Innlent

Lítil sprengja fannst á Hengilsvæðinu

Af vef Landhelgisgæslunnar. Bandarísk riffilsprengja.
Af vef Landhelgisgæslunnar. Bandarísk riffilsprengja.
Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að Neyðarlínunni barst rétt eftir klukkan 18 ábending um torkennilegan hlut sem fannst á Hengilsvæðinu. Um var að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimsstyrjöldinni.

Fram kemur í tilkynningu að sá sem fann sprengjuna tók hana með sér heim og taldi fjölskyldumeðlimur hans að um gamla sprengju væri að ræða. Reyndist grunur hans á rökum reistur en sérfræðingar Landhelgisgæslunnar hafa staðfest að um var að ræða riffilhandsprengju frá seinni heimstyrjöldinni en innan Hengilsvæðisins var á þeim tíma heræfingasvæði.

Í samráði við lögreglu voru gerðar ráðstafnir til að eyða sprengjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×