Erlent

Strangtrúaður gyðingur olli uppnámi í flugvél

Bænabúnaðurinn kallast Tefillin á hebresku.
Bænabúnaðurinn kallast Tefillin á hebresku.

Flugáætlun bandarískrar farþegavélar sem var á leið til Kentucky frá New York var breytt í gær og vélinni lent í Fíladelfíu þar sem óttast var um að hryðjuverkamaður væri um borð.

Svo reyndist þó ekki vera því um var að ræða strangtrúaðan gyðing sem hóf að biðja í vélinni. Hann festi lítinn svartan kassa á höfuð sér og annan utan um handleggin en það mun vera hluti af trúarsiðum strangtrúaðra.

Farþegar og áhöfn töldu hinsvegar að um sprengju væri að ræða. Manninum tókst þó að koma fólki í skilning um hvað væri á seyði og var hann ekki handtekinn eftir lendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×