Innlent

Gæsluvarðhalds krafist yfir meintum brennuvörgum í Eyjum

Lögreglan í Vestmanneyjum hefur farið fram á að menn grunaðir um íkveikju í nótt verði hnepptir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Mennirnir hafa verið yfirheyrðir í dag. Þá hafa vitni verið yfirheyrð og brunavettvangur rannsakaður af tæknideild LRH.

Eldurinn kom upp um klukkan hálf fjögur í nótt. Löndurnarmenn í Vestmannaeyjahöfn sem voru skammt frá urðu eldsins varar og gerðu lögreglu og slökkviliði viðvart. Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði það glatt í rútunni að eldtungurnar höfðu náð að teygja sig nokkra metra í hús Björgunarfélagsins, með þeim afleiðingum að 12 rúður sprungu.

Klæðning á öllum vestur vegg hússins sviðnaði og vatt upp á sig, þannig að ekki munaði nema hársbreidd að eldurinn næði inn i húsið. Þar eru meðal annars geymdir flugeldar og björgunarbátar og búnaður fyrir margar milljónir. Slökkviliðið einbeitti sér því stax að því að verja húsið og slökkti síðan í bílnum.

Grunur leikur á að að bensín eða annar eldfimur vökvi hafi verið notaður við íkvekjuna í rútunni en tveir ungir menn voru handteknir í morgun grunaðir um verknaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×