Erlent

Pakistanar verða að uppræta Al Kaída

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/AP

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að Pakistanar verði að setja aukinn kraft í að uppræta Al Kaída hryðjuverkasamtökin og handsama leiðtoga þeirra, Osama Bin Laden, og næstráðanda hans, Ayman Zawahiri. Undanfarin ár hefur Al Kaída vaxið ásmegin og beitt sér að miklum þunga í Pakistan.

Bandaríkjamönnum mistókst að hafa hendur í hári Osama Bin Laden þegar hann slapp naumlega í desember 2001. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandarísku öldungadeildarinnar sem greint var frá fyrr í dag.

Brown hrósar Pakistönum fyrir árangur þeirra að undanförnu gegn Al Kaída í suðurhluta landsins. Yfirvöld verði þó að gera enn betur.


Tengdar fréttir

Osama Bin Laden slapp

Bandaríkjamönnum mistókst að hafa hendur í hári Osama Bin Laden, leiðtoga Al Kaída hryðjuverkasamtakanna, þegar hann slapp naumlega í desember 2001. Þetta kemur fram sérstakri skýrslu bandarísku öldungadeildarinnar og BBC greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×