Innlent

Hópnauðgunin í heimahúsi

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgar­svæðinu rannsakar enn fimm nauðgunarkærur, sem Frétta­blaðið greindi frá um síðustu helgi. Í einu tilvikanna kærði ung kona fjóra karlmenn af erlendum uppruna fyrir nauðgun eða misbeitingu. Það atvik átti sér stað í heimahúsi aðfaranótt laugardagsins 21. mars eftir að konan hafði verið á skemmtistað.

Kærurnar fimm bárust til kynferðisbrotadeildar í síðustu viku.

Atvikin áttu sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Konurnar sem kærðu eru á aldrinum átján ára til fimmtugs.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins áttu hinar kærðu nauðganir sér stað á veitingahúsum og í gleðskap í heimahúsum eftir veru á skemmtistöðum.

Í fjórum tilvikum er einn gerandi kærður en í einu tilviki eru fjórir kærðir, eins og áður sagði. Einn karlmaður hefur verið yfirheyrður vegna síðastnefnda málsins en neitaði staðfastlega sök. Enginn er í varðhaldi vegna rannsóknar þess. Í síðastnefnda málinu er jafnframt um að ræða grun um misneytingu sem þýðir að til dæmis getur verið um að ræða ölvunarástand eða annmarka sem gera það að verkum að þolandi getur ekki spornað við verknaðinum.- jss








Fleiri fréttir

Sjá meira


×