Erlent

Ruddust inn í Skotlandsbanka

Óeirðalögregla tókst á við mótmælendur sem streymdu til Lundúna í gær til að mótmæla fundi tuttugu helstu iðnríkja heims sem fram fer í borginni.

Fréttastofan Sky segir frá því að einn mótmælandi hafi látist í gær, en hann hné niður í búðum mótmælenda. Talsmenn lögreglu segja að mótmælendur hafi grýtt flöskum í lögreglumenn þegar þeir fjarlægðu lík mannsins.

Mótmælendur brutust í gær í gegnum línu lögreglumanna og komust inn í Royal Bank of Scotland í fjármálahverfi London. Þá komust mótmælendur einnig inn í breska seðlabankann. Lögregla handtók yfir 30 mótmælendur, en lögregla telur að um eða yfir 4.000 manns hafi tekið þátt í mótmælunum.

Fundur hinna svokölluðu G20 ríkja hefst í Lundúnum í dag, en leiðtogar ríkjanna komu flestir til borgarinnar í gær.- bj / sjá síðu 4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×