Fleiri fréttir

Myndirnar skipta hundruðum

Ljósmyndirnar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur keypt af Júlíusi Sigurjónssyni, ljósmyndara Morgunblaðsins, skipta hundruðum, að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Stefáni er hins vegar ekki kunnugt um að lögreglan hafi nokkru sinni keypt mynd af öðrum ljósmyndara til afnota í ársskýrslum, á vefnum eða við önnur tækifæri.

Kostnaðurinn þykir of mikill

Frumvarp þingflokks framsóknarmanna um stjórnlagaþing nýtur ekki stuðnings þingflokka ríkisstjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin mun leggja fram eigið frumvarp um málið og hefur skipað starfshóp til undirbúnings. Skipan stjórnlagaþings var ein af meginforsendum þess að Framsóknarflokkurinn veitti ríkisstjórninni stuðning sinn. Segir í verkefnaskrá hennar að lög verði sett um skipan og verkefni slíks þings.

Aðgerðasinnar ekki í ofbeldi

Beinar mótmælaaðgerðir eru sagðar komnar til að vera og að þær megi rekja til Kárahnjúkavirkjunar. Félagar í Saving Iceland kasti ekki grjóti í lögreglu.

Skyrsölu í Bretlandi frestað eftir hrunið

Mjólkursamsalan seldi 153 tonn af skyri til Bandaríkjanna í fyrra í gegnum fyrirtæki fyrrverandi forstjóra. Hann segir mikilli söluherferð í Bretlandi hafa verið frestað vegna slæmrar ímyndar Íslands eftir bankahrunið og Icesavemálið.

Tónlistarhúsið enn í biðstöðu

Ekki fékkst niður­staða í borgarráði í gær um hvort og þá hvenær framkvæmdir við Tónlistarhúsið hefjast að nýju. Búist hafði verið við að málið yrði útkljáð á fundinum. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir líklega boðað til aukafundar í næstu viku.

Milljón krónur í fyrsta túr

„Þjóðarskútan er komin af Smáramiðum með fullfermi, eða rúma milljón, sem fer beint til Mæðrastyrksnefndar,“ segir Jóhannes V. Reynisson hjá Víkurvögnum en þeir Víkurvagnsmenn voru að opna Þjóðarskútuna, svokölluðu, í fyrradag en þá hafði hún verið í Smáralind í 58 daga.

Ráðuneytið má leita til Bolla

Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, sem er í leyfi frá störfum til 30. apríl, gegnir ekki tilgreindum verkefnum í leyfinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra óskaði eftir að Bolli færi í leyfi enda vildi hún starfa með ráðuneytisstjóra sem hún þekkir vel og hefur unnið með. Sagði hún Bolla sinna sérverkefnum í leyfinu.

Vilja skýr ákvæði um brottrekstur

Forsætisráðuneytið birti í gær umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um frumvarp um breytt skipulag Seðlabanka Íslands. Umsögnin var send fjölmiðlum, með þeim orðum úr ráðuneytinu að hún yrði birt í íslenskri þýðingu svo fljótt sem kostur væri.

Nær þúsund fengu ríkisfang

Á árinu 2008 fengu 979 íslenskt ríkisfang, þar af veitti Alþingi 31 ríkisborgararétt. Flestir koma frá Póllandi, eða 166 talsins, 125 komu frá Filippseyjum og 106 frá Serbíu. Frá Taílandi kom 61 og 55 frá Víetnam og 37 Rússar.

Tsvangirai forsætisráðherra

Robert Mugabe Sim­babveforseti skipaði á miðvikudag erkikeppinaut sinn, Morgan Tsvangirai, forsætisráðherra nýrrar þjóðstjórnar. Þykja þetta mikil tímamót eftir nær þrjátíu ára óslitna valdatíð Mugabe, sem einkum og sér í lagi hin síðari ár hefur einkennst af algeru geðþótta-einræði með tilheyrandi kúgun og misbeitingu valds.

Stórkaupmenn borgi milljón

Samkeppniseftirlitið (SE) hefur lagt einnar milljónar króna stjórnvaldssekt á Félag íslenskra stórkaupmanna (FÍS) fyrir að hvetja til verðsamráðs. FÍS gekkst við brotinu og gerði sátt í málinu.

Búddahof reist við Rauðavatn

„Þetta er gullfallegur staður,“ segir Vífill Magnússon arktitekt sem teiknað hefur búddahof sem byggja á við Rauðavatn. Búddistar á Íslandi hafa um árabil leitað að lóð fyrir hof sitt. Nú er lóðin loksins fundin fyrir hofið sem reisa á með atbeina auðkýfingsins Dr. Prasert Prasathong Osoth, eiganda Bangkok Airways, sem álítur hofið sem verður nyrsta búddahof heims geta dregið að sér marga erlenda ferðamenn.

Penninn semur við lánardrottna

Penninn á í viðræðum við nýja Kaupþing og fleiri banka um endurskipulagningu á fjármögnun hans og félaga undir fyrirtækinu.Viðræðurnar hafa staðið yfir síðan í lok síðasta árs. Pennanum tengjast meðal annars bóka- og ritfangaverslanirnar Mál og menning, Eymundsson og Griffill. Einnig Te og kaffi, Habitat, Saltfélagið og fyrirtæki erlendis.

Karpað um vinnsluhraða ríkisstjórna

Ráðherrar segja ákvarðanafælni, hægagang og aðgerðaleysi hafa einkennt fyrri ríkisstjórn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eigna sér góð verk núverandi stjórnar.

Lokaafgreiðsla þingsins í dag

Efnahagsráðstafanir Baracks Obama Bandaríkjaforseta eru að ljúka ferð sinni í gegnum Bandaríkjaþing. Lokaatkvæðagreiðsla verður væntanlega í dag og þá fer frumvarpið til forsetans til staðfestingar.

Gefur ekki upp hug sinn strax

Avigdor Lieberman, leiðtogi ísraelska hægriflokksins Yisrael Beiteinu, sagðist hafa gert upp hug sinn varðandi það, hvort hann vilji heldur sitja í stjórn með Tzipi Livni, leiðtoga Kadima, eða Benjamin Netanyahu, leiðtoga Likud. Hins vegar vill hann ekki gefa upp afstöðu sína strax.

Segist engin augljós mistök hafa gert

Geir Haarde var ítrekað spurður hvort hann væri reiðubúinn til að biðja íslensku þjóðina afsökunar í viðtali í bresku sjónvarpi í gærmorgun. Geir segist enn bíða niðurstöðu rannsóknarnefndar sem birt verður í nóvember.

Sagði af sér sem formaður landskjörstjórnar

Gísli Baldur Garðarsson, hæstaréttarlögmaður, sagði nýverið af sér sem formaður landskjörstjórnar en stjórnin sér um framkvæmd kosninga til Alþingis og gefur út kjörbréf til þingmanna.

Sparisjóðirnir yfirtaki einn af ríkisbönkunum

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vill að stjórnvöld íhugi að fela sparisjóðunum að yfirtaka einn af ríkisbönkunum þremur. Birkir greindi frá þessari afstöðu sína í utandagskrárumræðu um efnahagsmál á Alþingi fyrr í dag.

Réttast að taka upp evru

Upptaka evru er rökrétt framhald uppbyggingar íslensk fjármálakerfis, að mati Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Aðrir kostir kunni þó að vera til staðar og þar á meðal myntsamstarf við Norðmenn. Það er þó langsótt, að hans mati. Gylfi sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðild Íslands að Evrópusambandinu væri umdeild hér á landi, sérstaklega út af sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Níðingurinn sem misnotaði dóttur sína stóðst foreldramat

Karlmaðurinn sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi á mánudaginn fyrir að misnota dóttur sína ítrekað frá árunum 2006 til nóvember 2008 stóðst foreldrahæfnismat árið 2007. Félagsmálayfirvöld í Reykjanesbæ hættu þá við að krefjast þess að hann yrði sviptur forræði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Ryksprenging í fiskimjölsverksmiðju í Eyjum

Mikil ryksprenging varð í Fiskimjölsverksmiðju Einars Sigurðssonar í höfninni Vestmanneyjum fyrr í kvöld. Vitni segja bæinn hafa lýst upp en hvellurinn heyrðist víða.

Eignaumsýslufélag mun festa pólitíska spillingu í sessi

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur að opinber eignaumsýslufélög muni festa pólitíska spillingu í sessi. Verði þessi leið farin verði niðursveiflan mun meiri, að mati Vilhjálms. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Kaupþings telur ekki rétt að stofna nýtt félag um þessa hluti. Ljóst sé að bankarnir þurfa að taka yfir einhver fyrirtæki.

Umsögn AGS um Seðlabankafrumvarpið birt

Umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem barst síðdegis. Í framhaldi af óformlegri umsögn sem AGS sendi forsætisráðuneytinu í trúnaði um síðastliðna helgi óskaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, eftir því að þeim trúnaði yrði aflétt.

Tókust á um orð ráðuneytisstjóra um álver

Fjármálaráðherra segir fjárhagslegan ávinning þjóðarinnar af álverum lítinn og kostnaðinn við að skapa hvert starf sem tengist þeim mun meiri en í annarri starfsemi. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag að álstarfsemin skilaði tugum milljarða í þjóðarbúiið og spurði ráðherrann hvar ætti að finna þau þúsundir starfa sem álverin sköpuðu.

Rannsaka ímynd Íslands í kjölfar bankahrunsins

Síendurteknar fullyrðingar erlendra fjölmiðla um meint þjóðargjaldþrot Íslands hefur reynst íslenskum fyrirtækjum fjötur um fót. Útflutningsráð ætlar að rannsaka hvort viðhorf almennings í útlöndum gagnvart Íslandi hafi tekið breytingum eftir bankahrunið.

Leituðu aðstoðar lífeyrissjóðanna rétt fyrir hrunið

Landsbankinn reyndi aðeins nokkrum klukkutímum fyrir hrun að fá lífeyrissjóðina til að gera upp gjaldmiðlaskiptasamninga upp á tugi milljarða króna. Það kom aldrei til greina að verða við beiðninni segir framkvæmdasjtóri Landssamtaka lífeyrissjóðanna.

Búddahof rís við Hádegismóa

Sex hundruð fermetra Búddahof mun rísa við Hádegismóa. Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að úthluta 4000 fermetra lóð til tælenska félagsins, Thai Temple in Iceland Foundation. Leigusamningur verður gerður um lóðina þegar lokið hefur verið við að steypa sökkla og plötu undir Búddahofið. Leigutíminn er 50 ár og framlengist sjálfkrafa um önnur 50 ár, nema Reykjavíkurborg segi upp samningnum.

Fyrsti áreksturinn í geimnum

Fyrsti áreksturinn í geimnum varð á miðvikudaginn þegar bandarískur og rússneskur gervihnöttur rákust saman á ógnarhraða og splundruðust. Áreksturinn varð í um 800 kílómetra hæð yfir freðmýrum Síberíu.

Segir ORA vísvitandi blekkja

Fyrrverandi framleiðslustjóri hjá ORA segir fyrirtækið vísvitandi blekkja neytendur um uppruna vöru sinnar. ORA fiskibollur séu fjarri því að vera íslenskar, fiskurinn sé færeyskur.

Dofri vill á þing

Dofri Hermannsson, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 5. til 6. sæti í Reykjavík fyrir Samfylkinguna í komandi Alþingiskosningum.

Tekin í tvígang fyrir ölvunarakstur á sólarhring

Kona var tekin í tvígang fyrir ölvunarakstur á einum sólarhring í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fyrst var hún stöðvuð í ónefndu sveitarfélagi á þriðjudagskvöld en þar lenti konan í umferðaróhappi. Bíllinn hennar var skilinn eftir við vettvanginn en konan var handtekin og kveikjuláslyklarnir settir í vörslu lögreglu.

Segja brottvikningu forstjóra Tals ólögmæta

Fram kemur í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér um leið og þeir sögðu sig úr stjórn IP fjarskipta, eða Tals, að brottvikning Hermanns Jónssonar úr starfi framkvæmdastjóra í desember hafi verið ólögmæt.

