Atvinnuhorfur stúdenta hrollvekjandi 2. apríl 2009 05:00 Fulltrúar í menntamálanefnd segja ástandið í atvinnumálum stúdenta grafalvarlegt.fréttablaðið/stefán „Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira