Stjórnvöld skoða að hækka persónuafslátt 10. nóvember 2009 06:30 Ríkisstjórnin. Mynd/ Stjórnarráðið. Stjórnvöld ræða nú um að hækka persónuafslátt í samræmi við vísitölu neysluverðs, líkt og kveðið er á um í lögum. Hann gæti þó orðið mishár eftir tekjum. Ekki var gert ráð fyrir hækkun persónuafsláttar í fjárlagafrumvarpinu og olli það andmælum launþegasamtaka, sem sökuðu ríkisstjórnina um að hækka álögur á láglaunafólk. Vildu stjórnvöld standa við sitt ættu þau að hækka persónuafslátt um 6.600 krónur. Afslátturinn á að hækka um næstu mánaðamót, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrr í mánuðinum að þetta væri óvíst. Einnig kemur til greina að lækka skattheimtu af lægstu tekjum í rúm 36 prósent, en almennur tekjuskattur er nú 37,2 prósent. Heimildir blaðsins úr stjórnarráðinu leggja þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið endanlega um þetta. Það gerir líka Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann bendir á að breytingar á persónuafslætti hafi lítið gildi nema í samhengi við skatthlutfall. Skattleysismörkin séu aðalatriðið. „Það hefur legið fyrir síðan í sumar að við munum líta til jöfnunarsjónarmiða við þessar skattbreytingar, sem þýðir að aukin skattbyrði verður frekar lögð á þá tekjuhærri en tekjulægri," segir hann. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gær að í hugsanlegu þriggja þrepa skattkerfi yrði lagður 47 prósenta skattur á tekjur yfir hálfri milljón. Annað sem kemur allt eins vel til greina er tveggja þrepa kerfi bæði í virðisauka- og tekjuskatti. Mjög ólíklegt mun vera að virðisaukaskattur á bækur og tónlist verði hækkaður. - kóþ Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Stjórnvöld ræða nú um að hækka persónuafslátt í samræmi við vísitölu neysluverðs, líkt og kveðið er á um í lögum. Hann gæti þó orðið mishár eftir tekjum. Ekki var gert ráð fyrir hækkun persónuafsláttar í fjárlagafrumvarpinu og olli það andmælum launþegasamtaka, sem sökuðu ríkisstjórnina um að hækka álögur á láglaunafólk. Vildu stjórnvöld standa við sitt ættu þau að hækka persónuafslátt um 6.600 krónur. Afslátturinn á að hækka um næstu mánaðamót, en Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrr í mánuðinum að þetta væri óvíst. Einnig kemur til greina að lækka skattheimtu af lægstu tekjum í rúm 36 prósent, en almennur tekjuskattur er nú 37,2 prósent. Heimildir blaðsins úr stjórnarráðinu leggja þó áherslu á að ekkert hafi verið ákveðið endanlega um þetta. Það gerir líka Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Hann bendir á að breytingar á persónuafslætti hafi lítið gildi nema í samhengi við skatthlutfall. Skattleysismörkin séu aðalatriðið. „Það hefur legið fyrir síðan í sumar að við munum líta til jöfnunarsjónarmiða við þessar skattbreytingar, sem þýðir að aukin skattbyrði verður frekar lögð á þá tekjuhærri en tekjulægri," segir hann. Greint var frá því í Ríkissjónvarpinu í gær að í hugsanlegu þriggja þrepa skattkerfi yrði lagður 47 prósenta skattur á tekjur yfir hálfri milljón. Annað sem kemur allt eins vel til greina er tveggja þrepa kerfi bæði í virðisauka- og tekjuskatti. Mjög ólíklegt mun vera að virðisaukaskattur á bækur og tónlist verði hækkaður. - kóþ
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira