Innlent

Risaurriði strax á fyrsta degi

Við Vífilsstaðavatn Birgir Aðalbjarnarson var einn þeirra stangveiðimanna sem náðu úr sér vetrarhrollinum við Vífilsstaðavatn í gær.Fréttablaðið/Pjetur
Við Vífilsstaðavatn Birgir Aðalbjarnarson var einn þeirra stangveiðimanna sem náðu úr sér vetrarhrollinum við Vífilsstaðavatn í gær.Fréttablaðið/Pjetur

 Eftir langt vetrarhlé tóku stangveiðimenn fram búnað sinn í gær og vættu á nokkrum ám og vötnum. Vel aflaðist í Varmá í Hveragerði og sló þannig nokkuð á ótta manna um hrun í fiskstofnum í ánni eftir klórslysið mikla haustið 2007.

Samkvæmt veiðivefnum votnogveidi.is náði borgarfulltrúinn Þorleifur Gunnlaugsson að landa afar vænum sjóbirtingi sem viðstaddir giskuðu á að væri á bilinu tólf til fjórtán pund áður en honum var sleppt aftur út í vorið. Veiði hófst einnig í gær í Tungufljóti, Tungulæk, Minnivallalæk, Litlá í Kelduhverfi og Vífilsstaðavatni svo dæmi séu tekin.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×