Fleiri fréttir Óttast ekki að ríkir flýi auðlegðarskattinn „Ég hef enga sérstaka áhyggjur af því að þetta fólk hugsi þannig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður hvort hann telji efnamiklir einstaklingar komi til með að flytja fjármuni sína úr landi eftir að svokallaður auðlegðarskattur verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. „Ég hef ekki mikla trú á því," sagði Steingrímur í Kastljósi fyrr í kvöld. 18.11.2009 20:20 Gambri og þýfi fundust við húsleitir Lögreglan á Hvolsvelli handtók fyrr í vikunni fimm einstaklinga af erlendum uppruna í tengslum við innbrot í bæjarfélaginu. Mikið magn þýfis, bruggtæki og töluvert magn af gambra fundust við húsleitir sem lögregla framkvæmdi í kjölfarið. Rannsókn málsins stendur enn yfir en tveir hafa viðurkennt innbrot. 18.11.2009 21:49 Ríkisstjórn veldur UVG gífurlegum vonbrigðum Stjórn Ungra vinstri grænna krefst þess að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar taki upp mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna og hætti nú þegar að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn UVG. 18.11.2009 20:53 Fyllti skóbotn af fíkniefnum á klósetti í héraðsdómi Fíkniefni fundust á fanga á Litla-Hrauni í gær eftir að hann kom úr Héraðsdómi Reykjaness. Talið líklegt að maðurinn hafi náð að fylla holan skóbotn, eða haft skóskipti, á salerni héraðsdóms en þar var saman komið fjölmenni í gær. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 18.11.2009 20:01 Steingrímur í mestum takti við þjóðina Séu ræður alþingismanna bornar saman við umræður á Þjóðfundinum sem fram fór um helgina virðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í mestum tengslum við umræður almennings. Kristján Möller samgönguráðherra er hins vegar í minnstum takti. Þetta var meðal þeirra niðurstaðna sem aðstandendur fyrirtækisins CLARA komust að eftir að þeir létu búnaðinn vinna úr gögnum þjóðfundarins og svo ræðum alþingsmanns síðastliðinn mánuðinn. Rímuðu ræður Steingríms hvað oftast við það sem fram kom á fundinum. 18.11.2009 19:25 Undirboð bankanna Ríkisbankarnir undirbjóða leigumarkaðinn í skjóli eignarhaldsfélaga sinna, segir framkvæmdastjóri fasteignafélags. Með þessum vinnubrögðum verði gert útaf við þau fyrirtæki sem eftir eru á einkamarkaði. 18.11.2009 19:20 Koss dauðans Timothy Geithner, núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kallaði aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins "koss dauðans" í samtali við Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, nokkru áður en ríkisstjórn Íslands ákvað að leita á náðir sjóðsins. 18.11.2009 19:14 Nýr auðlegðarskattur Nýr skattur, svo kallaður auðlegðarskattur, verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. Á móti verður hætt við lækkun barna- og vaxtabóta á næsta ári. Innheimta tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði 38 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. 18.11.2009 19:07 Nýtt skattkerfi jafnar byrðum Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent. 18.11.2009 18:54 Eigandinn segir lögreglu hafa sýnt snör viðbrögð Óléttri starfsstúlku skargripaverslunar á Laugavegi var ógnað með sprautunál rétt áður en hún var spörkuð niður í dag. Þjófurinn hljóp á brott með tæplega 400 þúsund króna úr, en náðist skömmu síðar. 18.11.2009 18:43 Samstarf um betri miðborg Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson formaður félagsins Miðborgin okkar, undirrituðu í dag samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar. 18.11.2009 17:18 Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. 18.11.2009 17:12 Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við „Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það. 18.11.2009 16:32 Úraþjófur sparkaði í kvið ófrískrar konu Karlmaður réðst inn í verslunina Jón Sigmundsson á Laugavegi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn sparkaði í kvið á barnshafandi starfsstúlku í versluninni og hrifsaði úr að andvirði 400 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn um 15 mínútum seinna, en frekari fregnir hafa ekki borist. 18.11.2009 16:17 Eldri og lengri en Þingvallahringurinn Eins og Íslendingar reyna að draga erlenda gesti sína Þingvallahringinn bjóða Kínverjar gjarnan sínum gestum að skoða múrinn mikla. 18.11.2009 16:11 Kúba á bökkum Missisippi Barack Obama hefur ekki enn tekist að efna það kosningaloforð sitt að loka fangabúðunum í Guantanamo flóa á Kúbu. 18.11.2009 15:58 Nýr auðlegðarskattur lagður á eignir umfram 90 milljónir Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 15% í 18% samkvæmt tillögum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi nú síðdegis. 18.11.2009 15:33 -Víst hitti ég hann Bréf sem Abraham Lincoln skrifaði skóladreng fyrir nær eitthundrað og fimmtíu árum verður selt á uppboði í Fíladalfíu á næstunni. 18.11.2009 15:25 Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. 18.11.2009 15:18 Grýtt í hel fyrir framhjáhald Tuttugu og níu ára gömul sómölsk kona var í gær grýtt í hel fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Hundruð manna fylgdust með aftökunni í þorpinu Eelbon í suðurhluta landsins. 18.11.2009 15:02 Eldsúr sælgætisvökvi skaðaði fimm ára stúlku Ungri stúlku voru í dag dæmdar skaðabætur upp á rúmar þrjár milljónir króna, en árið 2003 keypti hún sælgæti sem sköðuðu á henni lungun. Tímamótadómur segir lögfræðingur stúlkunnar. 18.11.2009 14:57 Obama hryllir við áætlunum Ísraela Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið grænt ljós á bygginu níuhundruð fjögurra til fimm herbergja íbúðir í Gilo hverfinu í Jerúsalem, á Vesturbakkanum. 18.11.2009 14:45 Refaveiðar í lögum allt frá 13. öld Hörð mótmæli berast nú af landsbyggðinni vegna áforma umhverfisráðherra að hætta að styrkja refaveiðar. Æðarbændur benda á að ákvæði um fækkun refa hafi verið í lögum frá 13. öld og Dalamenn vilja að ríkið ráði sérstakar refaskyttur til starfa. 18.11.2009 14:44 Forseti Alþingis í Albaníu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Albaníu í boði Jozefinu Topalli, forseta albanska þingsins. Heimsókn Ástu hófst í dag og lýkur á sunnudag. 18.11.2009 14:24 Pláss fyrir Þórshöfn, Raufarhöfn og Svalbarðseyri + 5 Ef alla íbúa Þórshafnar, Raufarhafnar og Svalbarðseyrar langði að skreppa til Réunion eyjar á Indlandshafi myndu þeir væntanlega fljúga með Airbus 380 þotu flugfélagsins Air Austral. 18.11.2009 14:04 Nágranninn mætti með haglabyssu Íbúi í kjallara mannsins sem varð fyrir árás byssumanns aðfaranótt sunnudags, mætti sjálfur á vettvang með haglabyssu þegar hann varð var við lætin á efri hæðinni. Árásarmaðurinn var þá á bak og burt. 18.11.2009 13:53 Össur: Icesave samþykkt í næstu viku Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er sannfærður um að Alþingi muni samþykkja Icesave frumvarpið í næstu viku. 18.11.2009 13:46 Húnabjörgin aðstoðaði áhöfn aflvana báts Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, var kallað út klukkan korter í ellefu í morgun vegna aflvana báts, 2 sjómílur suðvestur af Skagaströnd. Um 21 metra langan aftubyggðan trébát var að ræða sem hafði fengið snurvoð í skrúfuna. Þrír menn voru um borð. 18.11.2009 13:42 Söfnunarátaki fyrir krabbameinssjúk börn lauk í dag Söfnunarátakinu „Á allra vörum“ lauk í dag þegar söfnunarféð að upphæð 53 milljónir króna var afhent forsvarsmönnum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 18.11.2009 13:34 Sjálfstæðismenn lögðu fram frumvarp um breytingar á skattakerfinu Frumvarp allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að skattleggja séreignasparnað í vörslu lífeyrissjóða og skattleggja innborganir í séreignarsjóði í stað skattlagningar á útgreiðslur. 