Fleiri fréttir

Enn finnst kannabis - 220 plöntur í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í nótt. Í tilkynningu segir að við húsleit hafi fundist um 220 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Röskva boðar til setuverkfalls

„Það sem við leggjum til er að Háskólinn taki aftur upp sumarannir," segir Rösvkuliðinn og lögfræðineminn Sigurður Kári Árnason, sem hvetur nema til þess að' fjölmenna fyrir utan skrifstofu háskólarektors á morgun. Tilgangurinn er að fá uppteknar sumarannir í Háskóla Íslands þannig þeir tíu þúsund nemar sem eru í fullu námi og á námslánum geti iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn.

AGS gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar ríkisstjórnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar, meðan hún heldur sig innan ramma samkomulags stjórnvalda við sjóðinn. Þetta sagði fjármálaráðherra á fundi fjárlaganefndar í morgun. Ingimar Karl Helgason.

Breyting á lögum um sérstakan saksóknara tekur gildi í dag

Breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara tekur gildi í dag, 1. apríl. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að með lögunum eru heimildir embættisins til þess að kalla eftir upplýsingum og gögnum gerðar ótvíræðar.

31 sagt upp hjá B&L og IH

Bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason sögðu upp 31 starfsmanni hjá þeim í gær en uppsagnirnar koma í kjölfar flutnings umboðanna niður í Sævarhöfða þar sem sölurnar hafa nú aðsetur.

Steingrímur J. viðurkennir óheppilegt orðalag í Icesave málinu

Steingrímur J. Sigfússon segir engin áform um einkavæðingu bankanna. „Og alls ekki með sama hætti og árið 2002. Sú hörmungarsaga verður ekki endurtekin." Þetta sagði Steingrímur í svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna á opnum fundi í fjárlaganefnd nú rétt í þessu. Steingrímur vék einnig að Icesave málinu og viðurkenndi óheppilegt orðalag þegar hann sagði von á glæsilegri niðurstöðu í málinu.

Ungmenni ákærð fyrir að ræna leigubílstjóra og skera mann

Tveir piltar hafa verið ákærðir fyrir að ræna leigubílstjóra í júlí á síðasta ári. Piltarnir eru sautján og átján ára gamir. Þeir slógu leigubílstjórann ítrekað í andlitið auk þess sem lögðu hníf að hálsi hans og hótuðu að drepa hann. Höfðu þeir þúsund krónur upp úr krafsinu auk farsíma leigubílstjórans.

Kynna nýjan bjór í Kringlunni í dag

Bjórframleiðandinn nIcebrew hefur samið við Bruggsmiðjuna, sem framleiðir hina sívinsælu bjórtegund Kalda, um að Bruggsmiðjan sjái um að markaðssetja á íslenskum markaði tvær bjórtegundir sem nIcebrew hefur

Hópnauðgun kærð til lögreglunnar

Fjórir karlmenn af erlendu bergi brotnu hafa verið kærðir fyrir að nauðga tvítugri stúlku aðfaranótt laugardags. Fulltrúi kynferðisbrotadeildarinnar, Svanhvít Ingólfsdóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána

Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni.

Sjúkraflutningamenn handtóku bankaræningja

Tveir sjúkraflutningamenn gerðu sér lítið fyrir og handsömuðu bankaræningja í Kaupmannahöfn í gær. Ræninginn kom hlaupandi út úr Nordea-bankanum með feng sinn og veittu sjúkraflutningamennirnir honum umsvifalaust eftirför á sjúkrabílnum.

Samlokukynslóð í sjálfheldu

Milljónir breskra fjölskyldna hinnar svokölluðu samlokukynslóðar eru að kikna undan álaginu af að þurfa bæði að sinna foreldrum sínum og afkvæmum.

Síðasta Bráðavaktin í loftið

Eftir 15 ára samfellda sigurgöngu verður lokaþáttur sjúkrahússsápunnar Bráðavaktarinnar, eða ER, sýndur á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni annað kvöld. Þættirnir eru runnir undan rifjum rithöfundarins og læknisins Michaels Crichton heitins en hann skrifaði handritið að fyrsta þættinum reyndar árið 1974 og byggði það á sinni eigin reynslu frá því að hann starfaði á bráðavakt sem ungur læknanemi.

