Þarf að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar 9. nóvember 2009 20:06 Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri segir nauðsynlegt að breyta viðhorfi til stjórnsýslunnar. Mynd/ Anton Brink. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að stjórnsýslan þurfi að breyta því viðhorfi sem fram kemur í könnun Háskólans á Bifröst. Könnunin, sem kynnt var í dag, leiddi í ljós að 67% aðspurðra telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ragnhildur segir að afar mikilvægt sé að almenningur beri traust til stjórnsýslunnar sem eigi fyrst og fremst að þjóna almenningi frá morgni til kvölds. Það eigi að vera stöðugt verkefni stjórnsýslunnar að þróa hana og breyta skipulagi hennar með það að markmiði að gera hana gagnsærri og skilvirkari. Ragnhildur segir að þegar sé unnið að ýmsum verkefnum í þessu efni. Ragnhildur segir að verið sé að ganga frá skipun nefndar sem eigi að endurskoða lög um Stjórnarráðið og þá meðal annars ráðningar pólitískra aðstoðarmanna og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þá renni í dag út frestur almennings til þess að veita umsögn um drög að siðareglum fyrir ráðherra og alla starfsmenn stjórnsýslunnar sem síðan verði lagðar fyrir Alþingi í tengslum við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Jafnframt sé verið að endurskoða upplýsingalögin meðal annars með það að markmiði að auka aðgang fjölmiðla og almennings að gögnum innan stjórnsýslunnar og Ragnhildur segist sjá fyrir sér að í framtíðinni verði málaskrá Stjórnarráðsins jafnvel meira og minna opin fyrir almenningi þannig að fólk geti kynnt sér hvernig stjórnsýslan vinnur og að hvaða málum starfsmenn hennar sé að vinna hverju sinni. Þá segist Ragnhildur líka vilja sjá að vinnubrögð innan Stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar verði kynnt almenningi mun betur en gert hefur verið og það megi m.a. gera með því að móta fræðslu fyrir börn og unglinga og raunar fólk á öllum aldri. Sóknarfærin sé mörg og þau eigi að nýta af fullum krafti og af fagmennsku þannig að almenningur sjái með eigin augum hvernig stjórnsýslan vinnur frá degi til dags. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að stjórnsýslan þurfi að breyta því viðhorfi sem fram kemur í könnun Háskólans á Bifröst. Könnunin, sem kynnt var í dag, leiddi í ljós að 67% aðspurðra telja að spilling í íslenskri stjórnsýslu sé mikil eða mjög mikil. Ragnhildur segir að afar mikilvægt sé að almenningur beri traust til stjórnsýslunnar sem eigi fyrst og fremst að þjóna almenningi frá morgni til kvölds. Það eigi að vera stöðugt verkefni stjórnsýslunnar að þróa hana og breyta skipulagi hennar með það að markmiði að gera hana gagnsærri og skilvirkari. Ragnhildur segir að þegar sé unnið að ýmsum verkefnum í þessu efni. Ragnhildur segir að verið sé að ganga frá skipun nefndar sem eigi að endurskoða lög um Stjórnarráðið og þá meðal annars ráðningar pólitískra aðstoðarmanna og vinnubrögð ríkisstjórnarinnar. Þá renni í dag út frestur almennings til þess að veita umsögn um drög að siðareglum fyrir ráðherra og alla starfsmenn stjórnsýslunnar sem síðan verði lagðar fyrir Alþingi í tengslum við breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Jafnframt sé verið að endurskoða upplýsingalögin meðal annars með það að markmiði að auka aðgang fjölmiðla og almennings að gögnum innan stjórnsýslunnar og Ragnhildur segist sjá fyrir sér að í framtíðinni verði málaskrá Stjórnarráðsins jafnvel meira og minna opin fyrir almenningi þannig að fólk geti kynnt sér hvernig stjórnsýslan vinnur og að hvaða málum starfsmenn hennar sé að vinna hverju sinni. Þá segist Ragnhildur líka vilja sjá að vinnubrögð innan Stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar verði kynnt almenningi mun betur en gert hefur verið og það megi m.a. gera með því að móta fræðslu fyrir börn og unglinga og raunar fólk á öllum aldri. Sóknarfærin sé mörg og þau eigi að nýta af fullum krafti og af fagmennsku þannig að almenningur sjái með eigin augum hvernig stjórnsýslan vinnur frá degi til dags.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira