Fleiri fréttir

Laxaseiðum sleppt án sérstaks eftirlits

Upplýsingum um seiðasleppingar í íslenskar ár hefur ekki verið haldið markvisst saman síðan 1997. Veiðimálastofnun hefur ekki fengið nákvæmar upplýsingar um sleppingarnar þrátt fyrir að eftir því hafi verið leitað. Fiskistofa segir upplýsingaöflun um sleppingarnar í eðlilegum farvegi.

Afbrotum fækkar milli ára

Fækkun varð í flestum brotaflokkum í október síðastliðnum miðað við október í fyrra.

Hluti af gagnsæi á markaði

Hertar reglur taka gildi um upplýsingagjöf útgefenda skuldabréfa í Kauphöllinni um mánaðamótin. Þær kveða á um að fyrirtæki sem gefa út skuldabréf þurfa að birta á markaðnum endurskoðaðan ársreikning sem og hálfsársuppgjör. Hið opinbera og sveitarfélög þurfa aðeins að birta ársuppgjör.

Vilja Nató fyrir þjóðaratkvæði

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslendinga að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin ályktuðu þess efnis á landsráðstefnu um helgina.

Kannabisræktandi fyrir dóm

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært karlmann um fimmtugt fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir kannabisræktun.

Bjó til ókeypis tré fyrir gítara

Valdís Steinarsdóttir hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna Snilldarlausn - Marel sem haldin var samhliða Alþjóðlegu athafnavikunni í þarsíðustu viku. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í menntamálaráðuneytinu á fimmtudag.

Ætlar ekki að segja frá slysinu

Kylfingurinn Tiger Woods segir bílslysið sem hann lenti í á föstudag hafa verið honum sjálfum að kenna. Hann frestaði því í þriðja sinn í gær að ræða um atvikið við lögreglu.

Bleikjustofnar sýktir í tveim stöðuvötnum

Nær allur bleikjustofn Elliðavatns sem og Vífilsstaðavatns er smitaður af nýrnaveiki; svokallaðri PKD-sýki. Hátt hlutfall bleikjunnar sýnir einkenni sýkinnar og líklegt er talið að verulega fækkun bleikju í vötnunum tveimur megi að stórum hluta rekja til hennar.

Tveir af þremur áfram í haldi

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur af þremur sakborningum í umfangsmiklu þjófnaðarmáli. Átta eru ákærðir í málinu, allt ungt fólk af pólskum uppruna.

Ísland á kort fuglaskoðunar

Meðlimir nýstofnaðra Samtaka um fuglatengda ferðaþjónustu telja mikla möguleika á þessu sviði hérlendis. „Með samtökunum er ætlunin að koma Íslandi almennilega á kortið hjá erlendum fuglaskoðurum sem áfangastað til fuglaskoðunar,“ segir Hrafn Svavarsson, formaður nýju samtakanna, í Útherja, blaði Útflutningsráðs Íslands. Þar kemur einnig fram að sex íslensk félög og fyrirtæki hafi nýlega sótt árlega ráðstefnu fuglaskoðunarmanna í Englandi til að vekja athygli á einstæðum möguleikum á Íslandi. Þá segir að um tuttugu milljónir Bandaríkjamanna fari árlega í fuglaskoðunarferðir.- gar

Ísland stækkar á hverju ári sem nemur hálfri Surtsey

Ísland stækkaði um 4,4 ferkílómetra, eða sem nemur þremur Surtseyjum, á sex ára tímabili frá árinu 2000 til 2006. Þetta kemur fram í nýrri kortlagningu Landmælinga á landgerðum, en samkvæmt henni er manngert yfirborð einungis 0,38 prósent af landinu.

Styttri fæðingarorlof eða lægri greiðslur

Verðandi foreldrar munu standa frammi því vali að stytta fæðingarorlof sitt um mánuð eða þiggja sautján prósenta lægri greiðslu frá fæðingarorlofssjóði.

Mosfellingar vilja ekki vera afskiptir

Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ mótmæla því harðlega að endurbætur á Vesturlandsvegi séu saltaðar en önnur verkefni sett í forgang enda sé kaflinn í gegnum bæinn einn hættulegasti og umferðarþyngsti þjóðvegur landsins.

Icesave á dagskrá á morgun

Önnur umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna heldur áfram á morgun. Þegar umræðunni var frestað tíunda tímanum í gærkvöldi voru ellefu þingmenn á mælendaskrá.

Alþingi kýs nýjan fulltrúa í landsdóm

Alþingi kýs á morgun nýjan varamann í landsdóm í stað Unnar Brár Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Unnur var kjörin varamaður fyrir fjórum árum en tók sæti Alþingi eftir kosningarnar í apríl.

Ljósin tendruð á Oslóartrénu

Nokkur þúsund manns voru á Austurvelli þegar ljósin á Oslóartrénu voru tendruð klukkan fjögur. Veðrið var gott og jólalegt um að litast. Borgarstjóri tók við jólatrénu sem er gjöf Oslóarbúa til Reykvíkinga og nokkrir jólasveinar skemmtu börnunum.

Pakistanar verða að uppræta Al Kaída

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að Pakistanar verði að setja aukinn kraft í að uppræta Al Kaída hryðjuverkasamtökin og handsama leiðtoga þeirra, Osama Bin Laden, og næstráðanda hans, Ayman Zawahiri.

Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Mannskæð flóð í Saudi Arabíu

Yfirvöld í Saudi Arabíu segja að minnsta kosti 100 manns hafi farist í miklum flóðum í landinu en frá því á miðvikudag hefur mikið rignt. Fjölda fólks er saknað og því talið líklegt að fleiri finnist látnir. Flestir eru taldir hafa drukknað í bílum sínum eða kramist þegar brýr hrundu vegna mikilla vatnavaxta.

Osama Bin Laden slapp

Bandaríkjamönnum mistókst að hafa hendur í hári Osama Bin Laden, leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, þegar hann slapp naumlega í desember 2001. Þetta kemur fram sérstakri skýrslu bandarísku öldungadeildarinnar og BBC greinir frá.

Ætla að greiða fjölskyldunum bætur

Kínversk mjólkurfyrirtæki hafa gefið það út að þau séu reiðubúin að greiða fjölskyldum barnanna sem veiktust eftir að hafa drukkið eitraða mjólk á síðasta ári bætur. Þá létust að minnsta kosti sex börn og 300 þúsund veiktust eftir hafa drukkið eitraða mjólk.

Þurfum ekki varanlegar undanþágur

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Íslendingar þurfi ekki varanlegar undanþágur hjá Evrópusambandinu þegar kemur að fiskimiðunum. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fullyrði að með inngöngu í sambandið afsali Íslendingar yfirráðum sínum yfir helstum auðlindunum. Jón og Styrmir voru gestir Egils Helgasonar í þætti hans í Ríkissjónvarpsinu fyrr í dag.

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild

Samtök hernaðarandstæðinga vilja að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Samtökin minna á að íslenska þjóðin hefur aldrei verið spurð með beinum hætti um afstöðu sína til aðildarinnar að NATO. Þetta kemur fram í ályktun landsráðstefna samtakanna sem haldin var 27. til 28. nóvember.

Niðurstaðan í prófkjöri framsóknarmanna ljós

Á kjörfundi Framsóknarflokksins í Reykjavík í gær var kosið í sex efstu sæti listans með meirihlutakosningu og í sæti 7 til 12 með prófkjörsleið. Niðurstaða prófkjörsins liggur fyrir.

Óvíst hvort Héðinsfjarðargöng dragi úr fólksfækkun

Óvíst er að Héðinsfjarðargöng muni verða til þess að draga úr fólksfækkun á Ólafsfirði og Siglufirði eins og vonast er til. Þetta segir Þóroddur Bjarnason, prófessor í Háskólanum á Akureyri sem stýrt hefur umfangsmikill rannsókn sem snýr að mögulegum áhrifum gangnanna.

Ræningjarnir voru í annarlegu ástandi

Mennirnir sem handteknir voru skammt frá verslun 10-11 í Engihjalla í gærkvöldi voru í annarlegu ástandi. Þeir hafa ekki verið yfirheyrðir en líklegt þykir að mennirnir hafi ætlað að nota féð úr ráninu til þess að fjármagna fíkniefnaneyslu.

Flokkar hafa ekki gott af því að vera lengi við völd

Ekki er þörf á að stofna nýjan hægriflokk hér á landi, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hún telur engan flokk hafa gott að því að sitja samfellt við völd í mörg ár.

Frjálslyndir harma stuðningsyfirlýsingu við Ólaf

Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins harmar yfirlýsingu kjördæmisfélaganna í Reykjavík við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa F-listans. Stjórnin dregur í efa að fundurinn hafi verið löglegur og bendir jafnframt á að Ólafur sé ekki félagi í Frjálslynda flokknum.

Lyfjastofnun borist 16 tilkynningar um aukaverkanir

Lyfjastofnun hafa borist 16 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn svínaflensu eðaa inflúensu af stofni A(H1N1). Það er 2,1 tilkynning á hverja 10.000 bólusetta en nú hafa 75.000 Íslendingar verið bólusettir við flensunni.

Eiginkonan sögð bera ábyrgð á áverkunum

Lögreglan á Flórída hefur enn ekki náð tali af kylfingnum Tiger Woods og eiginkonu hans varðandi bílslysið sem hann lenti í aðfararnótt föstudags. Þau ein eru til frásagnar um hvað gerðist í raun og veru en margt bendir til að áverkar í andliti kylfingsins séu ekki af völdum þess að Tiger keyrði á brunahana og tré.

Hálka á Hellisheiði

Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er snjóþekja. Hálka og snjókoma er á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Ógnaði starfsfólki með eggvopni

Lögreglan fékk tilkynningu um vopnað rán í verslun 10-11, Engihjalla, í Kópavogi um átta leytið í gærkvöldi. Þar hafði aðili ógnað starfsmönnum með eggvopni. Lögreglan handtók síðan tvo aðila í tengslum við málið á stolnu ökutæki skammt frá þeim vettvangi sem ránið átti sér stað. Enginn meiddist í ráninu að sögn lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú tekið við rannsókn málsins

Birgir: Ólöglegur þingfundur

Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur.

Ljósin á Oslóartrénu tendruð á Austurvelli

Ljósin á Oslóartrénu á Austurvelli verða tendruð klukkan fjögur í dag. Athöfnin hefst með því að Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar.

Framkvæmdastjóri SÞ bjartsýnn

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er bjartsýnn á að góður árangur muni nást á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í næsta mánuði. Hann telur líklegt að þjóðarleiðtogarnir sem sækja ráðstefnuna komi sér saman um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Hætt við að skerða fæðingarorlof

Ríkisstjórnin hefur fallið frá áformum sínum um að skerða greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi. Í staðinn verður foreldrum gert að geyma einn mánuð orlofsins þar til síðar. Þingflokkar VG og Samfylkingar hafa fallist á þessi áform. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Hátt í tuttugu unglingar í meðferð á BUGL vegna offitu

Hátt í tuttugu unglingar sem glíma við offitu hafa verið í meðferð hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans undanfarið ár meðal annars vegna þunglyndis, kvíða og annarra sálrænna kvilla sem eru fylgifiskar offitu. Mörg þeirra eru 20 til 30 kílóum of þung, sum jafnvel enn þyngri.

Tæplega 11 þúsund skora á Ólaf Ragnar

Tæplega 11 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til forseta Íslands á vefsíðu InDefence hópsins. Þar er skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Undirskriftunum hefur fjölgað um meira en tvö þúsund í dag.

Siv: Icesave hefur ekkert með ESB að gera

„Ég held að ESB hafi ekkert þetta mál að gera en ég heyri að það eru margir sem vilja tengja þetta saman. Sérstaklega ESB andstæðingar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag, en annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var fram haldið í morgun. Þingmaðurinn sagðist ennfremur ekki eiga von á því að Icesave málið komi til með að trufla umsóknarferlið.

Fimmfaldur næst

Fyrsti vinningur verður fimmfaldur næsta laugardag því enginn var með allar tölurnar réttar að þessu sinni. Búast má við að potturinn verði í 37 milljónir.

Hallarbylting í Framsóknarflokknum

Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, segir hallarbyltingu hafa verið gerð í Framsóknarflokknum í Reykjavík, þegar oddviti flokksins var felldur.

Sjá næstu 50 fréttir