Innlent

Icesave á dagskrá á morgun

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Önnur umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna heldur áfram á morgun. Þegar umræðunni var frestað

tíunda tímanum í gærkvöldi voru ellefu þingmenn á mælendaskrá.

Undanfarna daga hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar og stjórnarliðar tekist harkalega á um skipulag þingstarfanna á Alþingi.

Þingfundur hefst klukkan hálf ellefu. Fyrsta mál á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími. Áður en umræðan um Icesave hefst verða nýir varamenn kjörnir í landsóm annars vegar og nefnd um nefnd um erlenda fjárfestingu hins vegar.




Tengdar fréttir

Árni Þór: Væla yfir því að fá ekki að borða

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, segir að framferði stjórnarandstöðunnar í umræðum um Icesave að undanförnu sé ekkert annað en skrípaleikur. Stjórnandstaðan væli yfir því að fá ekki að borða. Þingmaðurinn er kjaftfor, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins.

Birgir: Ólöglegur þingfundur

Annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var frestað á Alþingi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fullyrti að fundurinn væri ólöglegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×