Innlent

Össur: Jón Magnússon leiðir Sjálfstæðisflokkinn

Össur Skarphéðinsson er sótillur vegna meints málþófs Sjálfstæðisflokksins.
Össur Skarphéðinsson er sótillur vegna meints málþófs Sjálfstæðisflokksins.

Össur gagnrýnir Sjálfstæðisflokkinn harðlega í bloggfærslu sem hann birtir á Eyjan.is en þar segir hann að Jón Magnússon, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, nú Sjálfstæðisflokksins, leiði málþóf á lágu plani. Og það sem meira er; flokkinn sjálfan.

Iðnaðarráðherrann og sitjandi utanríkisráðherrann vandar ekki Sjálfstæðismönnum tóninn. Hann segir þá koma upp í púlt í andsvör við sína eigin þingmenn, til þess eins að tefja tímann.

„Svo hlógu þeir og skríktu yfir afrekum sínum einsog krakkar á velheppnaðri Morfísæfingu," skrifar Össur.

Þingmálið sem um var rætt var séreignasparnaður en þriðja og síðasta umræða fór fram um málið í gær.

Össur gagnrýnir helst Guðfinnu S. Bjarnadóttur og segir hana hafa fallið úr háum söðli, hún leiki í raun hlutverk peðsins í „illa telfdri málþófsskák" eins og ráðherrann kemst að orði.

Að lokum skrifar Össur að Jón Magnússon stýri nú forystulausum Sjálfstæðisflokki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×