Fleiri fréttir Ólafur fagnar gagnrýni Evu Joly Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, fagnar gagnrýni og ráðningu Eva Joly eins fremsta rannsakanda efnahagsbrota okkar tíma. Joly sagði á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag að það væri brandari að einungis fjórir starfsmenn væru við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu. 10.3.2009 21:09 Nokkuð um mistök í kosningabaráttu Ástu Ragnheiðar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að það eigi ekki af henni að ganga þessa dagana. Þrívegis hafi verið gerð mannleg mistök í prófkjörsbaráttu hennar. 10.3.2009 21:34 Reykjanesbraut opnuð á ný eftir alvarlegt slys Opnað hefur verið aftur fyrir umferð norður Reykjanesbraut á gatnamótunum við Breiðholtsbraut eftir að jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var um alvarlegt umferðarslys að ræða. 10.3.2009 20:04 Umtalaðri VR kosningu lýkur á morgun Kosningu um formann, stjórn og trúnaðarráð VR lýkur á hádegi á morgun. Ríflega fimmtungur félagsmanna í félaginu höfðu greitt atkvæði í hádeginu í dag en kosningin er rafræn og fer fram á heimasíðu VR. 10.3.2009 20:47 Uppbygging húsanna við Lækjargötu kostar 1,6 milljarð Stefnt er að því að framkvæmdum við uppbyggingu húsanna á brunareitnum í miðbæ Reykjavíkur verði lokið haustið 2010. Húsin verða reist í sinni upprunalegu mynd með örlitlum breytingum. Uppbyggingin er talin kosta 1,6 milljarð króna. 10.3.2009 20:32 Ingibjörgu þakkað fyrir störf í þágu jafnaðarstefnunnar Ungir jafnaðarmenn senda Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sínar allra bestu og hlýjustu kveðjur fyrir störf í þágu jafnaðarstefnunnar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Ingibjörg hafi hvergi dregið af sér í fjölda ára og framlag hennar til íslensks samfélags sé ómetanlegt. Hún hafi sameinað félagshyggjufólk við stjórn Reykjavíkurborgar við að gjörbreyta þar stjórnarháttum og innleitt fagleg vinnubrögð í áður úreltu og gamaldags bittlingakerfi. 10.3.2009 22:03 Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig í Vinnuskólann en að vinnutími nemenda verðiur styttur. 10.3.2009 21:58 Björn: Stjórnlagaþing kostar allt að 1,5 milljarð Björn Bjarnason segir að frumvarp til stjórnarskipunarlaga sé skrýtið frumvarp því það geri ráð fyrir breytingum á stjórnarskránni en boði jafnframt til stjórnlagaþings sem eigi að gera ennfrekari breytingar á stjórnarskránni. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að kostnaður við stjórnlagaþing geta numið allt að 1,5 milljarði króna. 10.3.2009 20:18 Raforku Sunnlendinga ekki hleypt til Suðurnesja Sveitarfélagið Ölfus hefur óvænt sett áform um Helguvíkurálver í uppnám og leggst nú alfarið gegn því að háspennulína verði lögð frá Hellisheiðarvirkjun til Suðurnesja. Sveitarfélagið vill frekar að orkan verði notuð til uppbyggingar í Þorlákshöfn. 10.3.2009 19:45 Hóta fleiri morðum á N-Írlandi Tveir írskir morðingjahópar hóta að halda áfram að myrða hermenn og lögreglumenn meðan Bretar hafi nokkur umsvif á N-Írlandi. 10.3.2009 19:14 Joly: Brandari að fjórir starfi við rannsókn á bankahruninu Það er brandari að einungis fjórir starfsmenn séu við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins, segir Eva Joly, einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota okkar tíma. