Fleiri fréttir

Óttast að þau verði myrt innan viku

Bresku hjónin, sem var rænt af sómölskum sjóræningjum í Indlandshafi í síðasta mánuði, óttast að þau verði myrt innan viku ef bresk stjórnvöld opna ekki á samningaviðræður við ræningja þeirra.

Tíkin að jafna sig

Tíkin sem fannst urðuð við Vesturvör í Kópavogi í gær er á batavegi, samkvæmt upplýsingum frá Dýraspítalanum í Víðidal. Komið var með tíkina eftir að hún hafði verið urðuð lifandi, en hún hafði hlaupist á brott frá eigandanum í fyrrakvöld.

Vandséð að komast hjá þjónustuskerðingu á Landspítala

Gert er ráð fyrir að fjárveitingar til Landspítala háskólasjúkrahúss verði skertar um 9 prósent á næsta ári eða um þrjá milljarða króna. Læknaráð spítalans segir í ályktun vegna málsins að vandséð verði að komast hjá verulega skertri þjónustu og uppsögnum á Landspítalanum.

Bíll lögreglustjórans og sóknarprestsins fundinn

Bíll í eigu lögreglustjórans á Suðurnesjum og sóknarprestsins í Keflavík, sem stolið var í fyrradag, fannst í Breiðholti í Reykjavík í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en þjófurinn virðist hafa komist yfir bílllyklana þegar hann braust inn í Keflavíkurkirkju. Bíllinn, af gerðinni Volvo S60, var færður í nótt til Keflavíkur og er nú til rannsóknar á lögreglustöðinni þar. Hann virðist óskemmdur og ekki er að sjá að neinu hafi verið stolið úr honum.

Hundur urðaður lifandi

Hundur sem týndist frá Kársnesbraut í fyrrakvöld fannst urðaður lifandi á Vesturvör í Kópavogi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kópavogi hafði gangandi vegfarandi fundið hundinn og komið honum undan því fargi sem lá ofan á honum.

Á slysadeild eftir eld í Miðtúni

Einn var fluttur á slysadeild með grun um reykeitrun eftir að kveiknaði í kjallaraíbúð í Miðtúni í Reykjavík í gærkvöldi. Töluverður eldur varð í íbúðinni og er hún óíbúðarhæf vegna reykskemmda. Tveir íbúar þurftu að fá gistingu annarsstaðar.

Leika Óðinn til gleðinnar

Háskólakórinn og Sinfóníuhljómsveit unga fólksins munu flytja saman Óðinn til gleðinnar, sem er 9. sinfónía Beethovens, í Langholtskirkju í dag klukkan 17. Fram kemur í fréttatilkynningu vegna tónleikanna að þetta sé í fyrsta sinn sem að æskufólk flytji þetta verk og að það sé flutt í tilefni þess að 20 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins.

Ísraelskt skip til liðs við NATO

Atlantshafsbandalagið hyggst styrkja tengslin við Ísrael með því að bjóða ísraelska hernum að senda herskip til liðs við herflota NATO.

Fúsk og furðuleg umhverfisstefna

Umhverfisstefna stjórnvalda virðist miða að því að takmarka nýtingu á þeim auðlindum sem nóg er af en ganga á þær sem eru takmarkaðar. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann ritaði í gær grein á vef samtakanna þar sem farið var yfir fyrirhugaðar breytingar í skattheimtu.

Vísbendingar eru um sterkan þorskárgang

Niðurstöður haustralls Hafrannsóknastofnunarinnar gefa vísbendingar um að 2008-árgangurinn í þorski sé sterkur. Þetta kom fram í haustrallinu, sem er mikilvægur þáttur í árlegri úttekt Hafró á ástandi nytjastofna við landið sem lýkur í júní ár hvert.

Styrmir ræðir um viðreisnina

Í tilefni af áttatíu ára afmælis Sjálfstæðisflokksins og þess að fimmtíu ár eru frá myndun Viðreisnarstjórnarinnar efna Sjálfstæðisflokkurinn og málfundafélagið Óðinn til viðburða í Valhöll um helgina.

Flóðavarnir stóðust ekki gríðarlegt álag

„Bílarnir flutu niður götuna. Það verður langt þangað til Cockermouth jafnar sig eftir þetta,“ sagði Michael Dunn, knæpueigandi í bænum Cockermouth á Englandi. „Þetta hefur lagt bæinn í rúst.“

Erfitt á síldinni í Breiðafirði

„Aðstæðurnar eru vægast sagt skelfilegar. Hér er stöðug bræla, vindur stendur á land og síldin er alveg uppi í landsteinum. Við erum í Kiðeyjar­sundi um hálfa skipslengd frá eyjunni og þrátt fyrir þokkalegar lóðningar af og til er ákaflega erfitt að athafna sig“, segir Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á Ingunni AK, í viðtali á heimasíðu HB Granda í gær.

Fær langþráð lán frá Evrópu

Fulltrúar Orkuveitunnar og Evrópska fjárfestingabankans undirrituðu í gær samning um fjármögnun framkvæmda á Hengilssvæðinu, um það bil ári á eftir áætlun.

Opinberum störfum fjölgaði um þriðjung

Samtals 37.400 störf eru hjá hinu opinbera; átján þúsund hjá ríkinu og 19.400 hjá sveitarfélögum. Störfunum hefur fjölgað um um það bil þrjátíu prósent á níu árum.

Færa þarf stjórnarskrána í nútímahorf

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, telur það vera forgangsmál að færa stjórnarskrá Íslands til nútímahorfs. Þetta kemur fram í viðtali við Vigdísi og Pál Valsson, ævisöguritara hennar, í helgarviðtali.

Er skráð með eitt risastórt verkefni

„Það var mikið að gera í vikunni en verkefnið var stórt,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún fékk fyrstu Athafnateygjuna afhenta við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar á mánudag. Eitt verk er skráð á hana á netsíðunni athafnateygjan.is.

Vörur öðlast líf í Háskólanum

„Orkuverið er skemmtilegur vettvangur til að koma saman tveimur heimum, hönnuðum með hugmyndirnar og fólkið sem kann að virkja þær,“ segir Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri Athafnavikunnar, um Orkuverið sem haldið verður á Háskólatorgi á milli klukkan 15 og 17 í dag.

Keilufellsmaður vildi bætur

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af bótakröfu manns sem sat í gæsluvarðhaldi í kjölfar árásar­innar í Keilufelli, þegar hópur manna réðst með barefli á átta Pólverja með þeim afleiðingum að sjö slösuðust, sumir alvarlega.

Myrtu fólk og seldu fitu þess í snyrtivörur

Fjórir menn hafa verið handteknir í Perú grunaðir um að hafa myrt allt að sextíu manns og selt fituna úr þeim í snyrtivörur. Þeir eru taldir hafa lokkað fólk til sín á afskekktum þjóðvegum með loforðum um atvinnu.

Einn vildi verða forseti BNA

Óskabrunnur barnanna sló í gegn þegar þær Skoppa og Skrítla vígðu hann í Borgarleikhúsinu í gær. Vígslan var hluti af Alþjóðlegri athafnaviku og gerðu börnin, sem voru á aldrinum fjögurra til sjö ára úr þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu, verkefni tengd því hvað þau vilji verða þegar þau verða stór.

Fellst á frestun kosninganna

Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, hefur fallist á að forseta- og þingkosningum, sem halda átti í janúar, verði frestað.

Banna ætti partí fyrir böll

Breyta þarf skipulagi á skemmtanahaldi framhaldsskólanna segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, sem gagnrýnir það svigrúm sem gefið er til drykkju fyrir skemmtanir sem tengjast skólunum.

Skattabreytingar í anda stefnu BSRB

BSRB krefst þess að ríkis­stjórnin endurskoði stefnu sína í niðurskurði ríkisútgjalda. Telja samtökin ríkisstjórnina fylgja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í þeim efnum en hún kunni að hafa í för með sér óbætanlegt tjón á velferðarkerfinu. Ályktun þessa efnis var samþykkt á aðalfundi BSRB í gær.

Óttast skert öryggi á vellinum

Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af því að á Reykjavíkurflugvöll verði ekki ráðnir menn með lögboðna menntun til að sinna brunavörnum.

Úrslit Snilldarlausna í næstu viku

Alþjóðlegu athafnavikunnar sem halda átti á morgun hefur verið frestað fram í næstu viku. Kynna átti niðurstöður í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir – Marel á lokahátíðinni.

Árás á EES-samning

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríki Evrópusambandsins (ESB) vilji „stúta“ samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).

Dauðarefsingar ekki leyfðar

Stjórnlagadómstóll Rússlands kvað á fimmtudag upp þann úrskurð að dauðarefsingum mætti ekki beita í landinu, þrátt fyrir að þær hafi enn ekki verið bannaðar með lögum.

Ályktun læknaráðs: Hlífið spítalanum

Á almennum fundi læknaráðs Landspítala var í dag fjallað um rekstur og fjárveitingar til Landspítalans en þar kom fram að spítalinn hefur átt undir högg að sækja.

Lengsti gröfuarmur landsins

Armlengsta grafa landsins dýfir bómu sinni tólf metra oní Atlantsshafið til að grafa fyrir sökkli varnargarða Landeyjahafnar og fær stundum fiska með.

Forsætisráðherra krafði unglinga um spurningalista fyrir viðtal

Ungmennaráð Reykjavíkurborgar sendi forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur, spurningalista fyrirfram vegna viðtals unglinganna við ráðherrann sem verður sýnt í Kastljósi í kvöld. Þetta staðfestir ritstjóri Kastljóss, Þórhallur Gunnarsson í viðtali við Vísi.

Ættleiðingaferlið til fyrirmyndar

Í yfirlýsingu frá Barnaverndarstofu sem hún sendi frá sér í dag segir að ættleiðingaferli á tvíburum sem þátturinn Fréttaaukinn fjallaði um síðustu helgi, hafi verið til fyrirmyndar. Barnaverndarstofa tók málið upp af fyrra bragði og skoðaði eftir að gagnrýni birtist í þættinum en ættmenni tvíburanna gagnrýndi ættleiðingaferlið harðlega.

Ellefu prósent óku of hratt um Grensásveg

Ellefu prósent þeirra ökumanna sem óku Grensásveg í suðurátt á milli klukkan þrjú og sex í gær óku of hratt, samkvæmt mælingum lögreglunnar. Á þessum tíma fóru 384 ökutæki þessa akstursleið og af þeim óku 44 of hratt. Meðalhraði hinna brotlegu var 62 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 71.

Páfa hugnast ekki vampírur

Bækur, sjónvarpsþættir og kvikmyndir um vampírur virðast vera að verða tískufyrirbæri enn einusinni.

Kannast ekki við að eineltismál hafi komið upp í dag

Skólastjórinn í Foldaskóla, Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, kannast ekki við það að sérstök eineltismál hafi komið upp í dag. Í dag er svokallaður „kick a ginger day“ en á þeim degi hefur fólk verið hvatt til þess að sparka í rauðhærða. Starfsfólk skóla hafði af þessu nokkrar áhyggjur fyrr í vikunni og voru forráðamönnum barna í sumum skólum send bréf vegna þessa.

Ætla að mótmæla Icesave á morgun

Hópur fólks hefur efnt til mótmæla á morgun vegna Icesave samninganna sem nú eru til umræðu á Alþingi. Í tilkynningu sem Margrét Friðriksdóttir, ein úr hópnum, sendi fjölmiðlum segir að gert sé ráð fyrir að hópurinn muni standa fyrir tvennum mótmælum á næstunni. Þau fyrri verði á morgun en jafnframt sé gert ráð fyrir mótmælum þann 1. desember næstkomandi. Gert er ráð fyrir að mótmælendur hittist klukkan 12 á hádegi við Stjórnarráðið á morgun og gangi þaðan niður að Alþingishúsi.

Furða sig á forsetavali Evrópusambandsins

Margir fjölmiðlar í Evrópu hafa lýst furðu sinni og vonbrigðum yfir því að Herman Van Rompuy forsætisráðherra Belgíu skyldi vera valinn fyrsti forseti Evrópusambandsins.

Ráðuneytið endurskoðar nefndarsetu Baldurs

Fjármálaráðuneytið endurskoðar nú nefndarsetu Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, sem er grunaður um innherjasvik í tengslum við sölu sína á hlutabréfum í Landsbankanum skömmu fyrir hrun bankans.

Flokksbræður hakka Söru Palin

Sjálfævisaga Söru Palin fær ekki góða dóma hjá gagnrýnendum í Bandaríkjunum. Þessi fyrrverandi ríkisstjóri í Alaska og frambjóðandi í embætti varaforseta er sögð bera á borð lygar og hugaróra.

Umferðarslys og sjálfsvíg algengustu dánarorsakir

Umferðarslys eru algengasta dánarorsök íslenskra kvenna á aldrinum 17-26 ára, samkvæmt samantekt sem Umferðarstofa hefur gert. Samantektin sýnir annarsvegar dánarmein ungs fólks á Íslandi á aldrinum 17 - 26 ára og hinsvegar dánarmein fólks á aldrinum 27 - 36 ára.

Sjá næstu 50 fréttir