarnarsjóði Evrópusambandsins.

Fimmtán sagt upp á fréttastofu RÚV

Fimmtán starfsmönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins var sagt upp gær og í dag en það á meðal eru fréttamenn, tæknimenn og annað starfsfólk. Fyrir uppsagnirnar störfuðu rúmlega 100 starfsmenn á fréttastofunni og því fengu 15% starfsmanna þar uppsagnarbréf.

Meirihluti barna í Reykjavík ganga í skólann

Þrjú af hverjum fjórum grunnskólabörnum í Reykjavíka ganga í skólann sinn. Önnur eru keyrð, hjóla eða ferðast með öðrum hætti. Þetta kemur fram í viðamikilli könnun á leiðavali, öryggi og ferðamáta barna í skólann.

Útsendingar svæðisstöðva RÚV lagðar niður

Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Þremur starfsmönnum stofnunarinnar á Austurlandi hefur verið sagt upp og húsnæði RÚV á Egilsstöðum er til sölu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurgluggi.is

Leggja krans á tröppur Alþingishússins

Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir táknrænni athöfn við Alþingishúsið í dag klukkan fjögur. Þar mun Guðmundur Magnússon, formaður bandalagsins, leggja blómakrans á tröppur þinghússins. Guðmundur segir að niðurbrot velferðarkerfisins sé hafið og þá mótmælir hann þeirri áráttu stjórnvalda að byrja alltaf á lífeyrisþegum þegar að draga þurfi saman seglin.

Stoltur af íslensku sveitinni

Íslenska rústabjörgunarsveitin sem leitaði rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í síðustu viku komu til landsins um tvöleytið í nótt.

Bankarnir færa vinum húseignir á silfurfati

Formaður Húseigendafélagsins fullyrðir að bankarnir séu að færa vinum og vandamönnum húseignir sem þeir leysi til sín á silfurfati til að fegra bókhaldið. Ástandið sé jarðvegur fyrir mikla spillingu.

Lést af völdum sprengingar í Hveragerði

Ungi maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar rörasprengja sprakk í höndum hans í heimahúsi í Hveragerði á þriðjudagskvöldið, lést á gjörgæsludeild Landsspítalans í nótt. Hann komst aldrei til meðvitundar eftir slysið. Hann var 23 ára og búsettur í Hveragerði.

Gegn fátækt og félagslegri einangrun

Evrópuráðið og Evrópusambandið hófu í gær Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun undir yfirskriftinni „Stöðvum fátækt!“. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingarmálaráðherra, segir að íslensk stjórnvöld séu að fara að ráðast í gríðarlegt átak til að rjúfa einangrun og auka virkni þeirra sem glíma við langtímaatvinnuleysi.

Mörður: Páll segi af sér og skili jeppanum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar vill að Páll Magnússon segi af sér sem útvarpsstjóri. Hann gagnrýnir stjórn stofnunarinnar og tekur upp hanskann fyrir Vinstri græna og ályktun sem samþykkt var flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi þar sem þungum áhyggjum var lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

Hreyfingin: Mótmælendurnir voru að sinna skyldu sinni

Hreyfingin vill að Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, dragi til baka kærur gegn hópi fólks sem ruddist inn í Alþingishúsið í desember 2008. Hópurinn hafi einungis verið að sinna sjálfsagðri borgaralegri skyldu sinni.

Baráttufundurinn í Eyjum á YouTube

Upptökur af fjölmennum baráttufundi í Vestmannaeyjum í gærkvöld, sem boðaður var til að mótmæla fyrningarleið, álagi á útflutning ísfisks og afnámi sjómannaafsláttar, eru nú aðgengilegar á vefsvæðinu YouTube. Fundurinn var sendur út beint á vef Eyjafrétta í gær.

Rússar reiðast nýrri eldflaugaáætlun

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að hann skilji ekki ákvörðun Pólverja um að setja upp bandarískar Patriot loftvarnaeldflaugar í grennd við landamærin að Kalinigrad.

Háskólanemum fjölgar

Nemendur á framhalds- og háskólastigi og hafa aldrei verið fleiri hér á landi en haustið 2009. Í framhaldsskóla voru skráðir 29.698 nemendur og 19.008 í háskóla eða samtals 48.706. Skráðum nemendum hefur fjölgað um 3,0% frá fyrra ári sem er lítið eitt meiri fjölgun en árið áður. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofan hefur tekið saman og eru birtar á vef stofnunnarinnar.

RÚV hafnar aðdróttunum Vinstri grænna

Stjórn Ríkisútvarpsins harmar ályktun flokksráðs Vinstri grænna um síðustu helgi og „hafnar þeim aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV.“ Stjórnin telur ályktunina meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu.

Rústabjörgunarsveitin kom heim í nótt

Liðsmenn íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar komu heim til Íslands um tvöleytið í nótt. Sveitin hafði dvaldi í rúma viku við björgunarstörf á jarðskjálftasvæðinu á Haítí. Hún flaug með vél frá Iceland Express í fyrradag til Nassau á Bahamaeyjum en þar var gist í fyrrinótt. Þaðan var flogið til Halifax áður en sveitin sneri til Íslands.

Strangtrúaður gyðingur olli uppnámi í flugvél

Flugáætlun bandarískrar farþegavélar sem var á leið til Kentucky frá New York var breytt í gær og vélinni lent í Fíladelfíu þar sem óttast var um að hryðjuverkamaður væri um borð.

Tveir Frakkar sluppu með skrekkinn

Tveir franskir ferðamenn sluppu ótrúlega lítið meiddir, að mati lögreglu, þegar tengivagn aftan úr dráttarbíl, lenti á litlum fólksbíl þeirra á Grindavíkurvegi á móts við Seltjörn á áttunda tímanum í gærkvöldi.

50 metrar á sekúndu í snörpustu hviðunum

Björgunarsveitir Landsbjargar voru kallaðar út í gærkvöldi á svæðinu allt frá Landeyjum, vestur um Suðurnesin, höfuðborgarsvæðið um Borgarfjörð og allt vestur til Patreksfjarðar á Vestfjörðum. Þrátt fyrir fjölmörg viðfangsefni sveitanna vegna óveðursins, varð hvergi mikið tjón nema hvað hlaða fauk á sveitabæ í uppsveitum Árnessýslu.

Engin svör við þreifingum um viðræður

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, fagnar því að stjórn og stjórnarandstaða ræði um Icesave. Framsóknarflokkurinn hafi kallað eftir því í eitt og hálft ár. Hann segir liggja fyrir að undirbúa næstu skref verði Icesave hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu, líkt og allt bendi til. Forystumenn flokkanna héldu fund í gær um málið og sat Birkir hann í fjarveru formanns flokksins.

Málningarslettumaður tekinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók á föstudagskvöld karlmann, sem grunaður er um að hafa skvett rauðri málningu á hús í eigu fyrrverandi bankastjóra Kaupþings, Hreiðars Más Sigurðssonar, aðfaranótt þess sama föstudags.

Kosið á ný um stækkun álvers

Gildi undirskrifta um nýja kosningu um stækkun álvers í Straumsvík hefur verið staðfest og unnið er að undirbúningi kosningarinnar. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað á milli rekstraraðilans, Rio Tinto Alcan, og bæjarfélagsins, en formlegra svara er beðið, að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnarfirði. Hann segir mögulega verða kosið um málið samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

Viðbótarorkan komi úr Búðarhálsvirkjun

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja fyrri hluta endurbóta á álveri Rio Tinto Alcan í Straumsvík með það fyrir augum að nýta megi meira rafmagn en nú er gert. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næstu vikum. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir viðræður við Landsvirkjun um endurnýjun á raforkusamningi verksmiðjunnar, auk viðbótarorku fyrir straumhækkunarverkefnið, á lokastigi.

Lítill hópur hátekjufólks greiðir þriðjung

Aðeins 0,3 prósent af tekjum ríkisins af skatti á laun einstaklinga kemur frá fólki sem fellur í fyrsta skattþrepið í nýju þrepaskiptu skattkerfi sem innleitt var um áramót. Langsamlega stærstur hluti íslenskra launamanna fellur í annað skattþrepið. Þeir 11 þúsund einstaklingar sem falla í þriðja skattþrepið greiða samanlagt tæpan þriðjung af tekjuskatti einstaklinga.

Eyddu minnst tólf milljónum árið 2005

Þrír borgarfulltrúar, sem eru frambjóðendur Sjálfstæðisflokks í yfirstandandi prófkjöri til borgarstjórnar, skiluðu ekki upplýsingum um styrki vegna prófkjörs fyrir kosningar 2006, til Ríkisendurskoðunar fyrir síðustu áramót. Þeir hafa fallist á að segja blaðinu hver kostnaðurinn var.

Þarf í læknisskoðun aftur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, þarf að fara í læknisskoðun til að kanna hvort hann hafi náð sér af meiðslum þeim sem hann hlaut þegar maður réðst á hann í desember.

Staða mála Íslands óbreytt hjá AGS

„Staðan í málefnum Íslands er óbreytt," sagði Caroline Atkinson, framkvæmdastjóri ytri samskipta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á reglubundnum blaðamannafundi sjóðsins í gær, en þeir fara fram hálfsmánaðarlega.

Kröfur í bú Björgólfs 101 milljarður

Heildarfjárhæð lýstra krafna í þrotabú Björgólfs Guðmundssonar er rúmlega 101 milljarður króna. Langstærstur hluti þeirra, eða um 70 milljarðar, er frá Landsbankanum vegna persónulegra ábyrgða Björgólfs.

Hætta á útbreiðslu sjúkdóma á Haítí

Jarðýtur eru notaðar til að grafa þúsundir manna á dag í fjölda­gröfum sem teknar hafa verið í skyndi í hæðunum umhverfis Port-au-Prince, höfuðborg Haítí.

Sjá næstu 50 fréttir