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu. 10.3.2009 19:04 Geir stendur við svarið um Icesave Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, stendur við svar sem hann gaf Alþingi um Icesave reikningana. Siv Friðleifsdóttir spurði hann hvort hann hefði vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að Icesave reikningar yrðu færðir í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu. 10.3.2009 18:58 Frændur storma inn á tryggingamarkaðinn Stærsta tryggingafélag Færeyja lýsti þeim áformum sínum í dag að komast inn á íslenska tryggingamarkaðinn fyrir áramót. Færeyingarnir vilja helst kaupa eitt þriggja stærstu tryggingafélaga landsins en takist það ekki segjast þeir staðráðnir í að hefja eigin starfsemi hérlendis. 10.3.2009 18:54 Eftirför lauk með alvarlegu slysi - Reykjanesbraut lokað Alvarlegt umferðarslys varð rétt fyrir klukkan hálf sjö þegar jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík. 10.3.2009 18:33 Íbúa varð ekki meint af eldinum Slökkviliðsmenn voru í mikilli hættu þegar gaskútar sprungu í eldsvoða sem varð í Síðumúla í dag. Eldurinn kom upp þegar verið var að leggja tjörudúk á þak hússins. Íbúa á efstu hæð varð ekki meint af eldinum. 10.3.2009 18:29 Starfar algjörlega einn og óháður Að marggefnu tilefni vill Hörður Torfason taka fram að allt starf hans við mótmælin á Austurvelli í vetur hafi verið ólaunað og sjálfsprottin. Hann starfar einn og óháður sem listamaður með þá fullvissu að sýna verði jafnt veraldlegum sem andlegum yfirvöldum strangt aðhald. 10.3.2009 18:02 Yfirtakan á Straumi hefur ekki áhrif á Íbúðalánasjóð Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi í gær hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs. Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum, að fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. 10.3.2009 17:48 Þorsteinn stýrir viðræðum við kröfuhafa gömlu bankanna Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjór við Norræna fjárfestingarbankann, hefur verið ráðin til að leiða samningaviðræður milli nýju bankana sem stofnaðir voru eftir hrun gömlu bankanna og kröfuhafa þeirra. 10.3.2009 17:14 Átta stútar teknir um helgina Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, tveir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Fjórir voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn Hafnarfirði og Mosfellsbæ. 10.3.2009 17:05 Gassprenging á þakinu - Myndband Gríðarleg gassprenging varð á þaki hússins við Síðumúla 34 en töluvert af gaskútum eru á þakinu samkvæmt vettvangsstjóra slökkviliðsins. Þegar slökkviðið kom fyrst á vettvang fyrir um klukkustund síðan þá var fólk á þaki hússins. Þeim var öllum bjargað niður af þakinu með körfubíl. 10.3.2009 16:21 Stórbruni í Síðumúla 34 - Bein útsending Mikill eldur braust út í Síðumúla 34 í Reykjavík. Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið á vettvang. Í húsinu eru meðal annars fyrirtækin Ferskar kjötvörur, Adagio hárstofa og Mótorsport. 10.3.2009 16:02 Segir NTC borið röngum sökum Svava Johansen eigandi tískukeðjunnar NTC segir að eigendur E-Label beri fyrirtæki sitt röngum sökum þegar því hefur verið haldið fram að NTC hafi látið stoppa framleiðslu E-Label. 10.3.2009 15:59 Ábyrgir foreldrar kæra Blátt áfram Félag ábyrgra foreldra á Akureyri hafa lagt inn kæru til sýslumanns á Akureyri á hendur forsvarmanni Blátt áfram, Sigríði Björnsdóttur, þar sem hún er sökum um lögbrot við fjársöfnun. Að auki kærir félagið Önnu Hermínu Gunnarsdóttur fyrir sama brot, en hún er ótengd Blátt áfram. 