Fleiri fréttir

Fær loksins að sjá skýrslurnar

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið, á von á því að verða kominn með skýrslur endurskoðunarfyrirtækjanna um gömlu viðskiptabankana í hendur í dag. Honum hefur hingað til verið neitað um aðgang að þeim vegna bankaleyndar, en í gær tóku gildi breytt lög um embætti hans sem rýmka valdheimildirnar.

50 teknir í kannabismálum

Lögreglan hefur frá áramótum handtekið nær fimmtíu einstaklinga fyrir kannabisræktun í hinum ýmsu umdæmum landsins. Á höfuðborgarsvæðinu voru 27 manns teknir í síðasta mánuði.

Hópnauðgunin í heimahúsi

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu rannsakar enn fimm nauðgunarkærur, sem Frétta­blaðið greindi frá um síðustu helgi. Í einu tilvikanna kærði ung kona fjóra karlmenn af erlendum uppruna fyrir nauðgun eða misbeitingu. Það atvik átti sér stað í heimahúsi aðfaranótt laugardagsins 21. mars eftir að konan hafði verið á skemmtistað. Kærurnar fimm bárust til kynferðisbrotadeildar í síðustu viku.

Risaurriði strax á fyrsta degi

Eftir langt vetrarhlé tóku stangveiðimenn fram búnað sinn í gær og vættu á nokkrum ám og vötnum. Vel aflaðist í Varmá í Hveragerði og sló þannig nokkuð á ótta manna um hrun í fiskstofnum í ánni eftir klórslysið mikla haustið 2007.

Segir fyrningarleið ávísun á gjaldþrot

Fyrning aflaheimilda sem stjórnarflokkarnir hafa boðað myndi þýða að skuldir sjávarútvegsins upp á 500 milljarða lentu á bönkunum og knésettu þá. Þetta er niðurstaða úttektar sem útgerðarmaður gerði á áhrifum fyrningarleiðar.

Egla leitar nauðasamninga

Á fundi kröfuhafa í Eglu hf., sem haldinn var í gær, var samþykkt að leita samþykkis kröfuhafa til að fara fram á nauðasamninga. Stjórnin lagði tillöguna fram, en í henni felst að um 15 prósent af kröfum verði greidd á næstu mánuðum. Skuldir fyrirtækisins eru á níunda milljarð króna.

Ákvörðun um skatta kynnt í sumarbyrjun

Engin ákvörðun hefur verið tekin um sölu ríkisbankanna, segir fjármálaráðherra. Niðurskurður næsta árs vegna fjárlagagatsins verður 35 til 55 milljarðar. Samskipti við Hollendinga og Breta vegna Icesave hafa batnað.

Atvinnuhorfur stúdenta hrollvekjandi

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir stefnuleysi ríkjandi í atvinnumálum háskólastúdenta. Háskólaráð krefst þess að boðið verði upp á fjarnám í sumar. Fundað verður um sumarannir í Háskólaráði í dag.

Vill að Dagur biðjist afsökunar

Dagur B. Eggertsson á að biðjast afsökunar á mistökum R-listans í skipulagsmálum, segir Ólafur F. Magnússon borgar­fulltrúi. Hann hafi krafist þessa á fundi borgarstjórnar á þriðjudag, en Dagur engu svarað.

Þúsundir deyja á sjó ár hvert

Þúsundir sjómanna farast á hverju ári vegna mannlegra mistaka, vanhæfni skipstjórnenda og lélegs skipakosts. Áætlað er að 24 þúsund farist á hverju ári af þeim fimmtán milljónum sem sækja sjó sér til lífsviðurværis.

Spúla ræningjum burt

Skipverjar norsks flutningaskips vörðust í gærmorgun árásum sómalskra sjóræningja í Aden-flóa. Talsmaður gríska sjóhersins segir að sjóræningjarnir hafi skotið úr byssum á tankskipið Sigloo Tor en norsku skipverjarnir hafi flæmt þá burt með vatnsgusum úr brunaslöngum. Engan sakaði í átökunum. - sh

Ljúka fleiri málum með sátt

Hægt verður að ljúka fleiri og alvarlegri málum með lögreglustjórasátt eftir að breyting á reglugerðum tók gildi. Breytingin ætti að leiða til þess að álag á dómstóla vegna minni háttar brota verði minna, segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari.

Sameiningarkosning í apríl

Kosið verður um sameiningu Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps samhliða alþingiskosningunum sem haldnar verða 25. apríl.

Bera af sér íslenska banka

„Skjólstæðingur minn hefur starfað í meira en 100 ár, er skuldlaus, á yfir níu milljónir punda í bönkum og enginn þeirra er íslenskur,“ segir breskt ráðningarfyrirtæki í auglýsingu eftir framkvæmdastjóra fyrirtækis. Þessa tilvitnun sendi Sigrún Björk Ólafsdóttir Fréttablaðinu.

Jafnréttisráð með og á móti

Jafnréttisráð fagnar aðgerðaáætlun gegn mansali, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar um kynjaða hagstjórn og tilkomu Jafnréttisvaktar, segir í tilkynningu.

