Innlent

Hagsmunasamtök heimilanna gleðjast

Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að þeir flokkar og framboð sem bjóða fram í komandi þingkosningum taki undir með samtökunum að leiðrétta þurfi höfuðstól húsnæðislána. Samtökin benda á ályktanir frá landsfundum flokkanna og tillögur frá framboðunum máli sínu til stuðnings.

„Þó gagnrýnisraddir á þessa aðferð hafi verið háværar í fjölmiðlum þá hafa þær klárlega orðið undir á landsfundum flokkanna og Hagsmunasamtök heimilanna munu leggja hart að flokkunum að standa við stóru orðin,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð í janúar og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×