Fleiri fréttir

Sex vilja stöðu rektors á Akureyri

Sex umsóknir bárust um stöðu rektors við Háskólann á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 10. febrúar síðastliðinn. Í tilkynningu frá skólanum segir að menntamálaráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs.

Vill leiða Frjálslynda í Reykjavík

Viðar Guðjohnsen, formaður Landssambands ungra frjálslyndra, sækist eftir að leiða lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík suður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðari.

Haarde í HardTalk: Hefur ekki talað við Brown

Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur ekki rætt við Gordon Brown eftir að hryðjuverkalögin gegn Íslendingum voru sett á í október. Hann telur hins vegar að hann hefði ef til vill átt að ræða við hann eftir atburðina. Geir ræddi við Stephen Sackur, stjórnanda sjónvarpsþáttarins HardTalk, í gegnum gervihnött á BBC WORLD NEWS núna í morgun.

Hvetja vegfarendur til að flauta á Davíð

Nú er mótmælt við Seðlabankann fjórða morguninn í röð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu eru á bilinu 20-30 manns við bankann og fara mótmælin vel fram. Fólk lætur þó í sér heyra en mótmælendur hafa sett upp skilti þar sem vegfarendur eru hvattir til þess að flauta Davíð Oddsson út úr bankanum.

Sprengingar við Seðlabankann í nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu frá Seðlabanka Íslands við Kalkofnsveg klukkan 02:26 í nótt. Öryggisverðir bankans tilkynntu um sprengingar við bankann og mætti lögregla á staðinn.

Tveir menn grunaðir um að kveikja elda í Ástralíu

Tveir menn eru í haldi lögreglu í Ástralíu, grunaðir um að hafa kveikt hluta þeirra ótalmörgu kjarrelda sem valdið hafa mikilli eyðileggingu á suðausturströnd landsins síðustu daga og orðið meira en 180 manns að bana. Slökkvilið berst enn harðvítuglega við eldana en veður er nú heldur svalara en áður. Hitinn komst upp í allt að 45 gráður dagana áður en kviknaði í.

Ók um með öxi í bílnum

Nítján ára gamall ökumaður í Esbjerg í Danmörku var í nótt stöðvaður og sektaður fyrir brot á vopnalögum. Kom þetta til af því að í bíl mannsins var öxi sem hann gat ómögulega gert grein fyrir hvað hann ætlaði að gera við. Því síður gat maðurinn skýrt út fyrir lögreglu hvert för hans væri heitið svo hann var færður á lögreglustöð til öryggis, vopnið gert upptækt og hann sektaður fyrir tiltækið.

Gervihnettir lenda í árekstri í fyrsta sinn

Töluvert magn af nýju geimrusli varð til þegar tveir mörg hundruð kílógramma gervihnettir, annar rússneskur en hinn bandarískur, rákust saman á ógnarhraða í tæplega 800 kílómetra hæð yfir freðmýrum Síberíu í gær.

Myndband af geimfari yfir Somerset vekur athygli

Myndband af meintu geimfari yfir Somerset á Englandi hefur vakið töluverða athygli. Hópur fólks sem var á ferðalagi með hjólhýsi í júlí í fyrra kom auga á svartan sívalningslaga hlut á himninum og gaf yfirbragð hans til kynna að hann væri gerður úr einhvers konar málmi.

Bændur óttast hærra áburðarverð

Bændur óttast að áburðarverð muni enn hækka í ár, jafnvel um 20 til 30 prósent. Í fyrra hækkaði áburðarverð um hátt í 80 prósent frá árinu áður.

Fer fram á allsherjarkosningu um formann VR

Kristinn Örn Jóhannesson ætlar í dag að fara fram á allsherjarkosningu um formann VR fyrir kjörtímabilið 2009 til 2011. Í tilkynningu frá Kristni segir að Gunnar Páll Pálsson, núverandi formaður VR, hafi virt að vettugi þá beiðni félagsmanna í VR, að hann stígi til hliðar á meðan á rannsókn á málefnum gamla Kaupþings fer fram.

Leiguverð hefur lækkað um 20 prósent

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 20 prósent frá því í haust, að mati Húseigendafélagsins. Þetta á við um þau boð leigusala, sem nú eru í gangi, en leiga hjá þeim, sem gerðu leigusamninga síðastliðið haust upp á ákveðna upphæð á mánuði, hefur almennt ekki lækkað.

Stjórnarkreppa yfirvofandi í Ísrael

Stjórnmálaskýrendur segja stjórnarkreppu yfirvofandi í Ísrael eftir þingkosningarnar í gær. Talið er líklegt að stjórnarmyndunarviðræður muni ganga afar illa. Kadimaflokkurinn og Likudbandalagið fengu svipað fylgi og þingmannafjölda. Leiðtogar flokkanna hafa báðir farið fram á fá umboð til stjórnarmyndunar.

Byssu beint að Íslendingi í vopnuðu ráni í Danmörku

Jóhannes Ottósson, 33 ára gamall gullsmiður, varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífreynslu í dag að vopnað rán var framið á vinnustað hans í Kaupmannahöfn. Skammbyssu var beint að andliti hans. Tveir menn dulbúnir sem póstburðarmenn komust inn á skrifstofu fyrirtækisins og höfðu í hótunum við starfsmenn þess.

Forsetinn fær að svara fyrir sig

Forsetaembættinu gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við utanríkismálanefnd í tengslum við beiðni Björns Bjarnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, frá því í morgun. Á fundi nefndarinnar óskaði Björn eftir skýrslu frá utanríkisráðuneytinu um áhrif blaðaummæla vegna viðtals við Ólaf Ragnar Grímsson í þýskri útgáfu Financial Times sem birt var í gær.

Samþykkti 24 styrki til velferðarmála

Velferðarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag 24 nýja styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Nýir styrkir og þjónustusamningar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar nema nú 33 milljónum króna, en samtals er varið 180 milljónum króna til verkefna og þjónustusamninga á árinu.

Forstjórastaða FME auglýst til umsóknar

Starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fram kemur í auglýsing að mikilvægt sé að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar.

Efnahagsmál rædd á Alþingi

Á morgun fer fram umræða utan dagskrár um efnahagsmál og Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, málshefjandi. Til andsvara verður Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Umræðan hefst klukkan 15 en þingfundur hefst klukkan 10:30 á óundirbúnum fyrirspurnartíma. Fjórtán mál eru á dagskrá.

Næsti pottur í Víkingalottóinu hálfur milljarður

Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld og verður fyrsti vinningur því tvöfaldur að viku liðinni. Hann gæti orðið 500 milljónir ef ofurtalan verður ein af aðaltölunum.

Sigurður Ingi vill á þing

Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu á lista Framsóknarflokksins Í Suðurkjördæmi.

Fékk högg á höfuðið við forsetaþyrluna

Barack Obama er ennþá að venjast því að ferðamáti hans er annar síðan hann varð forseti Bandaríkjanna. Til dæmis verður hann nú að ferðast með þyrlu ef hann bregður sér af bæ. Obama er hávaxinn miðað við fyrri Bandaríkjaforseta, eða 183 sentimetrar. Dyrnar á þyrlunni hans eru ekki gerðar fyrir svo stóran mann.

Vígasveit talibana myrti tuttugu

Vígasveit talibana myrti tuttugu manns í sjálfsmorðsárás í Kabúl höfuðborg Afganistans í dag. Það þykja ótíðindi að ekki skuli hægt að verja höfuðborgina.

Íkveikjan á Litla-Hrauni litin alvarlegum augum

Fangi á Litla-Hrauni reyndi að slökkva eld sem hann hafði sjálfur kveikt í klefa sínum í gærkvöldi með djús og gítar. Brotið er litið alvarlegum augum og var fanginn settur í einangrun. Agabrot í fangelsinu á Litla-Hrauni voru hátt á annað hundrað á síðasta ári.

Seðlabankafrumvarp hugsanlega að lögum innan tveggja vikna

Stjórnarliðar telja líklegt að frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabankann verði afgreitt úr nefnd í næstu viku og geti jafnvel orðið að lögum innan hálfs mánaðar. Allir flokkar á Alþingi standa að þremur aðskildum frumvörpum um breytingar á yfirstjórn bankans, nema Sjálfstæðisflokkurinn sem ekki hefur lagt fram neinar formlegar tillögur í málinu.

,,Veljum íslenskt" ekki alltaf íslenskt

Sala á ákveðnum íslenskum vörum hefur tekið kipp eftir að Samtök iðnaðarins hófu herferð sína Veljum íslenskt eftir bankahrunið. Fyrirtæki munu í fullum rétti að selja erlenda framleiðslu með íslenskum fánaborðum og þekktum Íslendingum og gera það sum purkunarlaust, án þess að víkja einu orði að erlendum uppruna vörunnar.

Óljós staða í ísraelskum stjórnmálum

Enn er óljóst hver kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn í Ísrael. Bæði Benjamín Netanyahu fyrrverandi forsætisráðherra og Tzipi Livni, utanríkisráðherra hafa lýst yfir sigri.

Lífeyrissjóðirnir neituðu Landsbankanum

Landsbankinn reyndi skömmu fyrir hrun að fá lífeyrissjóðina til að gera upp gjaldmiðlaskiptasamninga við bankann upp á 600 milljónir evra. Fjárhæðin hefði dugað bankanum til að verða við kröfu breska fjármálaeftirlitsins til að taka Icesave í flýtimeðferð.

