Innlent

Umsögn AGS um Seðlabankafrumvarpið birt

Umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands sem barst síðdegis. Í framhaldi af óformlegri umsögn sem AGS sendi forsætisráðuneytinu í trúnaði um síðastliðna helgi óskaði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, eftir því að þeim trúnaði yrði aflétt.

,,Mjög algengt er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veiti aðstoð þegar kemur að samningu frumvarps um seðlabanka og sérfræðingar sjóðsins hafa mikla reynslu af því að veita slíka ráðgjöf. Í framhaldi af beiðni forsætisráðherra sendi Alþjóðagjaldeyirssjóðurinn umsögn sína sídegis í dag. Viðskiptanefnd Alþingis hefur þegar verið send umsögn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins," segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Umsögnin fylgir með á ensku en verður birt í íslenskri þýðingu svo fljótt sem kostur er, að fram kemur í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×