Ákvæði aðildarsamnings jafnvæg sáttmála

Ákvæði aðildarsamnings að Evrópusambandinu hafa að Evrópurétti jafnt vægi á við ákvæði sjálfs stofnsáttmála ESB. Þannig er lögformlega ekkert því til fyrirstöðu að samið sé um frávik frá ákvæðum stofnsáttmálans í slíkum aðildarsamningi, til dæmis varðandi sameiginlega sjávar­útvegsstefnu ESB.

Vilja sumarannir við HÍ

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, boðar til setuverkfalls fyrir utan skrifstofu Háskólarektors í dag. Tilgangur setuverkfallsins er að knýja skólayfirvöld til að taka upp sumarannir við skólann.

Mýkri afstaða til Palestínu

Benjamin Netanyahu, verðandi forsætisráðherra Ísraels, virtist sýna Palestínumönnum meiri sáttahug en áður í ræðu á ráðstefnu um efnahagsmál í Ísrael í gær. Þar hét hann friðarviðræðum við palestínsk stjórnvöld.

Bandaríkjamenn í stað Nýsjálendinga

Bandaríkjamenn virðast nú eiga greiða leið inn í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna eftir að Nýsjálendingar ákváðu í gær að draga framboð sitt til baka. Nýsjálensk stjórnvöld telja að Bandaríkin geti haft meiri jákvæð áhrif í nefndinni.

Umbrotsmaður laminn til bana

Umbrotsmaður á úthverfa­dagblaði í Moskvu, sem verið hefur gagnrýnið á rússnesk stjórnvöld, lést fyrr í vikunni eftir að hafa verið barinn til óbóta nálægt heimili sínu um liðna helgi. Þetta fullyrðir ritstjóri blaðsins þrátt fyrir að lögregla reki dauðsfallið til matareitrunar.

Ruddust inn í Skotlandsbanka

Óeirðalögregla tókst á við mótmælendur sem streymdu til Lundúna í gær til að mótmæla fundi tuttugu helstu iðnríkja heims sem fram fer í borginni.

Heimsbyggðin standi saman gegn kreppu

Barack Obama Bandaríkjaforseti reyndi að stappa stálinu í kreppuhrjáða heimsbyggðina á blaðamannafundi í Lundúnum í gær. Þangað er hann kominn til að sitja fund G20-hópsins svonefnda um aðgerðir gegn kreppunni.

Norðmenn and-snúnir Ísrael

Ísraelska dagblaðið Jerusalem Post segir að andúðin á gyðingum hafi náð nýjum hæðum í Noregi. Hatrið fari þar stöðugt vaxandi. Í Gasastríðinu í vetur hafi mótmælin gegn Ísraelsmönnum verið áberandi í Ósló, að sögn Dagbladet.

Skólanefnd MK vill verklagsreglur vegna barnaklámsmáls

Skólanefnd MK harmar þann atburð er upp kom varðandi refsiverða háttsemi eins kennara skólans en kennarinn sem tekinn var með barnaklám hélt áfram kennslu við skólann. Nefndin telur verklagsreglur skorta til að bregðast við máli eins og þessu.

Fengu velskt lamb að hætti Jamie Oliver

Leiðtogar 20 helstu iðnvelda heims sem dvelja nú í London komu saman í kvöld og snæddu saman. Það var stjörnukokkurinn Jamie Oliver sem grillaði velskt lamb ofan í mannskapinn.

Gæsluvarðhalds krafist yfir meintum brennuvörgum í Eyjum

Lögreglan í Vestmanneyjum hefur farið fram á að menn grunaðir um íkveikju í nótt verði hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir í dag. Þá hafa vitni verið yfirheyrð og brunavettvangur rannsakaður af tæknideild LRH.

Líffæragjafar fá fjárhagsaðstoð

Alþingi samþykkti í kvöld frumvarp um réttindi líffæragjafa sem tryggir þeim tímabundna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna líffæragjafar. Samkvæmt frumvarpinu skal greiðsla til þeira nema rúmum 134 þúsund krónum á mánuði.

Gleðst yfir verðlækkun á lyfi fyrir MS sjúklinga

„Þessi lækkun er mjög jákvæð. Tysabri er alvöru lyfið," segir Sigurbjörg Arngrímsdóttir, formaður MS félagsins, um ákvörðun Lyfjagreiðslunefndar að lækka verð á Tysabri, lyfi fyrir MS sjúklinga, til samræmis við meðalverð á lyfinu í samanburðarlöndunum. Verðlækkunin er að raunvirði um 18,5%. Talsvert hefur verið fjallað um Tysabri undanfarið og aðgengi MS sjúklinga af því.

Lítil sprengja fannst á Hengilsvæðinu

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að Neyðarlínunni barst rétt eftir klukkan 18 ábending um torkennilegan hlut sem fannst á Hengilsvæðinu. Um var að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimsstyrjöldinni.

Hagsmunasamtök heimilanna gleðjast

Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að þeir flokkar og framboð sem bjóða fram í komandi þingkosningum taki undir með samtökunum að leiðrétta þurfi höfuðstól húsnæðislána. Samtökin benda á ályktanir frá landsfundum flokkanna og tillögur frá framboðunum máli sínu til stuðnings.