18.11.2009 12:27 Varnarmálastofnun keypti dráttarvél án útboðs Varnarmálastofnun keypti dráttarvél á 15 milljónir króna í desember á síðasta ári, án undangengis útboðs. Utanríkisráðuneytið bað ríkisendurskoðun að kanna opinber innkaup stofnunarinnar. 18.11.2009 12:24 Skattatillögurnar kynntar í dag Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til aukafundar í morgun til að fara yfir skattatillögur ríkisstjórnarinnar, sem verða kynntar klukkan þrjú í dag í Þjóðminjasafninu. 18.11.2009 12:03 Bannað að reykja heima hjá sér Þótt reykingar hafi lengi verið bannaðar á öllum opinberum stöðum í Bandaríkjunum hefur fólk þó ráðið því hvað það gerir inni á heimilum sínum. Ekki lengur. 18.11.2009 11:37 Sérsveitin kölluð út vegna síbrotamanns Fíkniefni fundust við húsleitir í tveimur íbúðum í sama húsi í miðborg Reykjavíkur í gær. 18.11.2009 11:17 Reykjavíkurborg gerist aðili að Græna stafræna sáttmálanum Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gær tillögu, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutti, um að Reykjavíkurborg gerist aðili að „Græna stafræna sáttmálanum" um vistvæna upplýsingatækni á næsta aðalfundi Eurocities-samtakanna í Stokkhólmi. 18.11.2009 10:50 Jólasveinar vilja forgang að svínaflensusprautum Samtök jólasveina í Bandaríkjunum hafa farið framá að þeir verði settir í forgangshóp í bólusetningum við svínaflensunni. 18.11.2009 10:40 Lufthansa fellur frá kaupum á SAS Þýska flugfélagið Lufthansa hefur fallið frá öllum hugmyndum um að kaupa skandinaviska SAS flugfélagið. 18.11.2009 10:21 Lögreglukórinn fagnar afmæli sínu með tónleikum Lögreglukór Reykjavíkur ætlar að blása til tónleika í Laugarneskirkju næstkomandi laugardag til að fagna 75 ára afmæli kórsins. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri og kórfélagi, segir að kórinn hafi verið stofnaður í mars 1934 en ekki hafi gefist tími til að halda upp á afmælið fyrr vegna annríkis fyrr á árinu. Nú standi hins vegar til að halda tónleika þar sem kórinn ætli að flytja sýnishorn af dagskránni undanfarin ár. 18.11.2009 10:07 Hjúkrunarfræðingar fagna 90 ára afmæli félags síns Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 90 ára gamalt í dag. Félagið var stofnað þann 18. nóvember 1919 og nefndist þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. 18.11.2009 09:26 Vélréttindi - ný fræðigrein innan lögfræðinnar Samfélög heimsins þurfa fyrr en síðar að ákveða hvaða mannréttindi þau hyggjast veita vélmennum að mati lögfræðings við háskólann í San Diego. 18.11.2009 08:55 Telur ástæðu til að óttast um öryggi erfðagagna Ástæða er til að óttast um öryggi þeirra viðkvæmu erfðafræðilegu gagna sem Íslensk erfðagreining hefur safnað og haft í sínum vörslum nú þegar sala fyrirtækisins stendur fyrir dyrum. 18.11.2009 08:51 SÁÁ skorar á þingmenn að hafna niðurskurði Stjórn SÁÁ hefur afhent þingmönnum í fjárlaganefnd áskorun um að standa vörð um hagsmuni veikra alkóhólista og aðstandenda þeirra og hafna tillögum heilbrigðisráðuneytisins um niðurskurð á framlögum til sjúkrahússrekstur SÁÁ. 18.11.2009 07:31 Sjálfsmorð aldrei fleiri í Bandaríkjaher Sjálfsmorð hafa aldrei verið fleiri meðal bandarískra hermanna en í ár og er fjöldi tilfella kominn í 211 en þau urðu alls 197 árið 2008 sem einnig var metár. 18.11.2009 07:16 Bandarískir auðmenn játa skattsvik Tæplega 15.000 bandarískir auðmenn hafa gefið sig fram og játað að hafa notað erlend skattaskjól til skattsvika. Játningarnar eru til komnar vegna aukinnar áherslu bandarískra skattyfirvalda á rannsókn slíkra mála og loforðs þeirra um að þeir, sem gefi sig fram innan ákveðinna tímamarka, hljóti vægari refsingu en lög gera ráð fyrir. 18.11.2009 07:14 Innbrot í söluturn í Grindavík Brotist var inn í söluturn í Grindavík í nótt. Þjófurinn komst á brott með peninga úr sjóðsvél og eitthvað af sígarettum. Lögregla telur sig þó hafa sterkar vísbendingar um um hver hafi verið að verki. 18.11.2009 07:10 Sjá næstu 50 fréttir
Óttast ekki að ríkir flýi auðlegðarskattinn „Ég hef enga sérstaka áhyggjur af því að þetta fólk hugsi þannig,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, aðspurður hvort hann telji efnamiklir einstaklingar komi til með að flytja fjármuni sína úr landi eftir að svokallaður auðlegðarskattur verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. „Ég hef ekki mikla trú á því," sagði Steingrímur í Kastljósi fyrr í kvöld. 18.11.2009 20:20
Gambri og þýfi fundust við húsleitir Lögreglan á Hvolsvelli handtók fyrr í vikunni fimm einstaklinga af erlendum uppruna í tengslum við innbrot í bæjarfélaginu. Mikið magn þýfis, bruggtæki og töluvert magn af gambra fundust við húsleitir sem lögregla framkvæmdi í kjölfarið. Rannsókn málsins stendur enn yfir en tveir hafa viðurkennt innbrot. 18.11.2009 21:49
Ríkisstjórn veldur UVG gífurlegum vonbrigðum Stjórn Ungra vinstri grænna krefst þess að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar taki upp mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna og hætti nú þegar að beita fyrir sig Dyflinarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn UVG. 18.11.2009 20:53
Fyllti skóbotn af fíkniefnum á klósetti í héraðsdómi Fíkniefni fundust á fanga á Litla-Hrauni í gær eftir að hann kom úr Héraðsdómi Reykjaness. Talið líklegt að maðurinn hafi náð að fylla holan skóbotn, eða haft skóskipti, á salerni héraðsdóms en þar var saman komið fjölmenni í gær. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 18.11.2009 20:01
Steingrímur í mestum takti við þjóðina Séu ræður alþingismanna bornar saman við umræður á Þjóðfundinum sem fram fór um helgina virðist Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í mestum tengslum við umræður almennings. Kristján Möller samgönguráðherra er hins vegar í minnstum takti. Þetta var meðal þeirra niðurstaðna sem aðstandendur fyrirtækisins CLARA komust að eftir að þeir létu búnaðinn vinna úr gögnum þjóðfundarins og svo ræðum alþingsmanns síðastliðinn mánuðinn. Rímuðu ræður Steingríms hvað oftast við það sem fram kom á fundinum. 18.11.2009 19:25
Undirboð bankanna Ríkisbankarnir undirbjóða leigumarkaðinn í skjóli eignarhaldsfélaga sinna, segir framkvæmdastjóri fasteignafélags. Með þessum vinnubrögðum verði gert útaf við þau fyrirtæki sem eftir eru á einkamarkaði. 18.11.2009 19:20
Koss dauðans Timothy Geithner, núverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, kallaði aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins "koss dauðans" í samtali við Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, nokkru áður en ríkisstjórn Íslands ákvað að leita á náðir sjóðsins. 18.11.2009 19:14
Nýr auðlegðarskattur Nýr skattur, svo kallaður auðlegðarskattur, verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. Á móti verður hætt við lækkun barna- og vaxtabóta á næsta ári. Innheimta tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði 38 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. 18.11.2009 19:07
Nýtt skattkerfi jafnar byrðum Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent. 18.11.2009 18:54
Eigandinn segir lögreglu hafa sýnt snör viðbrögð Óléttri starfsstúlku skargripaverslunar á Laugavegi var ógnað með sprautunál rétt áður en hún var spörkuð niður í dag. Þjófurinn hljóp á brott með tæplega 400 þúsund króna úr, en náðist skömmu síðar. 18.11.2009 18:43
Samstarf um betri miðborg Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Magnús G. Friðgeirsson formaður félagsins Miðborgin okkar, undirrituðu í dag samstarfssamning sem stuðla á að eflingu miðborgarinnar. 18.11.2009 17:18
Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. 18.11.2009 17:12
Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við „Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það. 18.11.2009 16:32
