Erlent

Rússar reiðast nýrri eldflaugaáætlun

Óli Tynes skrifar
Patriot loftvarnaeldflaug.
Patriot loftvarnaeldflaug.

Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir að hann skilji ekki ákvörðun Pólverja um að setja upp bandarískar Patriot loftvarnaeldflaugar í grennd við landamærin að Kalinigrad.

Kalinigrad er rússneskur landskiki við Eystrasalt og liggur á milli Póllands og Litháens.

Pólska varnarmálaráðuneytið segir að átta skotpallar verði settir upp og mannaðir af um eitthundrað bandarískum hermönnum. Eldflaugarnar verði notaðar til þess að þjálfa pólska herinn í notkun þeirra.

Lavrov sagði að hann skildi ekki þörfina á því að láta eins og Pólverjar væru að vígbúast gegn Rússum.

Barack Obama tilkynnti á síðasta ári að hætt hefði verið við að setja upp eldflaugavarnakerfi í Póllandi til þess að berjast árásum frá útlagaríkjum eins og Íran og Norður-Kóreu.

Rússar höfðu ákaft mótmælt þeim áætlunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×