Innlent

Tónlistarhúsið enn í biðstöðu

Framkvæmdir við Tónlistarhúsið. Enn er óráðið hvenær haldið verður áfram með Tónlistarhúsið.
Framkvæmdir við Tónlistarhúsið. Enn er óráðið hvenær haldið verður áfram með Tónlistarhúsið.

Ekki fékkst niður­staða í borgarráði í gær um hvort og þá hvenær framkvæmdir við Tónlistarhúsið hefjast að nýju. Búist hafði verið við að málið yrði útkljáð á fundinum.  Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir líklega boðað til aukafundar í næstu viku.

„Maður spyr sig hvort óeining í meirihlutanum eða ákvörðunarfælni valdi því að þetta dregst,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar. „Látið var í veðri vaka að töfin væri vegna ástandsins í landspólitíkinni og því nokkuð undarlegt að meirihlutinn sé ekki tilbúinn þegar ríkisstjórnin klárar málið af sinni hálfu.“ Ríkisstjórnin afgreiddi málið síðasta þriðjudag. Ekki náðist í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í gærkvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Framkvæmdir við Tónlistarhúsið eru því enn í biðstöðu en hundruð manna unnu við húsbygginguna þegar framkvæmdum var hætt fyrir áramót. - jse, pbb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×