Úraþjófur sparkaði í kvið ófrískrar konu Karlmaður réðst inn í verslunina Jón Sigmundsson á Laugavegi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Maðurinn sparkaði í kvið á barnshafandi starfsstúlku í versluninni og hrifsaði úr að andvirði 400 þúsund krónur. Maðurinn var handtekinn um 15 mínútum seinna, en frekari fregnir hafa ekki borist. 18.11.2009 16:17
Eldri og lengri en Þingvallahringurinn Eins og Íslendingar reyna að draga erlenda gesti sína Þingvallahringinn bjóða Kínverjar gjarnan sínum gestum að skoða múrinn mikla. 18.11.2009 16:11
Kúba á bökkum Missisippi Barack Obama hefur ekki enn tekist að efna það kosningaloforð sitt að loka fangabúðunum í Guantanamo flóa á Kúbu. 18.11.2009 15:58
Nýr auðlegðarskattur lagður á eignir umfram 90 milljónir Fjármagnstekjuskattur hækkar úr 15% í 18% samkvæmt tillögum sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu á blaðamannafundi nú síðdegis. 18.11.2009 15:33
-Víst hitti ég hann Bréf sem Abraham Lincoln skrifaði skóladreng fyrir nær eitthundrað og fimmtíu árum verður selt á uppboði í Fíladalfíu á næstunni. 18.11.2009 15:25
Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag. 18.11.2009 15:18
Grýtt í hel fyrir framhjáhald Tuttugu og níu ára gömul sómölsk kona var í gær grýtt í hel fyrir að vera eiginmanni sínum ótrú. Hundruð manna fylgdust með aftökunni í þorpinu Eelbon í suðurhluta landsins. 18.11.2009 15:02
Eldsúr sælgætisvökvi skaðaði fimm ára stúlku Ungri stúlku voru í dag dæmdar skaðabætur upp á rúmar þrjár milljónir króna, en árið 2003 keypti hún sælgæti sem sköðuðu á henni lungun. Tímamótadómur segir lögfræðingur stúlkunnar. 18.11.2009 14:57
Obama hryllir við áætlunum Ísraela Ríkisstjórn Ísraels hefur gefið grænt ljós á bygginu níuhundruð fjögurra til fimm herbergja íbúðir í Gilo hverfinu í Jerúsalem, á Vesturbakkanum. 18.11.2009 14:45
Refaveiðar í lögum allt frá 13. öld Hörð mótmæli berast nú af landsbyggðinni vegna áforma umhverfisráðherra að hætta að styrkja refaveiðar. Æðarbændur benda á að ákvæði um fækkun refa hafi verið í lögum frá 13. öld og Dalamenn vilja að ríkið ráði sérstakar refaskyttur til starfa. 18.11.2009 14:44
Forseti Alþingis í Albaníu Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Albaníu í boði Jozefinu Topalli, forseta albanska þingsins. Heimsókn Ástu hófst í dag og lýkur á sunnudag. 18.11.2009 14:24
Pláss fyrir Þórshöfn, Raufarhöfn og Svalbarðseyri + 5 Ef alla íbúa Þórshafnar, Raufarhafnar og Svalbarðseyrar langði að skreppa til Réunion eyjar á Indlandshafi myndu þeir væntanlega fljúga með Airbus 380 þotu flugfélagsins Air Austral. 18.11.2009 14:04
Nágranninn mætti með haglabyssu Íbúi í kjallara mannsins sem varð fyrir árás byssumanns aðfaranótt sunnudags, mætti sjálfur á vettvang með haglabyssu þegar hann varð var við lætin á efri hæðinni. Árásarmaðurinn var þá á bak og burt. 18.11.2009 13:53
Össur: Icesave samþykkt í næstu viku Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er sannfærður um að Alþingi muni samþykkja Icesave frumvarpið í næstu viku. 18.11.2009 13:46
Húnabjörgin aðstoðaði áhöfn aflvana báts Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, var kallað út klukkan korter í ellefu í morgun vegna aflvana báts, 2 sjómílur suðvestur af Skagaströnd. Um 21 metra langan aftubyggðan trébát var að ræða sem hafði fengið snurvoð í skrúfuna. Þrír menn voru um borð. 18.11.2009 13:42
Söfnunarátaki fyrir krabbameinssjúk börn lauk í dag Söfnunarátakinu „Á allra vörum“ lauk í dag þegar söfnunarféð að upphæð 53 milljónir króna var afhent forsvarsmönnum Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. 18.11.2009 13:34
Sjálfstæðismenn lögðu fram frumvarp um breytingar á skattakerfinu Frumvarp allra þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að skattleggja séreignasparnað í vörslu lífeyrissjóða og skattleggja innborganir í séreignarsjóði í stað skattlagningar á útgreiðslur. 18.11.2009 12:27