AGS: Efnahagsáætlun stjórnvalda gengur vel

Efnahagsáætlun stjórnvalda sem unnin er í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gengur almennt vel samkvæmt skýrslu starfsmanna sjóðsins. Skýrslan byggir á vinnu sendinefndar sjóðsins sem hér var í desember. „Megin niðurstaða hennar er sú að áætlunin gangi almennt vel, heildarmarkmið áætlunar íslenskra stjórnvalda og sjóðsins séu enn raunhæf, en nauðsynlegt er að vinna af einurð til þess að árangur náist," segir í tilkynningu.

Saka Teymi um viðskiptasóðaskap

Í greinargerð sem þeir Þórhallur Örn Guðlaugsson og Hilmar Ragnarsson, sendu frá sér um leið og þeir sögðu sig úr stjórn IP fjarskipta eða Tals, kemur fram að þeir hafi aldrei kynnst öðrum eins viðskiptasóðaskap og þeir hafi orðið vitni að í þá fáu daga sem þeir störfuðu í stjórn Tals. Tvímenningarnir voru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu og sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri þess við fréttastofu í dag að ástæður úrsagnar þeirra veki grun um áframhaldandi brot Teymis gagnvart Tali.

Hæstiréttur þyngdi dóm fyrir manndráp af gáleysi

Karlmaður hlaut 9 mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti í dag en sex mánuðir af þeim eru skilorðsbundnir. Maðurinn var dæmdur fyrir að hafa ekið bifreið langt yfir leyfðum hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við hámarkshraða og án aðgæslu yfir á rangan vegarhelming miðað við akstursstefnu. Afleiðingin varð sú að bifreiðin lenti í árekstri við bifreið sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að ökumaðru og farþegi þeirrar bifreiðar létust.

Segir stórveldistíma bankagjafaþega liðinn

Á fundi borgarráðs í morgun var rætt öðru sinni um fyrirætlanir varðandi framhald framkvæmda við Tónlistar- og ráðstefnuhús við gömlu höfnina og um forgangsröðun og fjármögnun framkvæmda í miðborginni.

Time segir Davíð á meðal helstu sökudólga fjármálakreppunnar

Davíð Oddson seðlabankastjóri er á meðal þeirra 25 einstaklinga sem bandaríska tímaritið Time tiltekur sem helstu sökudólga fjármálakrísunnar sem riðið hefur yfir heimsbyggðina undanfarið. Lesendum gefst kostur á að greiða atkvæði á skalanum 1 og upp í 10 um hve sök viðkomandi sé stór í málinu.

Geir ósáttur við brotthvarf bankaráðsformanna

Það er óskiljanlegt að ríkisstjórnin skyldi stugga við formönnum bankaráða Kaupþings og Glitnis, að mati Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins. Geir gerði brotthvarf þeirra að umtalsefni í utandagskrárumræðu um efnahagsmál á þingi nú á fjórða tímanum.

Hátt í þúsund fengu íslenskt ríkisfang í fyrra

Alls fengu 979 einstaklingar íslenskan ríkisborgararétt á árinu 2008. Flestir þeirra sem fengu íslenskt ríkisfang voru pólskir ríkisborgarar, eða 166 talsins, 125 komu frá Filippseyjum og 106 frá Serbíu. Frá

Sophia Hansen þarf að greiða tæpar 20 milljónir

Fyrir stundu féll dómur í máli Sigurðar Péturs Harðarson gegn Sophiu Hansen í Héraðsdómi Reykjavíkur en Sigurður höfðaði mál á hendur Sophiu vegna peningaláns sem hann lánaði henni árið 1990. Sigurður segist ánægður með að þessu máli sé loksins lokið og nú geti hann farið að hugsa um aðra hluti.

Ólíklegt að framsóknarmenn styðji óbreytt seðlabankafrumvarp

„Okkur líst almennt vel á frumvarp forsætisráðherra um breytingar á Seðlabankanum," segir Siv Friðleifsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. Hún bendir á að frumvarpið svipi að talsverðu leyti til frumvarps um breytingar á bankanum sem Höskuldur Þórhallsson er fyrsti flutningsmaður að. „Það er hins vegar ólíklegt framsóknarmenn muni samþykkja frumvarp forsætisráðherra óbreytt," segir Siv.

Sjá næstu 50 fréttir