Innlent

Nýr auðlegðarskattur

Nýr skattur, svo kallaður auðlegðarskattur, verður lagður á nettóeignir umfram 90 milljónir. Á móti verður hætt við lækkun barna- og vaxtabóta á næsta ári. Innheimta tekjuskatts einstaklinga á að skila ríkissjóði 38 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári.

Tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga á þessu ári var 107 milljarðar króna en verða 143,5 milljarðar á næsta ári. Nýr skattur, auðlegðarskattur verður lagður á tímabundið í þrjú ár. Hann verður 1,25 prósent og leggst á hreina eign einstaklings umfram 90 milljónir og 120 milljónir hjá hjónum.

Fjármálaráðherra segir þennan skatt lagðan á til að þeir sem högnuðust hvað mest á eignabólunni skili einhverju aftur til þjóðfélagsins. Reiknað er með að þessi skattur fari til hækkunar vaxtabóta upp á 2,2 milljarða og standi undir því að hætt verði við að lækka barnabætur um milljarð eins og til stóð. Fjármálaráðherra segir að nýtt þriggja þrepa tekjuskattskerfi auki jöfnuð í skattkerfinu.

„Við skulum átta okkur á því þegar við tökum kúrfuna yfir prósentuna af heildarlaunum þá er langstærsti launamanna að borga 15-25% af sínum heildarlaunum í skatt. Það fara engir upp fyrir 40% af heildarlaunum í skatt fyrr en þeir eru komnir með yfir 30 milljónir í fjölskyldutekjur," segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að þótt skattar aukist verulega telji ríkisstjórnin að verið sé að jafna byrðum meira en verið hafi í skattkerfinu hingað til.

„Sérstaðan frá gamla kerfinu er sú að þetta bætir mjög stöðu þeirra lægst launuðu og færir byrðar til þeirra sem var hlíft í gamla skattkerfinu hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum," segir Jóhanna.

Ríkisstjórnin telur að verðlagsáhrif skattbreytinganna í heild sinni verði um 0.8 prósent á næsta ári.




Tengdar fréttir

Segir mikilvægara að auka tekjur en að skera niður

Innan BSRB og Starfsmannafélags ríkisins hafa menn verið tiltölulega jákvæðir út í þá hugmyndafræði unnið er eftir í tillögum um skattabreytingarnar sem ríkisstjórnin kynnti í dag, að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR.

Vilhjálmur: Í takt við það sem búist var við

„Þetta er svona í takt við það sem maður hafði búist við en ekki allt sem maður hefði skrifað upp á," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um skattatillögur ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa heyrt af tillögunum í fréttum en ekki kynnt sér þær umfram það.

Tekjuskattur á millitekjufólk hækkar

Ríkisstjórnin hyggst taka upp þriggja þrepa skattkerfi. Frá þessu greindu Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi sem hófst klukkan þrjú í dag.

Samtök ferðaþjónustunnar ósátt með skattahækkanir

Ferðaþjónustufyrirtækin hafa fyrir löngu gert samninga um verð fyrir árið 2010. Þess vegna er ótækt að hækka skatta á þau fyrirvaralaust, að mati Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar í dag verða alsverðar hækkanir á sköttum og gjöldum í ferðaþjónustu.

Nýtt skattkerfi jafnar byrðum

Einstaklingar með tekjur undir 270 þúsund á mánuði og hjón undir 540 þúsundum munu greiða lægri tekjuskatt á næsta ári samkvæmt þriggja þrepa skattkerfi sem tekið verður upp á næsta ári. Hámarks heildarskattheimta verður 40 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×