Atvinnuhorfur stúdenta hrollvekjandi 2. apríl 2009 05:00 Fulltrúar í menntamálanefnd segja ástandið í atvinnumálum stúdenta grafalvarlegt.fréttablaðið/stefán „Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég lýsi undrun minni á því stefnuleysi sem komið hefur fram af hálfu menntamálaráðuneytisins og ráðherrans í þessum efnum. Það er engin spurning að ódýrasta leiðin til að koma til móts við stúdenta við þessar aðstæður er að setja upp sumarannir með einhverjum hætti,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í menntamálanefnd Alþingis. Nefndin fundaði í gær ásamt fulltrúum menntamálaráðuneytis, allra háskólanna og námsmannahreyfinganna um möguleikann á sumarönnum fyrir háskólastúdenta. Niðurstöður könnunar Stúdentaráðs Háskóla Íslands (HÍ) benda til að tæplega 13.000 stúdentar gætu verið án atvinnu í sumar. Einar segir ástandið alvarlegt. „Þetta eru mjög hrollvekjandi tölur. Háskólinn í Reykjavík og Bifröst munu bjóða upp á sumarnámskeið, en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hversu skammt á veg þessi mál eru komin hjá HÍ og Háskólanum á Akureyri.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið á mánudag að skólinn væri aðþrengdur fjárhagslega vegna mikillar fjölgunar nemenda og minnkandi fjárveitinga, en fundað verður um málið hjá Háskólaráði í dag. Einar telur nauðsynlegt að skólayfirvöld leggi að fundi loknum fyrir stjórnvöld hvort þau séu tilbúin að koma til móts við skólann með fjárhagslegum stuðningi. Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs HÍ, segir helstu kröfu ráðsins þá að boðið verði upp á fjarnám í sumar og próf í haust. Kostnaður við slíkt sé um 10 til 15 milljónir, samkvæmt sérfræðingum innan HÍ. Það sé svo verkefni stjórnvalda að útvega fjármagn vegna aukinna útgjalda LÍN, sem óhjákvæmilega myndu fylgja slíkri tilhögun. Einar Már Sigurðsson, þingmaður Samfylkingar og formaður menntamálanefndar, segir nefndina hafa óskað eftir minnisblaði menntamálaráðuneytisins um málið. Í kjölfarið verði framhaldið metið. „Það er ljóst að hvorki samfélagið né þessir ágætu stúdentar hafa efni á að sumrinu þeirra sé eytt í eitthvað annað en að vinna og læra,“ segir Einar Már. Ekki náðist í Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra vegna málsins. kjartan@frettabladid.is einar K. Guðfinnsson einar Már Sigurðsson hildur björnsdóttir
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira