Fleiri fréttir

Óþægilegt ef ritstjóri Morgunblaðsins var rekinn vegna skoðana sinna

„Ég veit það ekki. Ég óska Davíð Oddssyni og Morgunblaðinu alls góðs. En ég kem ekkert til með að vera sérstaklega sammála því blaði fremur en ég var þegar það var undir stjórn Ólafs Stephensen," sagði Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra í spjalli við Sölva Tryggvason á Skjá einum í kvöld.

Átta ára gömul stúlka slasaðist illa á kynfærum

Fólk sem stendur í byggingarframkvæmdum verður að ganga frá byggingarsvæðunum og byggingunum svo ekki hljótist af hroðaleg slys. Þetta sagði Herdís Storgaard hjá Forvarnarhúsi Sjóvá í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.

Óvíst hvort bóluefnið dugi

Óvíst er hvort þeir 300 þúsund skammtar, af bóluefni gegn svínaflensu, sem hafa verið pantaðir muni duga til að bólusetja alla þjóðina líkt og stefnt var að. Þá er enn á huldu hvenær efnið berst til landsins.

Segist ekki vera dómari í málum bankanna

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segist ekki vera dómari í málefnum bankanna. Bloomberg fréttaveitan hefur eftir Ólafi að bankarnir hafi engin lög brotið. Þetta segist Ólafur ekki hafa sagt. Ummæli sín fjalli um að aðrir læri af mistökum bankanna.

Jón Gerald frumsýnir nýtt myndband

Jón Gerald Sullenberger hefur sett saman nýtt tíu mínútna langt myndband ásamt félögum sínum. Myndbandið sýnir Barbabrellur Kaupþings og Baugs Group með fyrirtækið Haga á Íslandi að sögn Jóns.

Bankasýsla ríkisins tekur til starfa

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur skipað í stjórn Bankasýslu ríkisins og hefur hún formlega tekið til starfa. Bankasýslu ríkisins er ætlað að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Fimmtíu milljónir sparast við sýnatökur

Nýtt útboð Ríkskaupa á blóðsýnatökum fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu mun að öllum líkindum skila 50 milljóna króna sparnaði á ári. Öryggismiðstöðin bauð best í verkið og hlýtur fyrirtækið samninginn í eitt ár en hann má framlengja þrisvar sinnum eitt ár í senn.

Einstæð móðir fékk rúmar 35 milljónir

Vinningshafinn í Lottóútdrættinum sl. laugardag er búinn að gefa sig fram. Að þessu sinni var það ung kona, reyndar einstæð móðir með tveggja ára gamalt barn sem datt svona hressilega í lukkupottinn en vinningur fyrir allar tölurnar réttar var rúmlega 35,5 milljónir króna.

Hollenska utanríkisþjónustan í lið með InDefence

Ólafur Elíasson einn af forsvarsmönnum InDefence hópsins segist hafa verið boðaður á fund ásamt tveimur öðrum á ræðisskrifstofu Hollands fyrir skömmu. Þar áttu þeir fund með embættismanni frá sendiráði Hollands í Noregi sem er með málefni Íslands á sinni könnu. Eftir að hafa rætt við manninn virtist hann sannfærður um að hópurinn ætti að tala máli Íslands í Hollandi. Ólafur er nú þegar búin að ræða við hollenska sjónvarpsstöð og nú stendur til að hópurinn fái áheyrn hollenska þingsins.

Beitti stjúpsystur sína kynferðisofbeldi í fimm ár

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir kynferðisbrot gegn stjúpsystur sinni í fimm ár á árunum 1999 til 2003. Maðurinn er sakaður um að hafa allt að 40 sinnum haft munnmök við stúlkuna og káfað á kynfærum hennar innan og utan klæða auk þess sem hann lét stjúpsystur sína hafa einu sinni við sig munnmök.

Mistök þegar Vinnumálastofnun stöðvaði greiðslur atvinnuleysisbóta

Starfsmenn Greiðslustofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd gerðu mistök þegar atvinnulaus einstæð móðir lenti í því að greiðslum atvinnuleysisbóta til hennar var frestað vegna þess að hún hafði fengið greidd mæðralaun. Vísir greindi frá málinu á sínum tíma og í framhaldi af því fór Umboðsmaður Alþingis fram á það við Vinnumálastofnun að þetta yrði útskýrt og hversu margir hefðu ekki fengið greitt á réttum tíma af sömu sökum.

Ökufantur stöðvaður á ofsahraða í Garðabæ

Bifhjólamaður var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöld en hjól hans mældist á 177 kílómetra hraða. Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri, var færður á lögreglustöð en þar var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Obama að ávarpa allsherjarþing SÞ

Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf fyrir stundu fyrstu ræðu sína á allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna sem nú stendur yfir. Ræðan hófst klukkan hálftvö að íslenskum tíma og er búist við því að forsetinn muni afra yfir aðgerðir Bandaríkjamanna til þess að takast á við alheimskreppuna auk þess sem búist er við því að Obama lýsi þeirri viðhorfsbreytingu sem átt hefur sér stað í Hvíta húsinu gagnvart Sameinuðu þjóðunum frá því hann tók við.

Vilja vita af hverju olíufélögin hættu við olíuleitina

„Haft verður samband við þau olíufélög sem hafa sýnt svæðinu áhuga auk þeirra sem afturkallað hafa sérleyfisumsóknir sínar til að fá skýrari mynd af ástæðum þess að þau luku ekki umsóknarferlinu," segir í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu vegna þeirrar ákvörðunar olíufélaganna Sagex Petroleum og Lindir Exploration að draga til baka umsókn um sérleyfi til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu.

Fundaði með borgarstjóra um minnisvarða um Helga

„Hanna Birna tók vel í þetta og var mjög almennileg. Hún sagði að borgin væri mjög opin fyrir þessu,“ segir Alexander Freyr Einarsson, forsvarsmaður hóps sem vill reisa minnisvarða um mótmælandann Helga Hóseasson sem lést 6. september. Alexander fundaði með Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarastjóra, um málið í dag.

Leigubílaröðin færist í Hafnarstræti

Biðskýli fyrir þá sem vilja ná leigubíl eftir miðnætti um helgar í miðborginni hefur verið flutt norður fyrir Lækjartorg og er nánar tiltekið við Hafnarstræti 22. Nú í vikunni verður skýlið merkt með áberandi hætti þannig að enginn þurfi að velkjast i vafa um að hann sé á rétta staðnum.

Lögregla hafði afskipti af prófsvindlara

Eins og flestir vita eru verkefni lögreglunnar af ýmsum toga og sum er óvenjulegri en önnur. Það átti sannarlega við á dögunum þegar óskað var eftir lögregluaðstoð á ónefndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Þar hafði staðið yfir próf í ótilgreindu fagi og einn nemandinn orðið uppvís að svindli. Mun viðkomandi hafa haft svindlmiða meðferðis en það er með öllu óheimilt eins og gefur að skilja.

Ráðuneytið bíður enn eftir gögnum frá Menntaskólanum

Menntamálaráðuneytið bíður enn gagna frá Menntaskólanum ehf., sem hyggst reka nýjan grunnskóla í Reykjavík, sem varða væntanlegt húsnæði skólans við Barónsstíg. Ráðuneytinu hafa borist öll önnur gögn sem eiga að fylgja umsókn um nýjan skóla, samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu.

Segir ákvörðun menntamálaráðherra lögbrot

Menntamálaráðherra boðar afnám á rétti grunnskólanema til að stunda fjarnám á framhaldsskólastigi. Fulltrúi í Menntaráði Reykjavíkur segir þetta brjóta í bága við lög.

Steingrímur ósammála mati Moody's

Næstu mánuðir munu skera úr um hversu lengi það mun taka Íslendinga að vinna sig út úr kreppunni. Þetta er mat Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann er ósammála matsfyrirtækinu Moody's sem telur að Ísland verði síðast allra landa upp úr kreppunni.

Hraðakstur í skólagötu

Brot 54 ökumanna voru mynduð í Norðurfelli í Reykjavík í gær að sögn lögreglu. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Norðurfell í austurátt, við Gyðufell. Á einni klukkustund, í hádeginu, fóru 92 ökutæki þessa akstursleið og því ók meirihluti ökumanna, eða 59%, of hratt eða yfir afskiptahraða.

Veltu þegar þeir forðuðust kindur

Kanadískir ferðamenn veltu nýverið bílaleigubíl sínum þegar kindur hlupu inn á veg á Skógarströnd í Dalasýslu. Ferðamennirnir sluppu ómeiddir frá veltunni og héldu för sinni áfram eftir að hafa fengið nýjan bílaleigubíl. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorn.is. Þetta var eitt fjögurra umferðaróhappa sem urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku.

Horfinn heitapottur á Selfossi

Ljósbrúnum Hot spring heitapotti var stolið af athafnasvæði við Hrísmýri 4 á Selfossi í nótt. Potturinn er loklaus og kremaður að innan en hann vegur um 400 kg. Eigandi pottsins biður þá sem hafa orðið varir við óvenjulegar mannaferðir á svæðinu í nótt að hafa samband við lögregluna á Selfossi.

Fíkniefnamarkaðurinn afar ábatasamur

„Fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er mjög ábatasamur. Hér á landi er að finna fólk sem auðgast hefur gríðarlega á innflutningi og sölu fíkniefna. Umsvif erlendra hópa, einkum frá Litháen, hafa einnig verið áberandi,“ sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í ræðu sem hann flutti á málþingi Orators, félags laganema við Háskóla Íslands, í gær.

Regína Sif komin fram

Regína Sif Marinósdóttir, 17 ára gömul stúlka sem strauk af meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal í gær og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir, er komin fram.

Lágvöruverðsverslanir hafa hækkað verðið mest

Lágvöruverðsverslanirnar Bónus, Krónan, Nettó og Kaskó hafa hækkað vöruverð sitt mest undanfarið ár. Vörukarfa verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands hefur hækkað um 22-24% í verslununum. Karfan í klukkuverslnum hækkaði um 15-23% frá því í september í fyrra. Hjá þjónustuverslununum hefur vörukarfan hækkað um 9–16% á tímabilinu.

Jarðneskar leifar úr Trójustríðinu

Fornleifafræðingar í Tyrklandi hafa fundið jarðneskar leifar fólks sem talið er að hafi dáið í Trójustríðinu 1.200 árum fyrir Krists burð.

Sydney hulin rykmekki

Glórulaus rykstormur fer nú um austurhluta Ástralíu, þar á meðal Sydney, en þar sáu menn varla milli húsa í morgun. Slíkir stormar eru ekki óalgengir í Ástralíu en eru oftast meira inn til landsins.

Skógareldar í Kaliforníu á ný

Enn á ný geisa skógareldar í Kaliforníu og fengu tveir slökkviliðsmenn reykeitrun í gær þegar þeir börðust við elda í suðvesturhluta ríkisins.

Skotbardagi við landamæri Mexíkó

Hliðinu við San Ysidro, sem eru landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og er í Kaliforníu Bandaríkjamegin, var lokað í nokkrar klukkustundir í gær eftir að skotbardagi braust þar út.

Sjö látnir í flóðum í Georgíu

Sjö eru látnir í miklum flóðum í norðurhluta Georgíuríkis í Bandaríkjunum en miklar rigningar hafa valdið því að Chattahoochee-áin hefur flætt yfir bakka sína, kaffært um þúsund heimili og slegið út rafmagni hjá alls 30.000 manns.

Skipulagðri glæpastarfsemi vex fiskur um hrygg

Grundvallarbreyting hefur orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi á undanförnum árum. Hún er víðtækari og betur skipulögð auk þess sem nýir aðilar láta til sín taka á þessum vettvangi, sagði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri á málþingi, sem Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, hélt í gær.

Vilja aukinn þorskkvóta

Stjórnir Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna skora á sjávarútvegsráðherra að auka verulega við útgefinn þorskkvóta.

Víða pottur brotinn við eftirlit varðskips

Fjórtán skipstjórar voru kærðir og sitt hvað var athugavert í nálega helmingi þeirra 87 skipa og báta, sem sjóliðar af varðskipinu Ægi fóru um borð í, við eftirlit á hafi úti, í sumar.

Lögreglan lýsir eftir Regínu Sif

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Regínu Sif Marinósdóttur, 17 ára, sem strauk af meðferðarheimilinu Árbót í Aðaldal í gær og fór með flugi suður til Reykjavíkur. Þeir sem eitthvað vita nánar um ferðir hennar eru beðnir að láta lögregluna vita.

Stálu ljóskösturum af jeppa

Tveir ungir menn voru handteknir í Reykjavík í nótt, grunaðir um að hafa stolið ljóskösturum af jeppa við Naustabryggju.

Herskáir hugvísindamenn

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir það að reka skóla eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar geta komið niður á hugvísindum. Þetta kom fram á málfundi Sagnfræðingafélags Íslands í gær um hugvísindi á krepputímum.

Sjálfsblekking að vonast til að halda þjónustu óskertri

„Ég held að það geti enginn stundað þá sjálfsblekkingu að niðurskurður af þeirri stærðargráðu sem við verðum vitni að núna ár eftir ár bitni ekki á störfum og þjónustu. Það hlýtur hann að gera, því miður, og fráleitt að halda annað,“ segir Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra.

Veiðistjórnun skilar tilætluðum árangri

„Uppsveiflan byrjaði í fyrra og heldur áfram núna. Þetta er góð ávöxtun síðustu tvö árin og ánægjuleg,“ segir Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Rjúpnastofninn sýnir mikil batamerki og vöxtur stofnsins takmarkast ekki lengur við einstaka landshluta.

Eigendur smábáta segjast hraktir burt

Eigendur smábáta í Reykjavík óttast að nýtt skipulag fyrir Reykjavíkurhöfn geri ekki ráð fyrir starfsemi þeirra. Þeir segjast hafa verið beittir þrýstingi um að færa alla starfsemi sína úr Grófinni yfir á Granda. Aðalfundur Smábátafélags Reykjavíkur, sem haldinn var á mánudag, lýsti yfir megnri óánægju með áhugaleysi borgaryfirvalda um sterka smábátaútgerð í borginni.

Sjá næstu 50 fréttir