Erlent

Lokaafgreiðsla þingsins í dag

Forsetinn kátur. Obama útskýrir björgunaraðgerðirnar. fréttablaðið/AP
Forsetinn kátur. Obama útskýrir björgunaraðgerðirnar. fréttablaðið/AP

 Efnahagsráðstafanir Baracks Obama Bandaríkjaforseta eru að ljúka ferð sinni í gegnum Bandaríkjaþing. Lokaatkvæðagreiðsla verður væntanlega í dag og þá fer frumvarpið til forsetans til staðfestingar.

Samkomulag náðist í báðum þingdeildum á miðvikudag um skattalækkanir og ríkisútgjöld til bjargar efnahagslífinu, sem kosta eiga ríkissjóð 789 milljarða dala.

Obama fagnaði samkomulaginu og sagði það „bjarga eða skapa meira en 3,5 milljónir starfa og koma efnahagslífi okkar aftur í gang“. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×