10.3.2009 15:25 Heimilt að taka út séreignasparnaðinn Frumvarp um útgreiðslu séreignarsparnaðar var samþykkt á Alþingi í dag með 44 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fólk geti tekið út í áföngum séreignasparnað sinn, að hámarki einni milljón króna. 10.3.2009 14:49 Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 33 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var í Abu Ghraib hverfinu í vesturhluta Bagdad í Írak í dag. 46 eru særðir og á meðal látinna er háttsettur hershöfðingi í íraska hernum. Árásin var gerð þegar hátt settir menn í írösku þjólífi komu saman á ráðstefnu sem ætlað var að sætta stríðandi fylkingar í landinu. 10.3.2009 14:33 Kaupir bækur af sjálfum sér fyrir stuðningsaðila Barnaspítalans Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur undanfarið hringt í einstaklinga og beðið um fjárframlög fyrir Barnaspítala Hringsins. Söfnunin er ekki á vegum Hringsins heldur er gerð í samráði við stjórnendur Barnaspítalans. Karl Helgason forsvarsmaður góðgerðarfélagsins segist hafa unnið í sjálfboðavinnu fyrir félagið frá árinu 1998. Þeir sem leggja hærri upphæð en 2.500 krónur í söfnunina fá bók sem þakklætisvott. Góðgerðarfélagið kaupir bækurnar af Bókaútgáfu Æskunnar, sem er að hluta til í eigu Karls Helgasonar. 10.3.2009 13:53 Kjartan Ólafsson: Vill selja listaverk bankanna Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, vill að listaverkasafnið sem nýverið komst í hendur ríkisins þegar bankarnir hrundu, verði selt. Í áskorun til forsætisráðherra segir hann að á þessum þrengingatímum þurfi Íslendingar að leita allra skynsamlegra leiða til að afla fjármagns svo ríkisvaldið geti komið til bjargar fólki og fyrirtækjum í landinu. „Nægir þar ekki að horfa eingöngu til hefðbundinna tekjustofna heldur verðum við jafnframt að leita nýrra leiða,“ segir þingmaðurinn. 10.3.2009 13:44 Dæmdur fyrir hnífstungu: Útilokar ekki að stinga litaðan mann aftur Hinn átján ára gamli Ari Dagur Sigurðsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í bakið í verslun 10-11 á nýársdag. Ari stakk mann ef erlendum uppruna vegna orðaskipta en í dómsorði hélt Ari því fram að maðurinn hefði verið með ógnandi tilburði. Þá hafi Ari lagt til hans með hnífnum. 10.3.2009 13:33 Eva Joly kölluð til hjálpar Eva Joly, sem kölluð hefur verið einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í heiminum, hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Joly, sem gat sér gott orð í ELF málinu í Frakklandi á sínum tíma, mun veita ríkisstjórninni og þeim aðilum sem rannsaka aðdraganda bankahrunsins ráðgjöf á komandi misserum. 10.3.2009 13:21 Brunabíla-Ragnar dæmdur til að greiða fimm milljónir Fyrrum skemmtistaðaeigandinn Ragnar Magnússon, stundum kallaður Brunabílaragnar, var dæmdur, ásamt konu, bróður og föður, til þess að greiða Ölgerð Egils Skallagrímssonar fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga. 10.3.2009 12:48 Íslenskt skip á sjóræningjaslóðum Fiskiskipið Skinney SF, sem er á leið frá Taiwan til Hornafjarðar, mun næstu þrjá sólarhringana sigla í herskipavernd meðfram ströndum Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip síðustu misserin. 10.3.2009 12:22 Biden segir Afganistan ógn við hinn vestræna heim Varaforseti Bandaríkjanna segir að síversnandi ástandið í Afganistan sé ógn við allan hinn vestræna heim. Joe Biden sat í dag fund í höfuðstöðvum NATO í Brussel þar sem hann hvatti aðildarþjóðirnar til þess að hjálpa Bandaríkjamönnum að koma böndum á Talibana í Afganistan. 