Innlent

Fimm handteknir vegna innbrotahrinu á Hvolsvelli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan á Hvolsvelli handtók í dag fimm aðila vegna innbrotahrinu sem riðið hefur yfir Hvolsvöll undanfarna daga. Að sögn Sveins Rúnarssonar yfirlögregluþjóns er um að ræða þrjár konur og tvo karla sem öll eru af erlendu bergi brotin. Lögreglan gerði húsleit á þremur stöðum og fann þýfi, landabrugg og leifar af fíkniefnum.

Sveinn segir að fólkið sé grunað um að hafa brotist inn í söluskála og hótel og tekið þaðan áfengi, vindlinga, mikið af úrum og fleira verðmætt.

Lögreglan á Hvolsvelli naut aðstoðar lögreglunnar á Selfossi við aðgerðina. Þá var hundur frá fangelsinu á Litla Hrauni notaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×