Olíuleit skapar störf norðaustanlands

Fjöldi starfa gæti skapast á norðausturhorni Íslands á næstu árum, verði ráðist í olíuleit á Drekasvæðinu. Bara þyrluþjónusta við olíuborpalla kallar á tugi starfsmanna.

Sjálfstæðismenn hræddir við þjóðina

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, telur að sjálfstæðismenn séu hræddir við þjóðina og gráir fyrir járnum að formsástæðum þegar kemur að breytingum á stjórnarskránni. Ekki sé um efnislega ágreining að ræða í sérnefnd Alþingis um stjórnarskrárfrumvarp sem forystumenn allra flokka standa að fyrir utan Sjálfstæðisflokk. Atli og Birgir Ármannsson tókust á um stjórnarskrárbreytingar í Kastljósi í kvöld.

Framboðslisti samþykktur - Sturla í heiðurssæti

Framsboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisþingi nýverið. Ásbjörn Óttarsson, útgerðarmaður frá Rifi, er nýr oddviti flokksins í kjördæminu. Heiðurssæti listans skipar Sturla Böðvarsson, fyrrverandi forseti Alþingis. Fimm konur eiga sæti á lista flokksins af 18.

Afgreitt í bullandi ágreiningi

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarskrárfrumvarp hafi nú í fyrsta sinn í 50 ár verið afgreitt úr nefnd í bullandi ágreiningi. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins töldu ófært að standa að afgreiðslunni bæði vegna málsmeðferðar og efnisinnihalds frumvarpsins.

Brown og Obama bjartsýnir á leiðtogafundi

Götubardagar eru hafnir í Lundúnum og Bretar búa sig undir mikið eignatjón í mótmælum vegna ráðstefnu tuttugu helstu iðnvelda heims. Barack Obama segist sannfærður um að ráðstefnan muni skila miklum árangri.

Mannskætt þyrsluslys við Skotland

Óttast er að sextán manns hafi farist með þyrlu sem hrapaði í sjóinn undan strönd Skotlands í dag. Búið er að finna átta lík í sjónum en hinna er saknað. Þyrlan var af gerðinni Super Puma frá Bond þyrluþjónustunni. Hún var að flytja fólk af olíuborpalli. Önnur Super Puma þyrla fyrirtækisins hrapaði í sjóinn fyrir mánuði með átján manns innanborðs. Það var rétt hjá olíuborpalli við Nýfundnaland og í það skipti björguðust allir.

Fangalist á Litla-Hrauni

Listin blómstrar á bak við rimlana á Litla-Hrauni. Þar er brotamönnum gefinn kostur á að vinna að sköpun sinni og er litið á það sem hluta af mikilvægu endurhæfingaferli.

Katrín vill skýringar frá MK um barnaklámsmál

Menntamálaráðherrra ætlar að fá skýringar á því hjá skólameistara Menntaskólans í Kópavogi hvers vegna kennari sem tekinn var með barnaklám, hélt áfram kennslu. Ráðherra segir málið alvarlegt.

Frestur runninn út

Umsóknarfrestur um embætti seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra rann út í gær. Forsætisráðuneytið gefur ekki upp að svo stöddu hversu margir sóttu um stöðurnar þar sem enn er beðið eftir umsóknum sem kunna að hafa verið póstlagðar, að sögn Kristjáns Kristjánssonar upplýsingarfulltrúa ráðuneytisins. Hinsvegar verður upplýst á morgun hvort og þá hverjir sóttu um stöðurnar.

Umtalað lyf fyrir MS sjúklinga lækkar um 18,5%

Lyfjagreiðslunefnd hefur endurskoðað verð á Tysabri, lyfi fyrir MS sjúklinga, til samræmis við meðalverð á lyfinu í samanburðarlöndunum Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Verðlækkunin er að raunvirði um 18,5%.

Davíð og Jón Ásgeir gera upp sakirnar

Sögulegt uppgjör verður í Háskólabíói í kvöld klukkan 21 þegar Davíð Oddsson og Jón Ásgeir Jóhannesson mætast og gera upp málin. Það er félagsskapur sem kallar sig Lýðræðislegu borgarahreyfinguna sem stendur fyrir fundinum. Fundarstjóri verður sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason. Ókeypis aðgangur verður og fólki hleypt inn meðan húsrými leyfir. Nánar verður sagt frá fundinum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Engin ánægja með sérstök hvalaskoðunarsvæði

Ákvörðun Sjávarútvegsráðherra um að afmarka sérstök svæði fyrir hvalaskoðun vekur hörð viðbrögð á báða bóga, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum jafnt sem hrefnuveiðimönnum.

Opinn fundur hjá viðskiptanefnd á morgun

Viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund á morgun fimmtudag, klukkan 9:30. Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis að Austurstræti 8-10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi meðan húsrúm leyfir.

Vill banna líkamlegar refsingar gagnvart börnum

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og umhverfisráðherra, vill að óheimilt og refsivert verði að beita börn líkamlegum og andlegum refsingum.

Sjá næstu 50 fréttir