10.3.2009 12:18 Dræm þátttaka í VR kosningum Aðeins um fimmtungur félagsmanna í VR hefur tekið þátt í kosningum um formann, stjórn og trúnaðarráð félagsins.Kosningunum lýkur á hádegi á morgun. 10.3.2009 12:15 Össur: Jón Magnússon leiðir Sjálfstæðisflokkinn Össur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega í bloggfærslu sem hann birtir á Eyjan.is en þar segir hann að Jón Magnússon, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, nú Sjálfstæðisflokksins, leiði málþóf á lágu plani. Og það sem meira er; flokkinn sjálfan. 10.3.2009 10:12 Vísbendingar um að brennisteinninn skemmi mosann Vísbendingar eru um að brennisteinsvetni eigi þátt í þeim mosaskemmdum sem orðið hefur vart við í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Þetta kemur fram í rannsókn sem Orkuveitan lét framkvæma en hún leiddi í ljós að ekki er unnt að fullyrða með óyggjandi hætti að brennisteinsvetni sé að drepa mosa næst Hellisheiðarvirkjun. 10.3.2009 10:07 Mörg þúsund myndbönd tekin af YouTube í kvöld Mörg þúsund tónlistarmyndbönd verða fjarlægð af myndskeiðavefnum YouTube í kvöld þar sem samningar náðust ekki við eigendur höfundarréttar. 10.3.2009 08:13 Haukur Björnsson hættur hjá Eskju Haukur Björnsson, sem hefur starfað hjá Eskju á Eskifirði í 35 ár, þar af sem framkvæmdastjóri í fjögur ár, hefur látið af störfum. 10.3.2009 08:07 Segir handritshöfundum hafa farið aftur Höfundur margra þekktustu setninga kvikmyndanna segir handritshöfundum hafa farið mjög aftur. 10.3.2009 07:27 Farsímar á sjúkrahúsum sýklabrunnur Farsímar starfsfólks á sjúkrahúsum eru oft þaktir sýklum sem geta haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga sem starfsfólkið umgengst. Þetta sýnir tyrknesk rannsókn sem fram fór á sjúkrahúsi í Samsun í Tyrklandi. 10.3.2009 07:26 Spá 9,4 prósenta atvinnuleysi vestra Búist er við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nái 9,4 prósentum á þessu ári og verði áfram mikið, að minnsta kosti út árið 2011 samkvæmt spá sem fréttavefurinn Bloomberg greinir frá. 10.3.2009 07:23 Áttræð sýningardama lætur engan bilbug á sér finna Elsta tískusýningarstúlka Bretlands fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir og hefur verið tæp 60 ár í sýningarbransanum. Þetta er Daphne Selfe sem sýnir föt meðal annars fyrir Dolce & Gabbana og á orðið fjögur barnabörn. 10.3.2009 07:21 Lögreglumaður skotinn til bana á Norður-Írlandi Lögreglumaður var skotinn til bana í bæ skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Hann var í útkalli þegar atvikið átti sér stað. 10.3.2009 07:16 Ræningja enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns, sem framdi vopnað rán í söluturni í Seljahverfi í Reykjavík um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Hann ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi og komst undan með nokkra fjármuni, en vann stúlkunni ekki mein. 10.3.2009 07:14 Nældi sér í buxur í kvenfataverslun Brotist var inn í kvenfataverslun í Mörkinni í Reykjavík í nótt og þaðan stolið nokkrum kvenbuxum og skúffum úr sjóðsvélum, með skiptimynt í. Þjófurinn braut sér leið inn í verslunina með því að brjóta rúðu með gangstéttarhellu. 10.3.2009 07:12 Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Til snarpra orðaskipta kom hvað eftir annað á Alþingi í gærkvöldi við þriðju og síðustu umræðu um frumvarp um útgreiðslu á séreignarsparnaði, sem stóð fram yfir miðnætti. 10.3.2009 07:07 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur fagnar gagnrýni Evu Joly Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari bankahrunsins, fagnar gagnrýni og ráðningu Eva Joly eins fremsta rannsakanda efnahagsbrota okkar tíma. Joly sagði á opnum fundi í Háskólanum í Reykjavík í dag að það væri brandari að einungis fjórir starfsmenn væru við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu. 10.3.2009 21:09
Nokkuð um mistök í kosningabaráttu Ástu Ragnheiðar Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, segir að það eigi ekki af henni að ganga þessa dagana. Þrívegis hafi verið gerð mannleg mistök í prófkjörsbaráttu hennar. 10.3.2009 21:34
Reykjanesbraut opnuð á ný eftir alvarlegt slys Opnað hefur verið aftur fyrir umferð norður Reykjanesbraut á gatnamótunum við Breiðholtsbraut eftir að jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var um alvarlegt umferðarslys að ræða. 10.3.2009 20:04
Umtalaðri VR kosningu lýkur á morgun Kosningu um formann, stjórn og trúnaðarráð VR lýkur á hádegi á morgun. Ríflega fimmtungur félagsmanna í félaginu höfðu greitt atkvæði í hádeginu í dag en kosningin er rafræn og fer fram á heimasíðu VR. 10.3.2009 20:47
Uppbygging húsanna við Lækjargötu kostar 1,6 milljarð Stefnt er að því að framkvæmdum við uppbyggingu húsanna á brunareitnum í miðbæ Reykjavíkur verði lokið haustið 2010. Húsin verða reist í sinni upprunalegu mynd með örlitlum breytingum. Uppbyggingin er talin kosta 1,6 milljarð króna. 10.3.2009 20:32
Ingibjörgu þakkað fyrir störf í þágu jafnaðarstefnunnar Ungir jafnaðarmenn senda Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sínar allra bestu og hlýjustu kveðjur fyrir störf í þágu jafnaðarstefnunnar. Í tilkynningu frá félaginu segir að Ingibjörg hafi hvergi dregið af sér í fjölda ára og framlag hennar til íslensks samfélags sé ómetanlegt. Hún hafi sameinað félagshyggjufólk við stjórn Reykjavíkurborgar við að gjörbreyta þar stjórnarháttum og innleitt fagleg vinnubrögð í áður úreltu og gamaldags bittlingakerfi. 10.3.2009 22:03
Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum Allir unglingar í Reykjavík fá vinnu í Vinnuskólanum í sumar. Áfram verður tekið á móti öllum nemendum sem skrá sig í Vinnuskólann en að vinnutími nemenda verðiur styttur. 10.3.2009 21:58
Björn: Stjórnlagaþing kostar allt að 1,5 milljarð Björn Bjarnason segir að frumvarp til stjórnarskipunarlaga sé skrýtið frumvarp því það geri ráð fyrir breytingum á stjórnarskránni en boði jafnframt til stjórnlagaþings sem eigi að gera ennfrekari breytingar á stjórnarskránni. Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að kostnaður við stjórnlagaþing geta numið allt að 1,5 milljarði króna. 10.3.2009 20:18
Raforku Sunnlendinga ekki hleypt til Suðurnesja Sveitarfélagið Ölfus hefur óvænt sett áform um Helguvíkurálver í uppnám og leggst nú alfarið gegn því að háspennulína verði lögð frá Hellisheiðarvirkjun til Suðurnesja. Sveitarfélagið vill frekar að orkan verði notuð til uppbyggingar í Þorlákshöfn. 10.3.2009 19:45
Hóta fleiri morðum á N-Írlandi Tveir írskir morðingjahópar hóta að halda áfram að myrða hermenn og lögreglumenn meðan Bretar hafi nokkur umsvif á N-Írlandi. 10.3.2009 19:14
Joly: Brandari að fjórir starfi við rannsókn á bankahruninu Það er brandari að einungis fjórir starfsmenn séu við störf hjá embætti sérstaks saksóknara efnahagshrunsins, segir Eva Joly, einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota okkar tíma. Hún hefur verið ráðin til að aðstoða ríkistjórnina við rannsókn á hruninu. 10.3.2009 19:04
