Fleiri fréttir

Kampavínsmálið: Mál eins manns breytir engu um styrki til KSÍ

Forsvarsmaður eins stærsta styrktaraðila KSÍ segir að mál eins manns breyti ekki afstöðu fyrirtækisins til sambandsins. Styrktarsamningurinn sé fyrir íslensk knattspyrnu, íslensk ungmenni og íslensku landsliðin. Menntamálaráðherra telur þetta mál ekki vera íþróttahreyfingunni til framdráttar.

Vilja upplýsingar um 24 milljarða leynilán til Fons

„Ég vil fá upplýsingar um 24 milljarða króna útlán Glitnis til Fons sem var án veða,“ segir Vilhjálmur Bjarnason sem hefur stefnt Glitni og þrotabúi Fons en málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Stakk kærastann í munninn

Sextán ára gömul stúlka er í gæsluvarðhaldi í bænum Fredericia í Danmörku grunuð um að hafa reynt að ráða kærasta sínum bana. Stúlkan lenti í miklu rifrildi við kærasta sinn sem er 34 ára gamall og lauk átökunum með því að stúlkan rak hníf upp í munn mannsins. Hann var fluttur á sjúkrahús í skyndi en mun vera úr lífshættu. Stúlkan verður yfirheyrð síðar í dag en hún hefur samkvæmt dönskum miðlum komið áður við sögu lögreglu.

Ók dráttarvél á lögreglubíl

Lögregluþjónar áttu fótum fjör að launa þegar dráttarvél var ekið á fullri ferð á lögreglubíl þeirra þar sem þeir höfðu stillt honum upp sem vegartálma á vegi í Sønderjylland.

Kóresk skip skiptust á skotum

Suðurkóreskt herskip skaut á skip frá Norður-Kóreu sem siglt hafði inn fyrir landhelgislínu Suður-Kóreu við vesturströnd Kóreuskagans í morgun.

Teknir með þýfi í Vatnagörðum

Lögregla stöðvaði mann í Vatnagörðum í gærkvöldi sem grunaður var um fíkniefnakstur. Tveir menn voru í bílnum og þegar betur var að gáð kom í ljós að þeir voru með þýfi meðferðis.

Ný eftirlitslöggjöf þykir róttæk

Hvert einasta símtal, SMS-skilaboð, tölvupóstur og vefsíðuheimsókn í Bretlandi verður geymt í eitt ár þegar ný lög um rétt til rannsóknar taka gildi. Með lögunum munu 653 opinberir aðilar öðlast rétt til að fletta upp í þeim mikla gagnagrunni sem við þetta verður til og það án heimildar dómara.

Vatn flæddi um kjallara

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var tvívegis kallað út í gærkvöldi og í nótt vegna vatnsleka. Holræsi stíflaðist í Lálandi í Fossvogi sem varð þess valdandi að vatn flæddi inn í kjallara einbýlishúss.

Skorar á forseta ASÍ að hætta

„Hér með lýsi ég yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og skora á hann að segja af sér án tafar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, stjórnarmaður í Verslunarmanna­félagi Reykjavíkur, á bloggi sínu um aðkomu forseta Alþýðusambands Íslands að kjaraviðræðum.

Stjórnvöld skoða að hækka persónuafslátt

Stjórnvöld ræða nú um að hækka persónuafslátt í samræmi við vísitölu neysluverðs, líkt og kveðið er á um í lögum. Hann gæti þó orðið mishár eftir tekjum.

Gloppótt frásögn af árásinni

Bjarki Freyr Sigurgeirsson hefur játað að hafa barið Braga Friðþjófsson í hel í í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn. Árásin var gerð í ölæði og undir áhrifum sjóveikitaflna. Bjarki man óljóst eftir atburðum. Sérfræðingur lögreglu í blóðferlarannsóknum ra

Verður tekinn af lífi í dag

Stjórnvöld í Virginíu undirbúa nú aftöku Johns Allens Muhammad, leyniskyttunnar sem skaut Bandaríkjamönnum heldur betur skelk í bringu fyrir sjö árum þegar hann fór um nágranna­byggðir Washington-borgar og myrti fólk úr launsátri dag eftir dag svo vikum skipti.

Hvarf með stýrishúsi af trillu

„Það eru allir jafn hissa á þessu, bæði lögreglan og tryggingarnar,“ segir Auðunn Þorgeirsson, eigandi rauðs pallbíls sem stolið var á Grandagarði á föstudagsmorguninn var.

Bretar sagðir skálda fréttir

„Þótt upphæð skuldabréfsins sé vissulega há þá er ekki víst að misræmið sé óeðlilegt. Krafan getur legið undir öðrum liðum í bókhaldi bankans. Við höfum því fengið endurskoðendafyrirtækið Deloitte til að rannsaka málið,” segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Fimm handteknir vegna innbrotahrinu á Hvolsvelli

Lögreglan á Hvolsvelli handtók í dag fimm aðila vegna innbrotahrinu sem riðið hefur yfir Hvolsvöll undanfarna daga. Að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns er um að ræða þrjár konur og tvo karla sem öll eru af erlendu bergi brotin. Lögreglan gerði húsleit á þremur stöðum og fundu þýfi, landabrugg og leifar af fíkniefnum.

Sameinuðu þjóðirnar samþykkja kjör forseta Afganistan

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt kjörið á Hamid Karzai sem forseta Afganistans, þrátt fyrir ásakanir um að hann hafi beitt svindli við kosningarnar. Í ályktun frá Allsherjarþinginu eru Hamid Karzai og stjórn hans hvött til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum í Afganistan og berjast gegn spillingu.

Vill að laun skerðist séu menn fjarverandi

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hefur lagt fram tillögu í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar þess efnis að laun kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum skerðist ef þeir eru mikið fjarverandi af fundum. Fram kemur í tilkynningu frá Þorleifi að tillögunni hafi verið frestað og bíði afgreiðslu.

Þarf að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar

Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að stjórnsýslan þurfi að breyta því viðhorfi sem fram kemur í könnun Háskólans á Bifröst.

Geðlæknir segir Bjarka Frey sakhæfan

Farið er fram á sextán ára fangelsisdóm yfir Bjarka Frey Sigurgeirssyni, sem hefur játað að hafa banað manni í Hafnarfirði í sumar. Geðlæknir segir hann sakhæfan.

Sendiherra Breta vill ekkert segja um samskipti Jóhönnu og Brown

Ian Whitting, sendiherra Breta á Íslandi, neitar að tjá sig um það hvers vegna Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, hefur ekki svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra sem sú síðarnefnda sendi fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.

Starfsmaður KSÍ fórnarlamb skipulagðrar glæpastarfsemi

Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, var með Pálma Jónassyni, fjármálastjóra KSÍ, í ferð í Sviss þegar 3,2 milljónir króna voru teknar út af greiðslukorti Pálma Jónssonar og greitt var fyrir þjónustu í næturklúbbi. Hann var hins vegar ekki með Pálma inni á viðkomandi næturklúbbi. Þetta sagði Geir í Kastljósi RÚV í kvöld.

Traktorsgröfukarl klárar Lyngdalsheiðina

Ofvaxinn traktorsgröfukarl, eins og hann kallar sjálfan sig, hefur tekið að sér klára nýja veginn yfir Lyngdalsheiði, og stefnir að því að ljúka verkinu fyrir 1. september næsta haust.

Ný flugstöð við hlið afgreiðslu Flugfélagsins til skoðunar

Sá valkostur að reisa nýja innanlandsflugstöð í Reykjavík við hlið núverandi Flugfélagsafgreiðslu, í stað samgöngumiðstöðvar norðan Loftleiðahótels, er til skoðunar hjá verkefnisstjórn. Samgönguráðherra vonast til að niðurstaða fáist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist í vetur.

Ólíklegt að reyni á efnahagslegu fyrirvarana

Fulltrúar Seðlabankans sem mættu á fund fjárlaganefndar Alþingis í morgun telja litlar líkur á að nokkru sinni reyni á efnahagslega fyrirvara í Icsave samkomulaginu, þannig að greiðslur Íslands lækki vegna bágrar stöðu efnahagsmála.

Meintur fíkniefnasmyglari áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Gunnari Viðari Árnasyni en hann er í haldi lögreglunnar grunaður um að hafa smyglað rúmu sex kílóum af amfetamíni frá Hollandi til Íslands.