Slasaðist alvarlega í átökum

Karlmaður á sextugsaldri meiddist alvarlega í andliti í átökum í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Hann var þar ásamt manni á svipuðu reki og var vín haft um hönd. Þeim sinnaðist með þessum afleiðingum, en hinum slasaða tókst að hringja í lögreglu.

Gjaldeyrisfrumvarpið samþykkt um miðnætti í gær

Frumvarp til laga, sem miða að því að útflytjendur komist ekki hjá skilaskyldu á gjaldeyri, varð að lögum undir miðnætti í gærkvöldi. Það var samþykkt með 31 atkvæði Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og Framsóknarflokks, en þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bretar undirbúa G20

Lögregla í Lundúnum býr sig nú í óða önn undir mótmæli allt að 120 mismunandi hópa meðan á G20-ráðstefnunni svokölluðu stendur en hún hefst á morgun og koma þar saman fulltrúar stærstu iðnvelda heimsins.

Fundu flak skips sem sökk 1940

Flak fyrsta bandaríska skipsins, sem sökkt var í síðari heimsstyrjöldinni, er fundið, skammt undan suðurströnd Ástralíu. Um er að ræða flutningaskip sem flutti blý, ull og kopar frá Ástralíu til Bandaríkjanna.

Tölvuglæpum fjölgar um 33 prósent

Tilkynningum um tölvuglæpi hefur fjölgað um 33 prósent í Bandaríkjunum síðasta árið og hefur fjárhagslegt tjón vegna slíkra glæpa aukist um 11 prósent á sama tíma.

Umbætur handa breskum lestarfarþegum

Farþegar breskra járnbrautarlesta eiga von á miklum umbótum á lestarkerfi landsins þegar 35 milljörðum punda verður varið til að fjölga lestum og draga þannig úr seinkunum og fjölda farþega í hverri lest.

Kveiktu í hópferðabíl í Eyjum

Tveir ungir menn voru handteknir í Vestmannaeyjum undir morgun, grunaðir um að hafa kveikt í hópferðabíl, sem gjöreyðilagðist í eldinum, og var rétt kviknað í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í leiðinni.

Björgunarsveitarmaður nær ekinn niður

Minnstu munaði að ekið yrði á björgunarsveitarmann frá Hveragerði, sem var að aðstoða ökumann í vanda á Hellisheiði síðdegis í gær. Í sunnlendingi.is er haft eftir félaga mannsins að hann hafi í raun verið mjög heppinn að verða ekki fyrir bíl, sem kom aðvífandi þegar bjrögunarmenn voru að koma öðrum bíl upp á veginn.

Fjögur umferðaróhöpp í gærkvöldi

Allir sluppu ómeiddir úr fjórum umferðaróhöppum sem urðu suðvestanlands í gærkvöldi þegar víða varð mjög hált í slyddu og krapa. Fjórir sluppu þegar bíll valt út af Biskupstungnabraut um kvöldmatarleytið.

Segja hótanir hafa stöðvað frumvarp

Þingmenn Sjálfstæðisflokks komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreytingar yrði afgreitt úr nefnd í gærkvöldi eins og til stóð. Þeir hótuðu að koma í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum yrði afgreitt úr þinginu fyrir morgun.

Sólkerfið í miðbænum

Sólarhrings-vefvarp, uppsetning líkans af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur og stjörnuskoðunarkvöld er meðal þess sem stjörnuáhugafólk hefur um að velja í tengslum við verkefnið 100 stundir af stjörnufræði, sem stendur yfir frá 2. til 5. apríl næstkomandi.

Galdeyrishöftin hert

Hert gjaldeyrishöft voru samþykkt rétt fyrir miðnætti á Alþingi. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Frumvarpinu var dreift í dag og fjallaði um að koma böndum á gjaldeyrisleka sem fjármálaráðherra taldi veikja krónuna.

Sjá næstu 50 fréttir