Erfitt að fylgja aflareglu síldarkvótans 10. nóvember 2009 04:00 Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði var við síldveiðar í skerjunum utan við höfnina í Stykkishólmi í gær og biðu skipverjar eftir ákvörðun ráðherra um leyfðan hámarksafla. fréttablaðið/anton Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni í dag ákvörðun um heildarafla af íslenskri sumargotsíld. Hafrannsóknastofnunin telur að allt að 40.000 tonna veiðar hafi ekki umtalsverð áhrif á stofninn þótt óvissa sé um ástand hans og horfur vegna sníkjudýrs sem herjar á síldina. Talið er að um 40 prósent af hrygningarstofninum muni drepast úr sýkingunni fyrir hrygningu næsta sumar. Í fyrra voru veidd 152.000 tonn af sumargotsíld og 159.000 tonn árið áður. Í sumar frestaði Hafrannsóknastofnunin því að gera tillögur um hámarksveiði á hefðbundnum tíma vegna óvissu um ástand stofnsins. Niðurstöður úr bergmálsmælingum, sem gerðar voru á síldargöngum við Breiðafjörð seinni partinn í október, hafa hins vegar leitt í ljós að stofninn er stærri en fram kom við sambærilegar mælingar í sumar og talsvert stærri en búist var við, að sögn Guðmundar Óskarssonar, síldarsérfræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Við venjulegar aðstæður eru veidd um 18 prósent úr hrygningarstofni, sem mælist nú 465.000 tonn. 40.000 tonna kvóti er langt undir aflareglunni, eða um 8,6 prósentum af hrygningarstofni. „Það er erfitt að fylgja aflareglu núna, segir Guðmundur. „En við teljum að stofninn ætti að þola þessar veiðar.“ Stofnunin leggur hins vegar áherslu á það í ráðgjöfinni að veiðinni verði stýrt svo að hægt verði að fylgjast með þróun sýkingarinnar með því að taka sýni af öllum helstu veiðisvæðum yfir hefðbundinn vertíðartíma. Guðmundur sagði að enn sem komið er væri sýkingin ekki farin að berast í hold síldarinnar og meðan svo er hafi hún lítil áhrif á nýtingarmöguleika aflans. Öll síldin fari í manneldi. Í október var gefinn út 15.000 tonna rannsóknarkvóti, sem nýttist til fyrrgreindra rannsókna. Enn er verið að veiða úr þeim kvóta þótt skipin bíði ákvörðunar ráðherra um auknar veiðar. Ásgrímur Halldórsson SF var að veiðum rétt utan við höfnina í Stykkishólmi þegar Fréttablaðið hringdi um borð síðdegis í gær. Ásgrímur Ingólfsson skipstjóri sagðist búinn að fá 300 tonn í tveimur köstum og sagði að aflinn hentaði vel í frystingu. Hann sagðist vona að sjávarútvegsráðherra heimilaði veiðar umfram ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar um 40.000 tonn. „Það þarf að líta á fleira en ráðgjöfina, bæði ástandið í þjóðfélaginu og annað,“ sagði hann. peturg@frettabladid.is Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira
Búist er við að sjávarútvegsráðherra tilkynni í dag ákvörðun um heildarafla af íslenskri sumargotsíld. Hafrannsóknastofnunin telur að allt að 40.000 tonna veiðar hafi ekki umtalsverð áhrif á stofninn þótt óvissa sé um ástand hans og horfur vegna sníkjudýrs sem herjar á síldina. Talið er að um 40 prósent af hrygningarstofninum muni drepast úr sýkingunni fyrir hrygningu næsta sumar. Í fyrra voru veidd 152.000 tonn af sumargotsíld og 159.000 tonn árið áður. Í sumar frestaði Hafrannsóknastofnunin því að gera tillögur um hámarksveiði á hefðbundnum tíma vegna óvissu um ástand stofnsins. Niðurstöður úr bergmálsmælingum, sem gerðar voru á síldargöngum við Breiðafjörð seinni partinn í október, hafa hins vegar leitt í ljós að stofninn er stærri en fram kom við sambærilegar mælingar í sumar og talsvert stærri en búist var við, að sögn Guðmundar Óskarssonar, síldarsérfræðings hjá Hafrannsóknastofnuninni. Við venjulegar aðstæður eru veidd um 18 prósent úr hrygningarstofni, sem mælist nú 465.000 tonn. 40.000 tonna kvóti er langt undir aflareglunni, eða um 8,6 prósentum af hrygningarstofni. „Það er erfitt að fylgja aflareglu núna, segir Guðmundur. „En við teljum að stofninn ætti að þola þessar veiðar.“ Stofnunin leggur hins vegar áherslu á það í ráðgjöfinni að veiðinni verði stýrt svo að hægt verði að fylgjast með þróun sýkingarinnar með því að taka sýni af öllum helstu veiðisvæðum yfir hefðbundinn vertíðartíma. Guðmundur sagði að enn sem komið er væri sýkingin ekki farin að berast í hold síldarinnar og meðan svo er hafi hún lítil áhrif á nýtingarmöguleika aflans. Öll síldin fari í manneldi. Í október var gefinn út 15.000 tonna rannsóknarkvóti, sem nýttist til fyrrgreindra rannsókna. Enn er verið að veiða úr þeim kvóta þótt skipin bíði ákvörðunar ráðherra um auknar veiðar. Ásgrímur Halldórsson SF var að veiðum rétt utan við höfnina í Stykkishólmi þegar Fréttablaðið hringdi um borð síðdegis í gær. Ásgrímur Ingólfsson skipstjóri sagðist búinn að fá 300 tonn í tveimur köstum og sagði að aflinn hentaði vel í frystingu. Hann sagðist vona að sjávarútvegsráðherra heimilaði veiðar umfram ráðleggingu Hafrannsóknastofnunar um 40.000 tonn. „Það þarf að líta á fleira en ráðgjöfina, bæði ástandið í þjóðfélaginu og annað,“ sagði hann. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Sjá meira