Tugir minka dauðir úr lungnasjúkdómi

„Þetta er nú örugglega ekki tengt,“ segir minkabóndinn Sveinn Úlfarsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði en 50-60 minnkar hafa drepist úr lungnasjúkdómi hjá honum. Stutt er síðan 3000 minnkar drápust á Skörðugili sem er í sömu sveit.

Svínaflensa í svínum staðfest

Tilraunastöð HÍ að Keldum hefur nú staðfest að sýking í svínum á svínabúinu á Hraukbæ í Eyjafirði er af völdum inflúensuveirunnar A (H1N1). Þetta kemur fram a vefsíðu Matvælastofnunnar.

Nazisti velkomin í lífvörð Danadrottningar

Lesendum danska Extra blaðsins finnst allt í lagi að yfirlýstur nazisti sé í lífverði Margrétar Þórhildar drottningar. Umræddur nazisti heitir Daniel Carlsen.

Minniháttar eldur í mannlausu húsi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tikynningu um eld í mannlausu húsi við Granaskjól 57 í vesturbænum fyrir um hálftíma síðan. Að sögn slökkviliðsins var um minniháttar eld að ræða sem var slökktur með einni gosflösku.

Leita að sendibíl frá Ísafirði

Fimmtudaginn síðastliðinn var sendiferðabifreið í eigu Ísafjarðarhafnar stolið á Ísafirði. Þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglunnar á Vestfjörðum á Ísafirði og nágrenni hefur bifreiðin ekki fundist.

Æskuheimili Hitlers til sölu

Íbúarnir í smábænum Braunau am Inn í Austurríki hafa nokkrar áhyggjur af húsi sem þar er nú til sölu.

Hvítabjörn í hægri umferð

Hvítabirnir eru algeng sjón í smábænum Churchill í Manitoba í Kanada. Hvítabjörninn á þessari mynd virðist vera svo kunnugur á þessum slóðum að hann veit að það er hægri umferð í Churchill.

Ísland gjörspillt samkvæmt nýrri könnun

Könnun Háskólans við Bifröst hefur leitt í ljós að 67 prósent þeirra sem tóku þátt í henni og tóku afstöðu telja að spilling í íslenskri stjórnsýsu sé mikil eða mjög mikil.

Nokia innkallar hleðslutæki

Farsímaframleiðandinn Nokia hefur ákveðið að innkalla hleðslutæki vegna framleiðslugalla. Tækin sem eru gölluð voru framleidd á tímabilinu 13. apríl til 25. október á þessu ári og eru með skráningarnúmerin AC-3E, AC-3U og AC-4U.

Búist við nýjum síldarkvóta í dag

Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni síðar í dag um kvóta á íslensku sumargotssíldina. Hafrannsóknastofnunin mælti fyrir helgi með fjörutíu þúsund tonna kvóta, sem er mun meira en menn bjuggust við í ljósi alvarlegrar sýkingar, sem hrjáir síldarstofninn.

Morðið í Hafnarfirði: Breskur blóðferlasérfræðingur bar vitni

Breskur blóðferlasérfræðingur var fenginn til að aðstoða við rannsóknina á morðinu á Braga Friðþjófssyni í Hafnarfirði fyrr á þessu ári. Morðinginn lýsti því í morgun hvernig áfengi og sjóveikistöflur gera verkum að hann man lítið eftir kvöldinu sem Bragi lést. Aðalmeðferð í málinu stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjaness.

Færri atvinnulausir á Íslandi en að meðaltali í iðnríkjum

Atvinnuleysi á Íslandi mælist undir meðaltali atvinnuleysis í iðnríkjum Vesturlanda, samkvæmt nýjustu tölum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Hlutfall atvinnulausra á þriðja ársfjórðungi var 7,1 prósent á Íslandi, en til samanburðar var meðaltalið í öllum þrjátíu ríkjum OECD 8,5 prósent, samkvæmt samræmdum mælingum. Innan Evrópusambandsins var atvinnuleysið enn hærra, eða 9,1 prósent. Mest mælist atvinnuleysi á Spáni, eða 18,9 prósent og næstmest á Írlandi, eða 12,6 prósent. Á hinum Norðurlöndunum er atvinnuleysið meira bæði í Svíþjóð og í Finnlandi en á Íslandi, um 8.5 prósent í hvoru landi, en minnst er það í Noregi, um þrjú prósent. Í Bandaríkjunum voru 9,6 prósent vinnufærra manna án atvinnu.

Sjá næstu 50 fréttir