Erlent

Nazisti velkomin í lífvörð Danadrottningar

Óli Tynes skrifar
Sieg heil?
Sieg heil?

Lesendum danska Extra blaðsins finnst allt í lagi að yfirlýstur nazisti sé í lífverði Margrétar Þórhildar drottningar. Umræddur nazisti heitir Daniel Carlsen.

Áður en hann gekk í herinn tók hann þátt í ýmsum samkomum nazista og hvítra öfgasinna. Hann hefur þó haldið sig á mottunni eftir að hann hóf herþjónustu.

Samkvæmt dönskum reglum er það hluti af þjálfun hermanna að þeir þjóni í lífvarðasveit drottningarinnar í þrjá mánuði.

Extra Bladet spurði lesendur sína hvernig þeim litist á að Carlsen gætti drottningar. Sextíu og tvö prósent töldu það allt í lagi.

Nokkrir rökstuddu svar sitt. Thomas B. sagði til dæmis; -Pólitískar skoðanir skipta engu máli. Ef maður gegnir starfi sínu af trúmennsku er mér sama hvort hann er raisisti, nazisti, kommúnisti eða kapítalisti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×