Innlent

Reykjavíkurborg gerist aðili að Græna stafræna sáttmálanum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir sáttmálann ekki fela í sér fjárhagslegar kvaðir. Mynd/ Vilhelm.
Hanna Birna Kristjánsdóttir segir sáttmálann ekki fela í sér fjárhagslegar kvaðir. Mynd/ Vilhelm.
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í gær tillögu, sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri flutti, um að Reykjavíkurborg gerist aðili að „Græna stafræna sáttmálanum" um vistvæna upplýsingatækni á næsta aðalfundi Eurocities-samtakanna í Stokkhólmi.

Í tilkynningu frá borgarstjóra segir hún sáttmálann ekki fela í sér fjárhagslegar kvaðir heldur hvatningu til borga um að deila með sér þekkingu og reynslu á sviði vistvænnar upplýsingatækni. „Með rafrænni þjónustu getum við tekið fleiri græn skref í átt að orkusparandi aðgerðum. Með þessu móti er bæði hægt að minnka pappírsnotkun og draga úr akstri til og frá opinberum stofnunum. Í því felst mikill sparnaður," segir Hanna Birna.

Eurocities Knowledge Society Forum hefur haft forystu innan Eurocities-samtakanna um að ryðja brautina fyrir grænni vistvænni tækni og vekja athygli borgarstjórna á mikilvægu hlutverki upplýsingatækni í því skyni að stuðla að umhverfisvernd í borgarumhverfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×