Varnarmálastofnun keypti dráttarvél án útboðs Varnarmálastofnun keypti dráttarvél á 15 milljónir króna í desember á síðasta ári, án undangengis útboðs. Utanríkisráðuneytið bað ríkisendurskoðun að kanna opinber innkaup stofnunarinnar. 18.11.2009 12:24
Skattatillögurnar kynntar í dag Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til aukafundar í morgun til að fara yfir skattatillögur ríkisstjórnarinnar, sem verða kynntar klukkan þrjú í dag í Þjóðminjasafninu. 18.11.2009 12:03
Bannað að reykja heima hjá sér Þótt reykingar hafi lengi verið bannaðar á öllum opinberum stöðum í Bandaríkjunum hefur fólk þó ráðið því hvað það gerir inni á heimilum sínum. Ekki lengur. 18.11.2009 11:37
Sérsveitin kölluð út vegna síbrotamanns Fíkniefni fundust við húsleitir í tveimur íbúðum í sama húsi í miðborg Reykjavíkur í gær. 18.11.2009 11:17
Reykjavíkurborg gerist aðili að Græna stafræna sáttmálanum Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gær tillögu, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutti, um að Reykjavíkurborg gerist aðili að „Græna stafræna sáttmálanum" um vistvæna upplýsingatækni á næsta aðalfundi Eurocities-samtakanna í Stokkhólmi. 18.11.2009 10:50
Jólasveinar vilja forgang að svínaflensusprautum Samtök jólasveina í Bandaríkjunum hafa farið framá að þeir verði settir í forgangshóp í bólusetningum við svínaflensunni. 18.11.2009 10:40
Lufthansa fellur frá kaupum á SAS Þýska flugfélagið Lufthansa hefur fallið frá öllum hugmyndum um að kaupa skandinaviska SAS flugfélagið. 18.11.2009 10:21
Lögreglukórinn fagnar afmæli sínu með tónleikum Lögreglukór Reykjavíkur ætlar að blása til tónleika í Laugarneskirkju næstkomandi laugardag til að fagna 75 ára afmæli kórsins. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri og kórfélagi, segir að kórinn hafi verið stofnaður í mars 1934 en ekki hafi gefist tími til að halda upp á afmælið fyrr vegna annríkis fyrr á árinu. Nú standi hins vegar til að halda tónleika þar sem kórinn ætli að flytja sýnishorn af dagskránni undanfarin ár. 18.11.2009 10:07
Hjúkrunarfræðingar fagna 90 ára afmæli félags síns Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er 90 ára gamalt í dag. Félagið var stofnað þann 18. nóvember 1919 og nefndist þá Félag íslenskra hjúkrunarkvenna. 18.11.2009 09:26
Vélréttindi - ný fræðigrein innan lögfræðinnar Samfélög heimsins þurfa fyrr en síðar að ákveða hvaða mannréttindi þau hyggjast veita vélmennum að mati lögfræðings við háskólann í San Diego. 18.11.2009 08:55
Telur ástæðu til að óttast um öryggi erfðagagna Ástæða er til að óttast um öryggi þeirra viðkvæmu erfðafræðilegu gagna sem Íslensk erfðagreining hefur safnað og haft í sínum vörslum nú þegar sala fyrirtækisins stendur fyrir dyrum. 18.11.2009 08:51
SÁÁ skorar á þingmenn að hafna niðurskurði Stjórn SÁÁ hefur afhent þingmönnum í fjárlaganefnd áskorun um að standa vörð um hagsmuni veikra alkóhólista og aðstandenda þeirra og hafna tillögum heilbrigðisráðuneytisins um niðurskurð á framlögum til sjúkrahússrekstur SÁÁ. 18.11.2009 07:31
Sjálfsmorð aldrei fleiri í Bandaríkjaher Sjálfsmorð hafa aldrei verið fleiri meðal bandarískra hermanna en í ár og er fjöldi tilfella kominn í 211 en þau urðu alls 197 árið 2008 sem einnig var metár. 18.11.2009 07:16
Bandarískir auðmenn játa skattsvik Tæplega 15.000 bandarískir auðmenn hafa gefið sig fram og játað að hafa notað erlend skattaskjól til skattsvika. Játningarnar eru til komnar vegna aukinnar áherslu bandarískra skattyfirvalda á rannsókn slíkra mála og loforðs þeirra um að þeir, sem gefi sig fram innan ákveðinna tímamarka, hljóti vægari refsingu en lög gera ráð fyrir. 18.11.2009 07:14
Innbrot í söluturn í Grindavík Brotist var inn í söluturn í Grindavík í nótt. Þjófurinn komst á brott með peninga úr sjóðsvél og eitthvað af sígarettum. Lögregla telur sig þó hafa sterkar vísbendingar um um hver hafi verið að verki. 18.11.2009 07:10