Geir stendur við svarið um Icesave Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, stendur við svar sem hann gaf Alþingi um Icesave reikningana. Siv Friðleifsdóttir spurði hann hvort hann hefði vitað um tilboð breska fjármálaeftirlitsins um að Icesave reikningar yrðu færðir í breska lögsögu gegn 200 milljóna punda fyrirgreiðslu. 10.3.2009 18:58
Frændur storma inn á tryggingamarkaðinn Stærsta tryggingafélag Færeyja lýsti þeim áformum sínum í dag að komast inn á íslenska tryggingamarkaðinn fyrir áramót. Færeyingarnir vilja helst kaupa eitt þriggja stærstu tryggingafélaga landsins en takist það ekki segjast þeir staðráðnir í að hefja eigin starfsemi hérlendis. 10.3.2009 18:54
Eftirför lauk með alvarlegu slysi - Reykjanesbraut lokað Alvarlegt umferðarslys varð rétt fyrir klukkan hálf sjö þegar jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á mótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar í Reykjavík. 10.3.2009 18:33
Íbúa varð ekki meint af eldinum Slökkviliðsmenn voru í mikilli hættu þegar gaskútar sprungu í eldsvoða sem varð í Síðumúla í dag. Eldurinn kom upp þegar verið var að leggja tjörudúk á þak hússins. Íbúa á efstu hæð varð ekki meint af eldinum. 10.3.2009 18:29
Starfar algjörlega einn og óháður Að marggefnu tilefni vill Hörður Torfason taka fram að allt starf hans við mótmælin á Austurvelli í vetur hafi verið ólaunað og sjálfsprottin. Hann starfar einn og óháður sem listamaður með þá fullvissu að sýna verði jafnt veraldlegum sem andlegum yfirvöldum strangt aðhald. 10.3.2009 18:02
Yfirtakan á Straumi hefur ekki áhrif á Íbúðalánasjóð Yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi í gær hefur ekki áhrif á fjárhagslega stöðu Íbúðalánasjóðs. Laust fé sjóðsins hefur einvörðungu verið ávaxtað á innlendum innlánsreikningum og með ríkisverðbréfum frá hruni bankanna í október síðastliðnum, að fram kemur í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. 10.3.2009 17:48
Þorsteinn stýrir viðræðum við kröfuhafa gömlu bankanna Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjór við Norræna fjárfestingarbankann, hefur verið ráðin til að leiða samningaviðræður milli nýju bankana sem stofnaðir voru eftir hrun gömlu bankanna og kröfuhafa þeirra. 10.3.2009 17:14
Átta stútar teknir um helgina Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, tveir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Fjórir voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn Hafnarfirði og Mosfellsbæ. 10.3.2009 17:05
Gassprenging á þakinu - Myndband Gríðarleg gassprenging varð á þaki hússins við Síðumúla 34 en töluvert af gaskútum eru á þakinu samkvæmt vettvangsstjóra slökkviliðsins. Þegar slökkviðið kom fyrst á vettvang fyrir um klukkustund síðan þá var fólk á þaki hússins. Þeim var öllum bjargað niður af þakinu með körfubíl. 10.3.2009 16:21
Stórbruni í Síðumúla 34 - Bein útsending Mikill eldur braust út í Síðumúla 34 í Reykjavík. Slökkviliðið sendi allt tiltækt lið á vettvang. Í húsinu eru meðal annars fyrirtækin Ferskar kjötvörur, Adagio hárstofa og Mótorsport. 10.3.2009 16:02
Segir NTC borið röngum sökum Svava Johansen eigandi tískukeðjunnar NTC segir að eigendur E-Label beri fyrirtæki sitt röngum sökum þegar því hefur verið haldið fram að NTC hafi látið stoppa framleiðslu E-Label. 10.3.2009 15:59
Ábyrgir foreldrar kæra Blátt áfram Félag ábyrgra foreldra á Akureyri hafa lagt inn kæru til sýslumanns á Akureyri á hendur forsvarmanni Blátt áfram, Sigríði Björnsdóttur, þar sem hún er sökum um lögbrot við fjársöfnun. Að auki kærir félagið Önnu Hermínu Gunnarsdóttur fyrir sama brot, en hún er ótengd Blátt áfram. 10.3.2009 15:25
