Innlent

Undirboð bankanna

Jón Þór Hjaltason.
Jón Þór Hjaltason.
Ríkisbankarnir undirbjóða leigumarkaðinn í skjóli eignarhaldsfélaga sinna, segir framkvæmdastjóri fasteignafélags. Með þessum vinnubrögðum verði gert útaf við þau fyrirtæki sem eftir eru á einkamarkaði.

Landfestar gerðu nýlega samning við Maritech um leigu á stóru húsnæði í Borgartúninu. Maritech var áður í viðskiptum hjá öðru eignarhaldsfélagi. Jón Þór Hjaltason, framkvæmdastjóri þess félags, segist hafa verið nálægt því að klára nýjan leigusamning við Maritech þegar Landfestar komu til sögunnar.

Jón Þór segir að með þessum vinnubrögðum verði gert útaf við þau fyrirtæki sem enn lifi og hafa ekki verið tekin yfir af bönkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×