Grétar Mar nýr þingflokksformaður

Á fundi þingflokks Frjálslynda flokksins sem haldinn var í dag var Grétar Mar Jónsson, alþingismaður Suðurkjördæmis, kosinn formaður þingflokksins í stað Jóns Magnússonar sem sagði sig úr flokknum í fyrradag. Varaformaður var kjörinn Guðjón Arnar Kristjánsson.

Íslendingar leiða alþjóðlega rannsókn á sviði gervigreindar

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur verið úthlutað tveggja milljóna Evra styrk úr sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins að andvirði um 300 milljónir íslenskra króna til gervigreindarrannsókna. Fram kemur í tilkynningu að styrkurinn er sá langhæsti sem veittur hefur verið íslenskum aðilum til rannsókna í tölvunarfræðum og jafnframt hæsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið vísindamönnum við HR.

Lúðrarnir komnir á skilorð

Sturla Jónsson vörubílstjóri og mótmælandi var boðaður í skýrslutöku eftir að hann beitti gaslúðrum fyrir utan Seðlabankann í morgun. Var honum tjáð að þeytingin væri brot á lögreglusamþykkt sem snéri að látum á almannafæri. Hann segir að lúðrarnir séu nú komnir á skilorð, sjálfur ætlar hann þó að halda áfram mótmælum.

Auðveldara að verða forseti Íslands en formaður VR

Lúðvík Lúðvíksson sem ætlar að bjóða sig fram til formanns VR segir að nú sé búið að setja saman lista sem skilað verði inn í fyrramálið. Hann segir núverandi formann og trúnaðarráð eiga von á alvöru mótframboði en einfaldara sé að bjóða sig fram til forseta Íslands en til formanns í VR. Hann gagnrýnir hversu knappur tími sé til kosninga. Þær fara fram 23.febrúar.

Eldri borgarar í efra Breiðholtið

Reykjavíkurborg og Félag eldri borgara, með Margréti Margeirsdóttur, í forsvari, undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup borgarinnar á 12 þjónustuíbúðum í væntanlegu fjölbýlishúsi í efra Breiðholti af Félagi eldi borgara í Reykjavík.

Steingrímur: Felst á afsagnir Vals og Magnúsar

Steingrímur J. Sigfússon segir að boðað verði til hluthafafundar hjá Nýja Glitni og Nýja Kaupþingi svo fljótt sem auðið er til þess að fylla þau skörð sem stjórnarformennirnir Valur Valsson og Magnús Gunnarsson skilja eftir sig með afsögnum sínum. Þeir tilkynntu Steingrími í dag að þeir stæðu við afsagnir sínar þrátt fyrir að ráðherrann hefði beðið þá um að sitja fram að aðlfundum bankanna sem ráðgert er að halda í apríl.

Ástralar fengu samúðarkveðju forseta

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag ríkisstjóra Ástralíu Quentin Bryce og stjórnvöldum landsins samúðarkveðjur vegna skógareldanna sem geisað hafa þar en fjöldi Ástrala hefur látið lífið og þúsundir misst heimili sín.

Verða ekki við beiðni fjármálaráðherra

Valur Valsson og Magnús Gunnarsson stjórnarformenn Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings ætla ekki að verða við beiðni fjármálaráðherra og sitja áfram. Þetta kemur fram í bréfi sem þeir sendu fjármálaráðherra í dag. Þeir þakka traust Steingríms en telja mikilvægt að eyða allri óvissu um stjórn bankanna sem fyrst. Í ljósi þess telja þeir rétt að víkja til hliðar og skapa með því svigrúm til mannabreytinga.

Ökufantur bar við minnisleysi þegar hann ók á par

Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingar í tvö ár frá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var dæmdur fyrir að aka undir áhrifum þunglyndis- og svefnlyfja auk áfengis, yfir á öfugan vegarhelming við Straum við Bröndukvísl, þar sem hann ók beint framan á bifreið pars sem þar átti leið hjá.

Bergþór sækist eftir öðru sæti í Norðvestur-kjördæmi

Bergþór Ólason, fyrrverandi aðstoðarmaður samgönguráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til 2. sætis í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Bergþór tilkynnti þessa ákvörðun sína á kjördæmisráðsþingi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var í Borgarnesi sl. laugardag.

Gróflega snúið út úr ummælum forsetans

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar segir að snúið hafi verið út úr orðum forseta Íslands í þýskum fjölmiðlum. Forsetinn hafi ekki farið út fyrir valdsvið sitt enda hafi hann skýrt það mál sitt mjög vel. Rætt var um ummæli forseta á Alþingi í dag en Björgvin sagði forsetann hafa staðið sig framúrskarandi vel og þvert á móti hafi verið snúið gróflega út úr ummælum hans.

Sjá næstu 50 fréttir