Innlent

Reykjanesbraut opnuð á ný eftir alvarlegt slys

Frá vettvangi. MYND/Vilhelm
Frá vettvangi. MYND/Vilhelm
Opnað hefur verið aftur fyrir umferð norður Reykjanesbraut á gatnamótunum við Breiðholtsbraut eftir að jeppabifreið var ekið á miklum hraða á brúarstólpa á sjöunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglu var um alvarlegt umferðarslys að ræða.

Lögreglan höfuðborgarsvæðinu hafði veitt ökumanninum eftirför allt frá álverinu í Straumsvík. Áður hafði lögreglan á Suðurnesju tilkynnt um för mannsins eftir að hann ók í burtu eftir að hafa ekið á kyrrstæða bifreið. Lögreglan reyndi ítrekað að stöðva manninn sem ók að minnsta kosti tvívegis á lögreglubifreiðar áður en hann ók á brúarstólpann.

Ekki er vitað um líðan ökumannsins. Hann var einn í bifreiðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×