Innlent

Húnabjörgin aðstoðaði áhöfn aflvana báts

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húnabjörgin.
Húnabjörgin.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Húnabjörg á Skagaströnd, var kallað út klukkan korter í ellefu í morgun vegna aflvana báts, 2 sjómílur suðvestur af Skagaströnd. Um 21 metra langan aftubyggðan trébát var að ræða sem hafði fengið snurvoð í skrúfuna. Þrír menn voru um borð.

Húnabjörgin fór úr höfn 12 mínútum eftir að útkall barst og kom að bátnum 10-15 mínútum síðar. Hinn aflvana bátur var dreginn til hafnar á Skagaströnd. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu var ágætis veður á svæðinu og því ekki talin mikil hætta á ferðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×