Heimilt að taka út séreignasparnaðinn Frumvarp um útgreiðslu séreignarsparnaðar var samþykkt á Alþingi í dag með 44 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fólk geti tekið út í áföngum séreignasparnað sinn, að hámarki einni milljón króna. 10.3.2009 14:49
Mannskæð sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti 33 eru látnir eftir sjálfsmorðsárás sem gerð var í Abu Ghraib hverfinu í vesturhluta Bagdad í Írak í dag. 46 eru særðir og á meðal látinna er háttsettur hershöfðingi í íraska hernum. Árásin var gerð þegar hátt settir menn í írösku þjólífi komu saman á ráðstefnu sem ætlað var að sætta stríðandi fylkingar í landinu. 10.3.2009 14:33
Kaupir bækur af sjálfum sér fyrir stuðningsaðila Barnaspítalans Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur undanfarið hringt í einstaklinga og beðið um fjárframlög fyrir Barnaspítala Hringsins. Söfnunin er ekki á vegum Hringsins heldur er gerð í samráði við stjórnendur Barnaspítalans. Karl Helgason forsvarsmaður góðgerðarfélagsins segist hafa unnið í sjálfboðavinnu fyrir félagið frá árinu 1998. Þeir sem leggja hærri upphæð en 2.500 krónur í söfnunina fá bók sem þakklætisvott. Góðgerðarfélagið kaupir bækurnar af Bókaútgáfu Æskunnar, sem er að hluta til í eigu Karls Helgasonar. 10.3.2009 13:53
Kjartan Ólafsson: Vill selja listaverk bankanna Kjartan Ólafsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, vill að listaverkasafnið sem nýverið komst í hendur ríkisins þegar bankarnir hrundu, verði selt. Í áskorun til forsætisráðherra segir hann að á þessum þrengingatímum þurfi Íslendingar að leita allra skynsamlegra leiða til að afla fjármagns svo ríkisvaldið geti komið til bjargar fólki og fyrirtækjum í landinu. „Nægir þar ekki að horfa eingöngu til hefðbundinna tekjustofna heldur verðum við jafnframt að leita nýrra leiða,“ segir þingmaðurinn. 10.3.2009 13:44
Dæmdur fyrir hnífstungu: Útilokar ekki að stinga litaðan mann aftur Hinn átján ára gamli Ari Dagur Sigurðsson var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga mann í bakið í verslun 10-11 á nýársdag. Ari stakk mann ef erlendum uppruna vegna orðaskipta en í dómsorði hélt Ari því fram að maðurinn hefði verið með ógnandi tilburði. Þá hafi Ari lagt til hans með hnífnum. 10.3.2009 13:33
Eva Joly kölluð til hjálpar Eva Joly, sem kölluð hefur verið einn fremsti rannsakandi efnahagsbrota í heiminum, hefur verið ráðinn sérstakur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Joly, sem gat sér gott orð í ELF málinu í Frakklandi á sínum tíma, mun veita ríkisstjórninni og þeim aðilum sem rannsaka aðdraganda bankahrunsins ráðgjöf á komandi misserum. 10.3.2009 13:21
Brunabíla-Ragnar dæmdur til að greiða fimm milljónir Fyrrum skemmtistaðaeigandinn Ragnar Magnússon, stundum kallaður Brunabílaragnar, var dæmdur, ásamt konu, bróður og föður, til þess að greiða Ölgerð Egils Skallagrímssonar fimm milljónir vegna ógreiddra reikninga. 10.3.2009 12:48
Íslenskt skip á sjóræningjaslóðum Fiskiskipið Skinney SF, sem er á leið frá Taiwan til Hornafjarðar, mun næstu þrjá sólarhringana sigla í herskipavernd meðfram ströndum Sómalíu, þar sem sjóræningjar hafa herjað á skip síðustu misserin. 10.3.2009 12:22
Biden segir Afganistan ógn við hinn vestræna heim Varaforseti Bandaríkjanna segir að síversnandi ástandið í Afganistan sé ógn við allan hinn vestræna heim. Joe Biden sat í dag fund í höfuðstöðvum NATO í Brussel þar sem hann hvatti aðildarþjóðirnar til þess að hjálpa Bandaríkjamönnum að koma böndum á Talibana í Afganistan. 10.3.2009 12:18
