Atvinnuhorfur stúdenta hrollvekjandi 2. apríl 2009 05:00 Fulltrúar í menntamálanefnd segja ástandið í atvinnumálum stúdenta grafalvarlegt.fréttablaðið/stefán „Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
„Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir
Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira