Innlent

Átta stútar teknir um helgina

Átta ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Einn var stöðvaður á föstudagskvöld, tveir á laugardag, fjórir á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Fjórir voru teknir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn Hafnarfirði og Mosfellsbæ.

Þetta voru allt karlar á aldrinum 18 til 52 ára. Tveir þessara ökumanna voru próflausir og þrír lentu í umferðaróhappi þar sem sökin var alfarið þeirra. Enginn slasaðist en það er ekki þessum óábyrgu ökumönnum að þakka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×