Innlent

Ökufantur stöðvaður á ofsahraða í Garðabæ

Mynd/Pjetur

Bifhjólamaður var staðinn að hraðakstri á Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöld en hjól hans mældist á 177 kílómetra hraða. Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri, var færður á lögreglustöð en þar var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Maðurinn hefur nokkrum sinnum áður verið tekinn fyrir hraðakstur en þó ekkert í líkingu við þetta, að sögn lögreglu. Þess má geta að búnaði bifhjólsins var áfátt og var skráningarnúmer þess því fjarlægt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×