Dræm þátttaka í VR kosningum Aðeins um fimmtungur félagsmanna í VR hefur tekið þátt í kosningum um formann, stjórn og trúnaðarráð félagsins.Kosningunum lýkur á hádegi á morgun. 10.3.2009 12:15
Össur: Jón Magnússon leiðir Sjálfstæðisflokkinn Össur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega í bloggfærslu sem hann birtir á Eyjan.is en þar segir hann að Jón Magnússon, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, nú Sjálfstæðisflokksins, leiði málþóf á lágu plani. Og það sem meira er; flokkinn sjálfan. 10.3.2009 10:12
Vísbendingar um að brennisteinninn skemmi mosann Vísbendingar eru um að brennisteinsvetni eigi þátt í þeim mosaskemmdum sem orðið hefur vart við í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. Þetta kemur fram í rannsókn sem Orkuveitan lét framkvæma en hún leiddi í ljós að ekki er unnt að fullyrða með óyggjandi hætti að brennisteinsvetni sé að drepa mosa næst Hellisheiðarvirkjun. 10.3.2009 10:07
Mörg þúsund myndbönd tekin af YouTube í kvöld Mörg þúsund tónlistarmyndbönd verða fjarlægð af myndskeiðavefnum YouTube í kvöld þar sem samningar náðust ekki við eigendur höfundarréttar. 10.3.2009 08:13
Haukur Björnsson hættur hjá Eskju Haukur Björnsson, sem hefur starfað hjá Eskju á Eskifirði í 35 ár, þar af sem framkvæmdastjóri í fjögur ár, hefur látið af störfum. 10.3.2009 08:07
Segir handritshöfundum hafa farið aftur Höfundur margra þekktustu setninga kvikmyndanna segir handritshöfundum hafa farið mjög aftur. 10.3.2009 07:27
Farsímar á sjúkrahúsum sýklabrunnur Farsímar starfsfólks á sjúkrahúsum eru oft þaktir sýklum sem geta haft slæm áhrif á heilsufar sjúklinga sem starfsfólkið umgengst. Þetta sýnir tyrknesk rannsókn sem fram fór á sjúkrahúsi í Samsun í Tyrklandi. 10.3.2009 07:26
Spá 9,4 prósenta atvinnuleysi vestra Búist er við að atvinnuleysi í Bandaríkjunum nái 9,4 prósentum á þessu ári og verði áfram mikið, að minnsta kosti út árið 2011 samkvæmt spá sem fréttavefurinn Bloomberg greinir frá. 10.3.2009 07:23
Áttræð sýningardama lætur engan bilbug á sér finna Elsta tískusýningarstúlka Bretlands fagnar áttræðisafmæli sínu um þessar mundir og hefur verið tæp 60 ár í sýningarbransanum. Þetta er Daphne Selfe sem sýnir föt meðal annars fyrir Dolce & Gabbana og á orðið fjögur barnabörn. 10.3.2009 07:21
Lögreglumaður skotinn til bana á Norður-Írlandi Lögreglumaður var skotinn til bana í bæ skammt frá Belfast á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Hann var í útkalli þegar atvikið átti sér stað. 10.3.2009 07:16
Ræningja enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns, sem framdi vopnað rán í söluturni í Seljahverfi í Reykjavík um klukkan hálfníu í gærkvöldi. Hann ógnaði afgreiðslustúlku með hnífi og komst undan með nokkra fjármuni, en vann stúlkunni ekki mein. 10.3.2009 07:14
Nældi sér í buxur í kvenfataverslun Brotist var inn í kvenfataverslun í Mörkinni í Reykjavík í nótt og þaðan stolið nokkrum kvenbuxum og skúffum úr sjóðsvélum, með skiptimynt í. Þjófurinn braut sér leið inn í verslunina með því að brjóta rúðu með gangstéttarhellu. 10.3.2009 07:12
Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Til snarpra orðaskipta kom hvað eftir annað á Alþingi í gærkvöldi við þriðju og síðustu umræðu um frumvarp um útgreiðslu á séreignarsparnaði, sem stóð fram yfir miðnætti. 10.3.2009 07:07